. - Hausmynd

.

Gengur vel

Það er gott að sjá að áhugi er fyrir þessum kosningum og ég vona að sá áhugi haldist næstu daga.  Ég vona líka að þeir sem búnir eru að kjósa hafi gefið sér nægan tíma til að kynna sér frambjóðendur.

Það verður fundur annað kvöld á vegum Frjálslynda flokksins í húsnæði Borgarahreyfingarinnar þar sem nokkrir frambjóðendur munu kynna sig, og fundir eru líklega haldnir á fleiri stöðum.

Ef einhver vill kynnast mér betur þá er hér bréf til þín og svo viðtalið hjá RÚV.  Þú getur líka sent mér póst eða skilið eftir athugasemd hér ef það er eitthvað sem þú vilt vita sérstaklega og ég mun svara eftir bestu getu.


mbl.is Um 5.500 kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:

1. Ef forseti neitar að staðfesta lög

2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI

3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.

Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.

Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt.
 
Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina. 

Jónas 24.11.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað segirðu Jónas, er stjórnarskráin seld í bókabúðum? Nú þykir mér týra, því hún er ókeypis á netinu og útprentun af henni er ekki nema 5 bls. Svo er hvort eð er verið að fara að breyta henni, væri ekki skynsamlegra að bíða eftir þeirri nýju? Svo á hún að vera ókeypis.

Ég vil leggja til að það verði stjórnarskrárbundið að henni skuli dreift inn á öll heimili og vinnustaði og afhent öllum sem þess óska, þeim að kostnaðarlausu. Það á enginn að þurfa að borga fyrir eintak af stjórnarskránni, og í rauninni ekki heldur fyrir nein af þeim lögum og reglum sem í landinu gilda. Til að geta farið að lögum verður fólk að geta þekkt lögin, og það á ekki að rukka það fyrir þá vitneskju umfram það sem er innifalið í þeim sköttum sem allir þurfa að greiða.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 03:19

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jónas.  Ég mæli með því að þú lesir seinni málsgrein 62.gr, en þar kemur skýrt fram að hægt sé að breyta sambandi ríkisins og Þjóðkirkjunar með lögum.  Enga þjóðaratkvæðagreiðslu þarf til.

Í öðru lagi þarf samband ríkis og kirkju ekki að breytast (strax) þótt ekki sé sérstaklega minnst á það trúfélag í stjórnarskrá.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.11.2010 kl. 08:25

4 identicon

Það er ekki minnsti séns að hér verði áfram Þjóðkirkja séu lögin um hana numin í burtu, en hún ekki kosin í burtu með þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og tryggt er að sé hægt samkvæmt gömlu stjórnarskránni eins og hún er í dag. Ríkið vill auðvitað losna við kirkjuna, það er orðið meira en augljóst. Og það er mógðun við þjóðina að koma á þessu þingi sem átti að koma á lýðræðislegra stjórnarformi til þess eins að minnka vald fólksins í landinu yfir eigin sið.

Sammála pælingum Guðmundar, en ég veit persónulega deili á fólki í framboði sem hefur ekki einu sinni haft fyrir því að lesa stjórnarskránna...og skilur ekki Vestræna lýðræði. Margt af því virðist bara vera þarna til að halda fram einhverjum tískuskoðunum eða af athyglissýki og gengur bara vel að næla sér í stuðningsmenn...

Jónas 25.11.2010 kl. 22:40

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er rétt að því miður hefur of mikið af fólki aldrei lesið Stjórnarskrána, hvað þá önnur lög.  Það ætti að vera hluti af skyldunáminu að læra um Stjórnarskrá okkar og hvernig hið lýðræðislega ferli virkar.

Ég tel hinsvegar að ekki eigi að minnast á eitt trúfélag umfram annað í Stjórnarskrá rétt eins og ekki eigi að minnast á önnur frjáls félagasamtök.  Mér finnst að ríkið eigi hreinlega bara ekki að skipta sér af trúarskoðunum fólks.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.11.2010 kl. 23:01

6 identicon

Réttur þjóðarinnar til að velja sinn eigin sið er tryggður í núverandi stjórnarskrá. Það er bannað að breyta um sið hér á landi, eða afnema, nema gegnum þjóðaratkvæða greiðslu. Ef stjórnlagaþing breytir þessu er verið að MINNKA rétt fólksins til að ráða yfir sér sjálft. Kommúnistarnir spurðu hvorki Pétur né Pál þegar þeir einfaldlega bönnuðu trúarbrögð. Þetta er ekki alveg jafn ýkt, en skref í sömu átt. Þessir menn sem bjóða sig fram til að AFNEMA rétt fólksins til sjálfsákvörðunar, sama hversu lítt trúaðir þeir eru sjálfir , eru ekkert annað en landráðsmenn. Sjálfur er ég trúlaus og hef ekki látið sjá mig í kirkju í 10 ár. En ég er lýðræðissinni og virði ekki valdarán.

Jónas 26.11.2010 kl. 06:09

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég myndi mikið vilja sjá þær greinar sem kveða á um þjóðaratkvæði ef ákvæði um tengsl ríkis og kirkju detta út.  Sama hvað ég leita þá eru einu ákvæðin um þjóðaratkvæði sem ég finn 26.gr stjórnarskránnar og svo nýsamþykkt lög.  (l.4/2010 og l.91/2010)

Það hefur hingað til ekki verið vaninn í okkar þjóðfélagi að spyrja fólkið þegar skipt er um sið s.br. kristnitöku um árið 1000 og siðaskipin á miðöldum.  Ef ríkið skiptir sér ekki af sið fólks þá eru minni líkur á að það gerist á ný.  Trúfélög eiga að vera frjáls.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 08:24

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Crap.  Þú hefur rétt fyrir þér Jónas.  Ég hreinlega tók ekki eftir 2.mgr. 79gr.

En ég stend samt á minni skoðun að ekki eigi að minnast á eitt trúfélag umfram annað, og ef Stjórnarskránni verður eitthvað breytt þá verður kosið um þetta.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband