. - Hausmynd

.

Inngönguferlið og áróðurinn

Það hefur verið vitað af þeim sem vilja vita að inngönguferlið að Evrópusambandinu felur í sér aðlögun að reglum sambandsins.  Rétt eins og þegar einstaklingar ganga í einhvern félagsskap og samþykkja að vinna eftir samþykktum þeirra.  Þegar ríki gengur í Evrópusambandið eru hinsvegar ýmsar stærri breytingar sem þurfa að eiga sér stað sem tekur tíma að hrinda í framkvæmd og því er samið um aðlögunartíma, og mögulegar sérútfærslur innan ramma reglnanna.

Ýmsir hafa hinsvegar reynt að haga orðum sínum þannig að skiljast megi að yfir standi samningaviðræður á milli tveggja jafnsettra aðilla.
mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki fínt að bæta íslenska stjórnsýslu. Hún er ekki uppá marga fiska einsog er sbr hrunið.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 17:46

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er ekkert nema gott við það að bæta stjórnsýsluna, en ESB er ekkert þörf til þess, og svo gæti verið að almenningur hérna vilji sjá breytingar sem samræmist ekki ESB-regluverki og þá myndi aðild þvælast fyrir.

En annars var ég nú meira að skrifa um það að í inngönguferlinu fer fram aðlögun okkar að samræmdum reglum, en fyrir ári síðan vorum við sem bentum á það taldir vitleysingar sem vissum ekki betur.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.8.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég get alveg tekið undir það. Þó að ég sé ESB megin af því gefnu að við fáum góðan samning þá finnst mér Samfylkining hafi blekkt vísvitandi Alþingi. Það var alltaf talað um könnunarviðræður. Tjekka hvað var í boði........  og annað slíkt.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 20:17

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, það var það leiðinlegasta við atburði síðasta sumar, þ.e. hvernig málið var keyrt í gegn á hálfsannindum.  Ég hefði ekki haft neitt við það að athuga ef sótt hefði verið um aðild eftir að fram hefði farið einhver umræða eða kynning í þjóðfélaginu fyrst á því hvað myndi gerast hér frá þeim tíma sem sótt væri um aðild þar til þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram.  Helst hefði ég reyndar viljað sjá hlutlaust kynningarefni eða frá öllum hliðum borið á borð þjóðarinnar í einhvern tíma og svo þjóðaratkvæði um hvort ætti að sækja um.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.8.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband