. - Hausmynd

.

Innanríkisráðherra var sendur tölvupóstur 16. mars

Samstaða þjóðar sendi út yfirlýsingu til allra alþingismanna, innanríkisráðherra, velferðarráðuneyti, hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og til fjölmiðla þann 16. mars þar sem óskað var eftir því að allir gætu nýtt sér sinn rétt til að kjósa.  Þessi vandkvæði komu fyrst upp núna fyrir stjórnlagaþingskosningar og ég var viss um að sjómenn myndu leggja fram kæru þá.

Sjáum til hvað gerist í framhaldinu.


mbl.is Óttast að fá ekki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Nú veit ég ekki alveg hvernig bréfdúfur virka en mér þætti gaman ef það væri einhvern veginn hægt að leysa þennan vanda með þeirra hjálp.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 6.4.2011 kl. 17:30

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Allir þessir frystitogarar sem eru í löngum túrum hafa internettengingar um borð.  Það væri hægt að senda skipstjóra kjörgögn til útprentunar sem hann tæki svo við og kæmi í lokað umslag sem væri afhent sýslumanni þegar komið er að landi.  Nú svo má hugsa sér það að innanríkisráðherra skrifi reglugerð sem heimili skipstjórum að telja atkvæðin ásamt því að vera kjörstjóri, og skila inn tölum rafrænt og svo frumgögnin þegar að landi er komið.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2011 kl. 17:37

3 identicon

Skipstjóri á sjó fer í raun með samskonar vald og sýslumaður í landi og hefur heimild til að halda utanum kosningar, gifta og/eða "jarða".

Óskar Guðmundsson 6.4.2011 kl. 18:11

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Rétt Óskar, en hann hefur þó ekki heimild til að telja atkvæðin.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2011 kl. 18:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tæknilega er þetta ekki stórt vandamál að leysa.

Kerfistregða veldur því að úrræði eru ekki til staðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 18:25

6 identicon

Ég fékk engu að ráða á heimili mínu nema ég væri heima. Maður er nú ekki beint heima þegar maður hefur tekjur af því að vinna á frystitogara. ekki satt.

Ludwig Hauksson 6.4.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það breytir því ekki Ludwig, að þetta eru réttindi sem sjómenn hafa lögum samkvæmt:

60. gr. Kjósandi, sem er í áhöfn eða farþegi um borð í íslensku skipi í siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, má kjósa um borð í skipinu.
Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir skal vera kjörstjóri.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.4.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband