. - Hausmynd

.

Áhugavert

Það er áhugavert að sjá nýjar skoðanakannanir um fylgi flokka.  Greinilegt er á þessari könnun óánægja með stjórnina ásamt óánægju með stjórnmálaflokka í heild sinni.  Nú veit ég ekki hvort þessi tæpi helmingur sem ekki tekur afstöðu hafi einhvern áhuga á stjórnmálum yfir höfuð, en ef fólk hefur það býð ég því að líta á lista yfir heimasíður stjórnmálasamtaka - sem eru mun fleiri en þeir sem eru á þingi - og taka þátt í mini eigin skoðanakönnun.

 

P.s.  Hversu margir eru búnir að hlaupa á brókinni hringinn í kring um heimili sitt?


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Axel. Ég umreiknaði - svona lauslega, fylgið í þessari skoðanakönnun:

XD = 23,4% / XS = 13.9% / XV = 8.9% / XB = 6,4% / X Hreyfingarnar = 1,3% / Óánægðir allrahanda = 46%

Óánægðir allrahanda þurfa því að eiga valkost í næstu þingkosningum. Þeir eru meira en helmingi fleiri en þeir sem styðja núverandi ríkisstjórn!!!

PS: No Comment...

Kolbrún Hilmars, 21.1.2011 kl. 18:12

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef ég les framtíðina rétt Kolbrún verða þrjú ný framboð hið minnsta í næstu kosningum ásamt fjórflokknum, Hreyfingunni og Frjálslynda flokknum.

Eitt sem við veðum að taka með í reikninginn er að eðlilegt er að 15% - 25% neiti að taka afstöðu þegar ekki hefur verið boðað til kosninga, en ætlað óánægjufylgi er meira núna en venjulega.  Svo verðum við bara að vona að þau atkvæði skili sér á eitthvað nýtt framboð.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.1.2011 kl. 20:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef við miðum við kosningaþátttöku almennt, þá þykir gott ef kjörsóknin nær 80%. Þannig má telja víst að þessi 15-20% sem ekki mæta á kjörstað séu staðfastir í afstöðuleysi sínu. Það bendir til þess að viðkomandi hópur finni aldrei valkost við sitt hæfi á meðan ekkert nema fjórflokkurinn er í boði og 5% reglan er uppskrift að atkvæði sem kastað er á glæ.

Vonandi eykst kjörsóknin með auknum valkostum. :)

Kolbrún Hilmars, 22.1.2011 kl. 17:29

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Könnunin sannar að Sjálfstæðisflokkurinn er á geysilegri siglingu og beri hann gæfu til þess að fleygja líkunum úr lestnni á hann góða möguleika að ná hreinum meirihluta í næstu kosningum. Ég er hlynntur því að fleiri flokkar birtist á sviðinu en það er lítið gagn að flokkum á borð við Hreyfinguna sem skartar bara uppskafningum, við þurfum nýja alvöru flokka með alvöru frambjóðendum. Er ekki nær óvinnandi verk að manna lista slíka flokka?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:38

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ekki viss, Baldur, að þetta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn er að fá í þessari könnun skili sér á flokkinn.  Mig grunar að þetta séu skilaboð til núverandi stjórnvalda um óánægju, sérstaklega frá stuðningsfólki VG.  En það lítur út fyrir að í kringum 25% - 40% þeirra sem hægt er að búast við að mæti á kjörstað í eðlilegu árferði séu ekki búnir að ákveða sig og því er eftir meiru fylgi að sækjast fyrir ný og lítil framboð.

Það að manna framboðslista er svo ákveðið vandamál því þú þarft 126 einstaklinga til að geta boðið fram í öllum kjördæmum, og svo þarf 2.000 - 2.500 meðmælendur þar að auki.  Þetta er ekki óvinnandi þótt það sé vissulega ekki auðvelt.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.1.2011 kl. 18:15

6 identicon

Þetta er lygi!!!! Og hvar eru þeir sem vilja borga Iceslave??? Ekki þekki ég neinn og þekki þó mígrút af fólki! Ég þekki heldur ekki neinn sem vill Ísland í ESB! Það er óhuggulegt að skoðanakannanir skuli bara spyrja Samfylkingarfólk og sleppa restinni af þjóðinni! Öðruvísi get ég ekki útskýrt þessa 2/3 útkomu ykkar. Sömu trixin og hafa verið notuð í öðrum löndum. Þagga niður í almúganum og láta fáa útvalda svara rétt. Oj barasta!

anna 25.1.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband