17.1.2011 | 19:56
Misjafn sauður í mörgu fé
Það er merkilegt að í nánast hvaða hópi sem er eru einstaklingar, oftast ungir karlmenn, sem þurfa að láta alla vita hversu vel vaxnir niður þeir séu. En í hópi sem taldi allt að 1.000 manns samkvæmt einum fjölmiðli, þótt aðrir segi 300 - 400 (mín ágiskun er um 800 þegar mest var) hljóta alltaf að vera einhverjir.
Verra er þó þegar þess háttar fólk er í lögreglunni á sama tíma því það gerir ekkert annað en að reyta fólk til reiði. Einn lögregluþjónn fór yfir strikið að mínu mati þegar kveikt var í bálkesti í annað sinn því í stað þess að fylgja félaga sínum framhjá þeirri tunnu sem ég og frúin mín börðum varð hann að fara hinummegin við hana og ýta vel við mér og stjaka við frúnni í leiðinni. Ekki höfðum við gert okkur líkleg til að stöðva för þeirra né höfðum við áður óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að trufla ekki umferð. Ég snöggreiddist og mátti litlu muna að ég léti rörbútinn sem hafði nýst mér sem kjuði vaða í hnakkaspikið á honum.
En svona er þetta. Það þarf alltaf einhver að sýna fyrir félögunum hve vel vaxnir niður þeir eru.
Svo smá útúrdúr í lokin. Þegar keyrt er niður brekkur er það vitlausasta sem fólk getur gert að liggja á bremsunni í beygjum. Hver kennir eiginlega fólki á sv-horninu vetrarakstur?
Eldar loguðu á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Hvernig á maður þá að hægja á bílnum ..... varla viltu að maður láti sig gossa beint fram af? Ég er vanur að láta gírana halda aftur af bílnum en það er ekki nóg, í beygjum þarf að hægja enn meir og þá stígur maður á bremsuna.....hvað gerir þú?
*
Mundu svo að hlýða löggunni, hún er að vinna erfitt starf og þó að þar sé misjafn sauður eins og annars staðar ber að sýna starfi hennar virðingu.
Baldur Hermannsson, 17.1.2011 kl. 21:56
Þú hægir á þér (bremsar) fyrir beygju ef þarf, og heldur svo hraðanum í begjunni sjálfri til að missa ekki gripið, og bætir í frekar en hitt. Þegar ég keyri niður Kambana á ég alltaf von á að sjá bílinn á undan mér renna út af. Oftast tek ég hreinlega fram úr til að þurfa ekki að nauðhemla sjálfur á eftir "bremsurum" eins og ég kalla þá.
Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglunni og hlýði eðlilegum fyrirmælum hennar, en ég kann illa við þegar mér er ýtt harkalega án nokkurar ástæðu. Ég ræddi þetta við lögreglumenn sem voru líka á staðnum og bað þá um að passa upp á svona hegðun hjá sínum mönnum því andrúmsloftið var nægilega eldfimt fyrir. Það verða engin eftirmál af minni hálfu, en þeir verða að passa sig á svona. Ekki láta karlhormónin blinda sér sýn.
Axel Þór Kolbeinsson, 17.1.2011 kl. 22:10
Þeir eru bara stressaðir, kannski bara 5 manns gegn 500. Best að tala hlýlega til þeirra, það virkar alltaf vel.
*
Ég skil .... hægja ÁÐUR en maður kemur í beygjuna. Er það til þess að renna ekki fram af? Hljómar skynsamlega. Athuga það næst.
Baldur Hermannsson, 17.1.2011 kl. 22:41
Þeir voru nú betur mannaðir en það. Líklega ekki færri en 25 - 30. Ég hef hingað til verið almennilegur við þá, enda er þetta fólk að vinna sína vinnu. En það er staður og stund fyrir allskonar hegðun þannig að ég get ekki lofað að vera alltaf almennilegur við lögreglu eða aðra.
Þetta ættu líka "aktívistar" að hugsa um. Það er staður og stund fyrir mismunandi hegðun og aðgerðir og í gær var ekki rétti tíminn til að reyna að ergja lögreglu. Þið verðið að velja ykkar orustur af kostgæfni. Best er að leggja ekki af stað nema vera nokkuð viss um að vinna þá orustu, eða hún þjóni öðrum tilgangi.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 08:58
Takk fyrir þína tunnun Axel.
Hafið þið öll miklar þakkir fyrir, því á meðan til er fólk sem lætur sig örlög þjóðarinnar varða, þá á þjóðin von.
En steri er steri, ólöglegur, jafnt í pillum sem pungum á lögreglumönnum.
En fíkn á lækna, sína umburðarlyndi, nema whiský fíklum þeim á að hjálpa, með 4 fríum flöskum á mánuði, hið minnsta.
Svo var þessi lögga kannski að missa húsið sitt, og hélt að þú værir ábyrgur með því að tefja uppbyggingu landsins, hver veit. Kannski var hann ekki steri eftir allt saman, aðeins taugasjúklingur.
Og ekki vildi ég þiggja kaup fyrir að verja ICEsave glæpaklíkuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 15:39
Þakka þér Ómar.
Ég er ekkert fúll út í viðkomandi lögreglumann, en þetta hefði getað farið verr ef hann hefði tekið svona á einhverjum sem reiðist meir en ég, og þá hefði völva Austurgluggans getað haft rétt fyrir sér með gærdaginn.
Ég vil frekar öl og slátur frekar en viský, en ég skal muna að færa þér flösku næst þegar ég kem austur, það er það minnsta sem þú átt skilið.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 16:30
Axel, í guðanna bænum farðu ekki að hella brennivíni í bóndann, það er áfengisbúð á Egilsstöðum og hann er örugglega einfær um að verða sér úti um sjússinn. En ég held að menn eigi ekkert að fyrtast þótt maður stjaki við manni á svona stundum þegar adrenalínið flýtur um æðarnar óhamið og móðurinn svellur......og ekki má gleyma því að negrataktur bumbuslagaranna æsir árásarhvötina um allan helming, svo Axel á sjálfur sinn þátt í þessu.
Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 16:36
Ómar góðvinur minn kemst nú aðveldlega í áfengi annarsstaðar en á Egilsstöðum, en hann á samt skilið að fá flösku frá mér, og ég skal standa við það.
Ef það hefði nú verið trumbusláttur frá svörtustu Afríku í gær hefði verið mun meiri skemmtun á vellinum en í gær. Íslendingar eru upp til hópa ekkert sérstaklega taktfastir.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2011 kl. 16:46
He, he, takk Axel fyrir hlýja hugsun.
Þetta með whiskýfíklana var beint að mér sjálfum, gat ekki verið heiðarlegur og um leið fullyrt að alla fíkn ætti að lækna.
Fyrr skal ég hætta að drekka en að láta krukka í minni fíkn í skoska eðaldrykki.
Og hann Baldur, er meir í fortíðinni, reyndar gott að hann skyldi ekki vísa mér í Berufjörðinn líkt og einhverjir áar mínir þurftu að fara.
Góð byltingarhugmynd, þetta með fagmenn í trumbuslætti, ef Afró félagið tekur ekki vel í það, þá er spurning hvort þeir í Kongó gætu hjálpað til, eða félag magadansara.
Byltingin er jú dauðans alvara, ef hún heppnast ekki, þá er úti um það þjóðfélag sem hefur fóstrað okkur ágætlega fram að þessu.
Hún snertir því alla, enginn getur skorast undan ábyrgð.
Bið heilsa öllum í Hveragerði.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.