. - Hausmynd

.

Papúa Nýju-Gíneu

Líkt og flestir vesturlandabúar veit ég lítið um þessa eyju, en ég veit þó það að Papúa Nýja-Gínea er sjálfstætt ríki á austurhluta eyjarinnar, sem fékk sjálfstæði frá Ástralíu eftir seinni heimstyrjöld ef ég man rétt.  Vesturhluti eyjarinnar tilheyrir hinsvegar Indónesíu og þar eru tvö héröð sem hafa einhverja sjálfstjórn.

Ég mæli með því við mbl.is að það ráði sér staðreyndaathugara til að fara yfir fréttir fréttamanna svo ekki séu birtar svona vitleysur og í þessari frétt.


mbl.is Papúamenn krefjast sjálfstæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skv. Wikipedia er Nýja-Gínea næststærsta eyja í heimi. Hún skiptist í tvær stjórnsýslueiningar, á austurhlutanum er sjálfstæða ríkið Papúa Nýja Gínea sem áður heyrði undir Ástralíu, en á vesturhlutanum eru indónesísku stjórnsýslusvæðin Papúa og Vestur-Papúa.

Af orðalagi fréttarinnar má draga þá ályktun að hún fjalli um þjóðríkið Papúa Nýju Gíneu, en það einfaldlega passar ekki þar sem það er þegar sjálfstætt. Eins og ég skil þetta þá fjallar fréttin hinsvegar um sjálfstæðisbaráttu íbúa í Papúa stjórnsýslusvæðinu á vesturhluta eyjunnar, sem heyrir undir Indónesíu.

Það stórkostlega er að það munar aðeins einni kommu og beygingarmynd hvort fréttin telst rétt eða röng:

Papúa Nýja-Gínea = sjálfstætt ríki á austurhluta eyjunnar.

Papúa, Nýju Gíneu = indónesískt hérað á vesturhluta eyjunnar.

Á ensku er þessi munur ennþá minni:

"Papua New Guinea"  eða  "Papua, New Guinea".

Papúa Nýja Gínea (sjálfstæða ríkið á austurhluta eyjunnar) virðist vera merkilegt fyrir margra hluta sakir. Hvergi í heiminum er að finna meiri menningarlega fjölbreytni, en meðal aðeins 7 milljón íbúa eru töluð yfir 850 tungumál í að minnsta kosti jafnmörgum ólíkum ættbálkum og samfélögum. Aðeins 18% íbúanna búa í þéttbýli, en meirihlutinn býr í dreifbýlum landbúnaðarsamfélögum að hætti frumbyggja. Í stjórnarskrá landsins er mörkuð sú stefna að slík samfélög frumbyggja og ættbálka þeirra skuli vera órjúfanlegar þjóðfélagsstoðir í landinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir þessa viðbót Guðmundur.  Við þetta má svo bæta að þegar indónesísk yfirvöld ákváðu að hluta sjálfsstjórnarsvæðið vestur-Papúa út úr Papúa vakti það reiði meðal sjálfstæðissinna sem fengu hæstarétt til að kveða á um að aðgerðin hefði verið ólögmæt, en dómurinn hefði ekki vald til að hnekkja ákvörðuninni.  Hinsvegar stöðvaði dómurinn framkvæmd annarar hlutunar út úr sjálfsstjórnarsvæðinu Papúa.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 11:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Papúa, Nýju Gíneu (indónesíska héraðið) er merkilegt ekki síst vegna þess að þar er að finna Grasberg námuna sem er hæstliggjandi opna námugryfjan (open-pit mine) í heiminum, og auk þess að vera þriðja stærsta koparnáma heims er líka stærsta gullnáma í heimi.

Skyldi þá engan furða að íbúarnir vilji sjálfstæði !

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2011 kl. 11:29

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

...og mbl.is er búinn að leiðrétta frétt enn einusinni eftir að ég gagnrýni þá.  Ætli þetta sé aðal ástæða þess að ég sé ekki settur á stórhausalistann svokallaða?

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 11:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, ég gerði líka mikið af því að leiðrétta þá áður en ég hætti að nenna því, en var samt settur á stórhausalistann. Annars veit ég ekki hvort ég er á þeim lista ennþá, enda er það svosem ekki stórmál fyrir mig.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2011 kl. 11:40

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jújú, þú ert þar ennþá.  Ég sækist svo sem ekkert sérstaklega eftir því, en mig grunar að það myndi hafa jákvæð áhrif á heimsóknarfjölda á þessa síðu, sérstaklega eftir útlitsbreytinguna hjá mbl.is.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 11:43

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þið eigið báðir heima á stórhausalistanum, eins og allir aðrir "alvöruskrifarar".

Sjálf á ég ekkert erindi í þann hóp og passa mig á því að hafa þjóðskrárnafnið mitt stytt, en mér skilst að það sé grundvallarskilyrði að skrifa undir fullu nafni :)

Kolbrún Hilmars, 26.1.2011 kl. 14:41

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú ert alveg jafn mikð alvöru og við Guðmundur Kolbrún.  Hver hefur bara sinn eigin stíl.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 14:53

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka hólið Kolbrún. Ég reyni að láta það ekki stíga mér til höfuðs, þrátt fyrir að vera á stórhausalistanum. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband