. - Hausmynd

.

Rétt mat hjá Quatremer

Grein Jean Quatremer tekur aðallega á tveim ástæðum hversvegna Ísland ætti ekki að fá aðild að Evrópusambandinu, og báðar rökréttar.

  1. Íslenska þjóðin vill ekki ganga í ESB.  Heppilegra hefði verið fyrir ríkisstjórnina að hafa þjóðina á bak við sig.  Atkvæðagreiðsla um hvort sækja ætti um hefði verið heppileg.
  2. ESB er ekki í stakk búið til að taka við öðru bágstöddu ríki áður en það styrkir innviði sína.  Þetta á við um Ísland, en jafnvel enn meir um Balkanríkin og sérstaklega Tyrkland.

En varðandi seinna atriðið gæti ég ekki verið meira sammála.  Evrópusambandið eins og það er í dag er hvorki fugl né fiskur.  Þetta er ekki lengur laustengt efnahagsbandalag eins og áður var, heldur hefur það tekið á hendur sér ýmis verkefni sem áður voru á hendi ríkja, en án þess að hafa sömu völd og verkfæri og ríkin áður höfðu.

Ríki Evrópusambandsins munu þurfa að ákveða á næstu árum hvort þau vilji snúa þróuninni til baka í átt að gamaldags efnahags- og tollabandalagi, eða halda samrunanum áfram og verða líkara sambandsríki.


mbl.is Leggst eindregið gegn viðræðum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Mikið sammála, takk

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband