. - Hausmynd

.

Öfgafullir jafnaðarmenn

Íslenskir "jafnaðarmenn" eru sérstakir í sinni orðræðu.  Allir sem ekki eru sammála þeim eru rakkaðir niður og kallaðir öfgamenn.  En þegar meirihluti fólks aðhyllist aðrar skoðanir en svokallaðir jafnaðarmenn hlýtur maður að spyrja sig hvort það séu ekki þeir sem séu öfgamenn sem þola ekki skoðanir annara.

Tek fram að þetta er alhæfing og á ekki við alla sem kalla sig jafnaðarmenn.


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þetta er alveg rétt hjá þér.   Ekki síst síðasta setningin.

Málið er að kratar eru ekki jafnaðarmenn í víðasta skilningi - sumir verða alltaf jafnari en aðrir í þeirra orðabók - en þeim tókst að stela hugtakinu einhvern tíma á síðustu öld. 

Jafnaðarmenn er nefnilega að finna í öllum stjórnmálahópum, þ.e.a.s. þá jafnaðarmenn sem í fullri alvöru vilja að jöfnuður ríki meðal þegnanna í samfélaginu.  Hinir sömu  verða því að kalla sig eitthvað annað en "jafnaðarmenn"  - nema þeir finni sig í kratíkinni.

Mér er alltaf skemmt þegar kratarnir kalla mig sjalla...  

Kolbrún Hilmars, 20.12.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég tók því illa þegar ég var kallaður öfgamaður eða eitthvað virkilega slæmt, en það bítur ekki á mig lengur.  Ég var að vonast eftir því að ég fengi einhvern hasar út á þessa færslu, en ætli fólk viti ekki upp á sig skömmina.

Þögn er sama og samþykki segir máltækið

Axel Þór Kolbeinsson, 20.12.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:26

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef hitt stóran hluta þingmanna sjálfur.  Þótt ég hafi ekki mikið rætt við Lilju þá ber fólk sem er náið mér henni góða söguna.  Af þeim þingmönnum sem ég hef rætt við hef ég fundið í það minnsta einn í öllum flokkum nema einum sem mér líkar sæmilega við og tel eiga erindi á þing - þótt ég sé ekki endilega sammála þeirra skoðunum.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband