. - Hausmynd

.

Fjórir punktar

Hérna eru fjórir einfalldir punktar um Icesave deiluna.  Það er áberandi í erlendri fjölmiðlaumfjöllun að þrír þeirra er eitthvað sem sumir fjölmiðlar og megnið af almenningi erlendis veit ekki:

  1. Landsbankinn var einkabanki.
  2. Eignir Landsbankanns á Íslandi voru ekki ríkisvæddir í hefðbundnum skilningi, heldur keypti ríkið ákveðnar eignir og skuldir út úr þrotabúinu og borgaði fullt verð fyrir í formi skuldabréfa.
  3. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta er sjálfseignarstofnun en ekki á hendi ríkisins.  Tryggingasjóði er heimilt að taka lán telji sjóðurinn það nauðsynlegt til að standa straum af kostnaði.
  4. Engin lög kveða á um það að ríkinu sé skylt að ábyrgjast lán til Tryggingasjóðs, en þó er það ekki bannað.

mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Skýrir og góðir punktar hjá þér. Er það ekki í lögum að Ríkistjórn og Alþingi megi ekki skuldsetja Íslenska skattgreiðendur fyrir ábyrgð handa tryggingasjóði ef svona staða kæmi upp eins og er... minnir að ég hefi lesið það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það sem fólk hefur mest vitnað til eru þessar greinar í stjórnarskránni:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Þetta þýðir þó ekki að Alþingi fyrir hönd ríkisins megi ekki ábyrgjast lán til þriðja aðilla.  En rétt eins og hver almennur ábyrgðarmaður verður Alþingi að taka yfirvegaða ákvörðun um það, og taka afleiðingunum ef lántakandi greiðir ekki lánið sitt að fullu til baka.

Alþingi þarf þó að setja lög um ríkisábyrgð fyrir hvert og eitt einasta lán sem það ákveður að vera ábyrgðarmaður fyrir.

S.s. það er ekkert sem hvorki skyldar ríkið til að veita ríkisábyrgð né bannar ríkinu það.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 10:17

3 identicon

Sammála.

ég get ekki skilið afhverju stjórnarandstæðan fer ekki fram á að VG og SF fari frá völdum og það strax.

Gunnar Svanberg Jónsson 10.3.2010 kl. 10:20

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég efast um að stjórnarandstaðan leggji fram vantrausttillögu nema vera viss um að hafa meirihluta í því máli, en maður veit aldrei.  Ég er hinsvegar á þeirri skoðun að fjármálaráðherra hefði átt að segja af sér eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem hann var flutningsmaður þeirra laga sem felld voru úr gildi.  En pólitísk ábyrgð er því miður eitthvað sem þekkist ekki hér á landi.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.3.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband