28.6.2011 | 08:33
Ég er efins
Ég efast ekkert um það að líf sé að finna utan jarðarinnar. Reyndar tel ég að lífið eigi eftir að halda áfram að koma okkur á óvart og finnast á ólíklegustu stöðum.
Það sem ég efast um er að vitsmunalíf sé að finna út um allt, þá á ég við klassísku skilgreiningu vitsmunalífs. Þróun tegundar líkri okkar þarf nefninlega alls ekki að vera viðburður sem er mjög líklegur.
Eins eru 20 ár frekar stuttur tími en fólki er frjálst að dreyma.
Hittum geimverur innan 20 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Mér finnst afar ólíklegt að við séum einu kvikyndin í alheiminum; Að auki finnst mér einnig ólíklegt að við séum fremstir í vitsmunum í öllum alheiminum.
Hvenær við hittum aðrar geimverur skal ég láta ósagt.
doctore 28.6.2011 kl. 09:53
Miðað við þann fjölda pláneta í hinum "þekkta" alheimi þá er ég þess fullviss að það eru til margar plánetur með vitsmuna lífi, aftur á móti tel ég 20 ár að hitta slíkar verur mjög bjartsýna spá.
Einnig veit ég ekki hvernig upprunalega fréttin var sem þessi byggir á en það er ekki víst að hann sé að tala um vitsmunalíf þegar hann nefnir 20 árin, heldur líf almennt og það eru spá sem gæti alveg gengið upp.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.6.2011 kl. 10:21
Ég held að vandamálið sé frekar það að tugi geimvera eru nú þegar að fylgjast með þróun okkar og vilja lítið skipta sér af þróun okkar.
Ég hef séð margt furðulegt í eigin persónu sem bendir til þess að þær séu búnar að fylgjast með okkur mjög lengi og að þær hafi mörg markmið við eigin þróun sem við höfum áhrif á.
Kannski er ástæða til að trúa því að innan við næstu 20 ár sjái þær ástæðu til að kynna okkur fyrir nágrönnum alheimsins. Ég vona svo innilega!
Troska Jóns 28.6.2011 kl. 10:45
Að finna líf í okkar sólkerfi á næstu áratugum er eitthvað sem eru sæmilegar líkur á. Ef ég man rétt á að vera leiðangur til Evrópu, tungl Júpíters, einhverntíman bráðlega.
Það að ég efast um tilvist lífs með sambærilega tegund vitsmuna og við höfum er vegna allra þeirra tilviljana sem þurfa að hafa verið til staðar. Ef við hugsum út í það þá voru forfeður okkar (og við sjálf) mjög léleg dýr með fáa eiginleika sem gerðu þau samkeppnishæf við önnur dýr. Það sem helst hélt okkur frá því að deyja út, sem var nálegt því að gerast nokkrum sinnum, var það að við lyktum illa og erum bragðvond þannig að rándýr vilja helst ekki leggja okkur sér til munns.
Tölfræðilega er nánast öruggt að tegund sambærileg okkar sé, hafi eða muni verða til einhversstaðar í alheiminum. Hversu líklegt það sé að þróun lífs leiði það af sér er hægt að rökræða lengi.
Axel Þór Kolbeinsson, 28.6.2011 kl. 10:55
Smoke DMT meet Aliens!
Ég er ekki að grínast leitið "DMT experience" og þið getið séð fólk lýsa hvað gerist þegar það tekur þetta efni, það gerist oft að fólk hittir verur t.d. Grey, Reptilian, Praying Mantis Aliens.
Líka það að þú framleiðir DMT náttúrulega þegar þú sefur, við höfum náttúrulegt ofskynjunar lyf í okkur er það ekki amazing ?!!
Sig R. 28.6.2011 kl. 15:12
Já einmitt, taka inn dóp; Right... Gerist varla heimskulegra :)
Nema þá hjá honum Mofa þar sem hann er að rugla um þetta sama mál; Tekur allt sitt frá heimskustu og óheiðarlegustu ruglukollum sem hann finnur á netinu;
Hann trúir því að Guddi hafi galdrað upp alheiminn, svo Mofi og aðrir álíka geti síðar sest við hlið hins ógurlega geimgaldrakarls sem tekur heimsku og fáfræði fram yfir allt annað.
DoctorE 28.6.2011 kl. 17:36
Tek ég þá dópneyslu framyfir ruglið í Mofa hvenær sem er.
Stebbi 28.6.2011 kl. 18:47
gaman væri nú að fá að upplifa það að vitsmunalegt líf finnist á minni lífstíð :)
en mig langar til að benda á það að DMT er ekki "dóp"
vísindamenn hafa gert heimildarmynd um þetta sem kallast DMT: The Spiritual Molecule og satt er það að þetta lyf er það sem lætur okkur dreyma á næturnar, án þessa lyfs í okkur myndum við deyja.
hægt er að finna það í öllum hlutum sem sofa.
hinsvegar vil ég nú ekki segja að þetta lyf hafi nokkuð með geimverur að segja, frekar að fólk fær sína eigin upplifun af alheiminum :)
Vicky 28.6.2011 kl. 19:18
Já sá upplifun getur haft með sér margar skrítnar verur, það er satt að þetta er ekkert dóp þar sem þetta náttúrulega finnst í líkamanum okkar svo ég sé að þetta er mjög mikilvægt efni til þess að rannsaka frekar.
Er ekki eigin upplifun, upplifun allra það er það sem ég fæ úr psychedelics er að við erum öll tengd og vísindamenn eru sammála. Tala um að consciousness sé non-local sem þýðir að við erum allstaðar og nein staðar á sama tíma.
DMT getur sýnt þér margt um sjálfan þig. :)
Sig R. 28.6.2011 kl. 20:46
Þetta er alveg líklegt. "Geimvera" þarf ekki endilega að vera eins og hún lýtur út í bíómyndum, þ.e. vitsmunavera. Mun líklegra tel ég og ég held að þessir vísindamenn hafa verið að meina bakteríur og örverur sem lifa í vatni. Ef slíkar verur lifa hér í vatni þá er allt eins líklegt að þær geri það annarsstaðar í geimnum og ef þær eru annarsstaðar í geimnum þá má alveg kalla þessar örverur geimverur.
Þórarinn 29.6.2011 kl. 16:44
Sagði Stephen Hawking ekki að það heimskulegasta sem mannkynið gæti gert væri að leita uppi geimverur? Það gæti verið eitt það versta sem gæti komið fyrir okkur að finna þær :)
Stjáni 30.6.2011 kl. 00:45
Jafnvel þótt þær verur væru friðsamar þá myndi áfallið og álagið af því að hitta þær reyna mikið á hópsál mannkynsins, því þær væru svo gríðarlega framandi. Svo má ekki gleyma augljósustu hættunni á samskipum við verur frá öðrum heimum en það eru blessaðar bakteríurnar og vírusarnir...
Hinsvegar ef mín tillfinning reynist rétt þá mun mannkynið eyða næstu þúsundum ára í að leita að vitsmunalífi án þess að finna nokkuð og mun hægt og bítandi verða örlítið biluð vegna þess.
Axel Þór Kolbeinsson, 30.6.2011 kl. 08:15
Sig R. sagði allt sem segja þarf. : )
Davíð Þór Þorsteinsson, 1.7.2011 kl. 05:08
Einu sinni héldu menn að jörðin væri miðpuntkur alheimsins sem allt snerist um, sólin og allt annað. Nú vitum við að við snúumst um sólina, sem er mun stærri en jörðin, en þó aðeins ein milljarða sólna, sem agnarlítið snjókorn í óendanleika geimsins. En menn sem dirfðust að tala um slíkt þegar það var í óþökk stjórnvalda hér áður fyrr, voru drepnir, brenndir á báli og svo framvegis, þegar það reyndist ekki nóg að hæða þá, spotta, kalla vitleysinga og fífl og auðtrúa fávita sem væru gefnir fyrir hindurvitni og ævintýri og létu ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur, reyndist ekki nóg....því sannleikurinn mun koma fram....
Ef jörðin okkar var nú ekki miðja alls eftir allt saman...hví skyldi aðeins hér reynast líf? Og hví skyldym við ein vera mest og best? Og hví skyldu þeir vera brjálæðingar sem dirftast að efast um það? ...
Er það ekki bara þinn eigin hroki sem lætur þig halda það, rétt eins og hrokinn fékk menn áður til að brenna sér lítillátari menn á báli, sem skildu rétt sinn stað í alheiminum?
Er það ekki bara af ótta við að glata þínu eigin egói og þurfa að brjóta odd af oflæti þínu sem þú óttast slíkar uppgötvanir?
Og ertu þá nokkuð svo ólíkur þeim sem brenndu aðra á báli hér áður fyrr.
But, is the Truth Out there? 1.7.2011 kl. 05:42
Því afhverju brenndu menn aðra á báli? Því þeir sögðu hluti sem leið fjöldanum líða illa, aðeins minna mikilvægum, ekki jafn miklum miðdepli alls sem er. Og afþví þeir voru ekki pólítískt korrect og afþví að þeir töluðu um hluti sem yfirvöld voru ekki sammála og sögðu ekki það sem ÞEIR ÁTTU AÐ SEJGA...heldur voru frjálsir menn sem dirfðust að draga skynsamlegar frekar en hrokafullar ályktanir. Það þarf ekki meira en horfa upp í stjörnubjartan himingeiminn til að skilja að við erum agnarsmá. Það veit það hvert barn sem Galileo vissi.
But, is the Truth Out there? 1.7.2011 kl. 05:45
Skoðið þetta vídeó. http://www.youtube.com/watch?v=VeItzlkOuoo&feature=player_embedded Nýr ættflokkur fannst nýlega í skógum Brasilíu. Vísindamenn rannsaka hann gegnum gerfihentti og með loftljósmyndum, en vilja ekki hitta þá augliti til auglitis, af tillitssemi við menningu hinna innfæddu, og af ótta við að þeirra viðkvæma ónæmiskerfi, óvant nútíma sjúkdómum, þoli ekki nærveru þeirra og þeir veikist, svo óspillt er þetta fólk, en frumbyggjar verða oft fárveikir af nærveru nútímamanna. Frummennirnir bregðast við í ótta með að skjóta örvum að þyrlunum sem fljúga yfir og þeir telja líklega hættulega stóra ránfugla eða eitthvað slíkt. En hvað eru svo sem öll okkar kjarnavopn? Erum við svona agalega stór og við höldum? Og er víst að allir sem vita af okkur vilji að við vitum um þá?
En hrokinn hristir af sér öll sannleikskorn sem gæs vatni.
But, is the Truth Out there. 1.7.2011 kl. 05:52
Þú mættir lesa bloggið betur áður en þú sakar aðra um hroka But. T.d. fyrstu setninguna.
Það að fólk skuli trúa því staðfastlega að vitsmunalíf sé út um allt í heiminum er einmitt leyfar af þeim sama hugsunahátti og þú talar um. Í okkar sjálfhverfa heimi lítum við á okkur sem æðstu tegundina á þessum hnetti og teljum að það sé óhjákvæmilegt að líf þróist áfram í átt að fullkomnun. Gallinn er sá að þessi hugsunaháttur eru leyfar semitískra sköpunarsagna en á ekkert skylt við raunveruleikann.
Líf aðlagar sig að aðstæðum og þær aðstæður sem þurfa að vera til staðar til að lífvera fari á þá braut að auka svokallaða vitsmuni sína frekar en aðra eiginleika sem eru vænlegri til að auka lífsmöguleika þeirrar lífveru.
S.s. til að koma því í eina setningu fyrir þig þar sem þú last greinilega ekki það sem var skrifað á undan:
og af veru minni á þessum hnetti efast ég oftar um að vitsmunir fyrirfinnist hér.
Axel Þór Kolbeinsson, 1.7.2011 kl. 08:36
Semetískur hugsunarháttur, bla bla?
Þarna kolféllstu af tveimur ástæðum. Það er ekki einu sinni leyfilegt samkvæmt bókstafstrúarhugsunarhætti að gefa þessu sénsinn. Að vísu er einn og einn lægra settur sérvitringur í Vatíkaninu búinn að gefa græna ljósið. En samkvæmt þessum trúarbrögðum og flestum öðrum erum einmitt við mest og best og frábærust. Og ekki bara það heldur EIN. Það er aldrei talað um aðrar vitsmunaverur, bara yfirnáttúrulegar verur, en samkvæmt semískri trú eru jafnvel englarnir einmitt óæðri manninum. Þess vegna einmitt varð "sá vondi" "afbrýðissamur" skv. kristinni sköpunarsögu.
Að eitthvað sé "semískt" gerir það hins vegar ekkert verra. Gyðingar komu frá Súmeríu, þar sem vagga menningar mannsins var, fóru þaðan gegnum Egyptaland og Babýlón, eða söfnuðu að sér áhrif allrar merkustu menningar sem hefur verið til. Þess má aftur á móti geta að allt það fólk sem þeir fóru í gegnum, svo og fólkið á pre-semískum upprunaslóðum þeirra í Súmeríu (ef þú trúir að Abraham hafi verið til, sem theoretically er vafamál) trúði að það hefði fengið menningu sína að láni frá þróaðri verum, sem voru ekki draugar og englar heldur af holdi og blóði eins og það sjálft. Það er önnur saga. Gyðingar hafa 5000 ára sögu af hámenningu og borgarmenningu og við getum ekki beinlínis hrokast yfir þá með hástemdum yfirlýsingum um "semískar" meinsemdir.
Ég á bágt með að trúa að við séum virkilega ein í heiminum.
Og það væri mjög gott ef svo væri ekki, því þá er grunnurinn hruninn undan öllum ofstækisfullum bókstafstrúarkenningum sem gera mestan skaða í dag, undantekningalaust. Enginn Westbro Baptist. Enginn Bin Laden. Allt horfið. Nema auðvitað þeir sem myndu halda dauðahaldi í þetta væru allt blekkingar djöfulsins. Aðeins vitrænni form trúarbragðanna myndu lifa slíkt af. Og manndýrkun eins og birtist í militant kommúnisma, sem heldur virkilega að mannlegt kerfi muni geta leyst öll heimsins vandamál, myndi líka hrynja, því mannkynið myndi læra smá auðmýkt, í fyrsta sinn, eftir að hafa nært sig á hroka trúarbragða og hugmyndafræði í þúsundir ára.
Það hafa ýmsir ymprað á því svo sé ekki gegnum aldirnar, hér í þessari heimsálfu, en það er fyrst núna orðið óhætt að gefa því sénsinn, annars hefðirðu bara endað beint á bálinu eins og fyrir sólmiðjukenninguna eða annað, nema auðvitað þú hefðir tekið fram þetta væru bara "djöflar í dulargerfi" eða annað sem stangast ekki á við bókstafstrúarkenningar kirkjunnar, sem reyndar eru byggðar á allt öðru en bókstafnum, ef þú skoðar hann, til að flækja málin enn frekar.
But, is the Truth Out there? 3.7.2011 kl. 09:22
Í stuttu máli, umburðarlyndi er undirstaða friðar, auðmýkt er undirstaða umburðarlyndis. Meðan við erum örugglega, eða næstum því örugglega, mest, best og ein í þessum heimi, er þetta allt mikið erfiðara. Það er erfitt fyrir þann sem er mestur, bestur og einn að finna minnstu auðmýkt, og þar með ástæðu til umburðarlyndis, í eigin barmi. Núverandi heimsmynd er okkur því afar óholl og í heimi sem er óendanlega stór og við vitum í raun næstum ekkert, sannar hún beest hvað við erum stutt kominn. Þegar mannkynið skiptir öllum sínum "correct" hugmyndum út fyrir stórt spurningarmerki, sérstaklega um sjálft sig, þá fyrst fara hlutirnar að lagast hér.
But, is the Truth Out there. 3.7.2011 kl. 09:29
Semitísk trúarbrögð eru fleiri en bara Gyðingdómur og hafa átt þátt í því að móta hugsunarhátt helmings mannkynsins.
Ég hef einmitt hvergi gefið í skyn að mannveran sé eitthvað sérstök, bara mjög ólíkleg. Allt líf er sérstakt og við erum bara ein af mörgum tegundum lífs, ekkert betri og mögulega verri en margar aðrar tegundir sem hafa lifað mun lengur en við þar sem þær hafa aðlagst svo vel að þeim aðstæðum sem þær búa í.
Vitsmunir eins og við viljum skilgreina þá tel ég að séu ekki líklegir vegna þess að ég met þá ekki mikils sem hæfileika tegundar til að lifa af. Þar er stóra spurningamerkið.
Axel Þór Kolbeinsson, 3.7.2011 kl. 11:35
Gyðingdómur, líkt og öll trúarbrögð, er "hugmyndafræðilegur kynblendingur". Gyðingdómur er undir sterkum áhrif frá fornum trúarbrögðum Írans, en þaðan kom dúalismi Gyðingdóms, sem var ekki hluti hans áður en Írönsku áhrifin komu til sögunnar. Íranir eru ekki Semítar heldur Indó Evrópsk þjóð. Gyðingar sjálfir eru fjölætta og fjölkynþátta, upprunnir meðal þjóða sem ekki voru semítar, til dæmis Súmera, samkvæmt bæði þeirra eigin sögu, og því sem talið er líklegast í dag. Trúarbrögðin þeirra bera merki þessa uppruna. Gyðingur er því blendingur fjölda trúarbragða sem alls ekki voru "semísk", með sinn sérstaka keim og útfærslu. Ein önnur trúarbrögðin sem kalla má semísk, eru hinir fjölmörgu flokkar Islam, sem er "semískasta trúin", því hún er mjög blönduð semískri heiðni (en það er Gyðingdómur furðu lítið, miðað við mun eldri áhrif, frá því áður en Semítar urðu til, svo sem Írönsk, og einnig, jafnvel fyrir daga Kristindóms, eins og þú sérð augljóslega á því að skoða nútíma Gyðingdóm, og allir rabbíar viðurkenna, einnig af Platónisma, það er að segja grísk áhrif, og svo er það þriðji flokkurinn, hinir mörgu flokkar kristni, sem er blanda af ýmis konar heiðni, með enn sterkara Persnesku ívafi en Gyðingar. Þar fyrir utan telst ekkert trúarbragð "semískt" nema alls konar áhrifalausir litlir trúflokkar sem skipta engu máli. Það sem þú kallar "semískt", að setja manninn efstan og mestan, er það alls ekki, og er upprunið frá þjóðum sem voru til áður en nokkur rit eru til sem sanna tilvist semískra þjóða á þeim tímum yfirhöfuð. En þekking kostar mikla tíma og fyrirhöfn, lestur og sannleiksleit, heiðarleika og sannleiksþrá. Sönn þekking dekrar ekki við egó manns, svo sem að hefja sig yfir einn og annan, eða telja sig afar frábrugðin þeim, svo sem "Semíta". Semítar eru allt og allir, lengst aftur í fornöld, ef þú telur Gyðingana með það er að segja, meðan þú sjálfur ert afsprengi part-semískrar menningar, gegnum Kristindóm og ýmis afsprengi hans, svo sem félagshyggju og jafnaðarmannastefnuna, sem eru hans skilgetnu afkvæmi, og það getur þú aldrei sprengt af þér sama hvað þú reynir það með hroka þínum. En Ignorance er bliss eins og þeir segja. Og þú mátt halda áfram að lifa í þínum einfalda heimi einfaldaðrar svart-hvítrar, semísk/indó hugsunarháttar, sem er byggður á sandi, og mannkynssagan afsannar ef þú þorir að lesa hana að neinu ráði, og ekki bara hraflið sem er hent eins og hverju öðru rusli í illa upplýstan og fróðleikslatan fjöldan. Og ég hef ekki sagt þér neitt sem allir mjög vel menntaðir menn hér á plánetunni vita ekki.
But, is the Truth Out there. 4.7.2011 kl. 05:38
Frá því áður en semítar urðu til setningin brenglaðist aðeins og átti að vera "svo sem Súmera, og eins eru þau blönduð Persneskri". Persar eru ekkert svo óendanlega gamlir heldur, í raun og veru. Ég hef á tilfinningunni það stoði lítið að tala mikið meira við þig. Þér mun ganga eins vel og þú villt, í nákvæmlega réttu hlutfalli við hroka eða hrokaleysi. Hroki er fyrst og fremst að þykjast vita það sem maður ekki veit. Sama um hvað það er. Semíta eða geimverur. Ég veit nógu mikið til að vita ég veit nánast ekkert. Það er mikil frelsistilfinning. Fölsk þekking er ánauð.
But, is the Truth Out there. 4.7.2011 kl. 05:42
Biðst svo afsökunar að þetta má túlka sem full harðort og misskilja á ýmsa vegu. Þessi orð eru ekki illa meint. Ýmis aðgreiningar og flokkunar hugtök sem menn nota, svo sem "semítar", eru notuð af hreinum hagkvæmnisástæðum af sannmenntuðu fólki, en allur almenningur étur þau svo upp eins og "sannleika" og hefur ekki einu sinni lesið Biblíuna sína, hvað þá þær bækur sem geyma hugmyndir þeirra þjóða sem höfðu áhrif á mótun Biblíunnar, sem breytist frá einu versi til annars, einum kafla til annars, eins og þjóðin breyttist. Dúalisminn til dæmis og hugmyndin um helvíti koma til dæmis bæði upphaflega frá Persíu.
En hver getur svo sem ætlast til þess að fólk lesi eða hafi áhuga á fortíðinni, í heimi þar sem meira en níu af hverjum tíu manns vinna við sjálfskipað "risk assessment" hjá alheiminum, og telja sig færa um að reikna út ráðgátur hans út frá einhverjum heimasmíðuðum líkindareikningi. Og síðan reiknar hver og einn dæmið á sinn eigin hátt, og ber ekki saman um niðurstöðurnar, og þá þurfa allir litlu alvitringarnir að fara að henda kjarnorkusprengjum á hvern annan.
Það besta við það ef geimverurnar kæmu, eða eitthvað ennþá óvæntara, væri að þá hefðu allir rangt fyrir sér í smá stund. Meira að segja nýaldarmennirnir, og ég er ekki einn þeirra, því varla líktust þær ævintýrunum þeirra mikið.
Það er kominn tími til að við verðum öll kjaftstopp. Annars fer þetta bara allt á versta veg.
But, is the Truth Out there 4.7.2011 kl. 06:04
Það eru rúmlega hundraðþúsundmilljónir sólna í okkar vetrarbraut og það eru til rúmlega hundraðþúsundmilljónir vetrabrautir og stjörnuþokur þannig að líkurnar á vitsmunalífi á fleirri stöðum í alheiminum eru miklar en vegalengdirnar í alheiminum eru hrikalega stórar. Reyndar eru þetta svo stórar vegalengdir að við skiljum þær ekki, jú við getum séð þær sem tölur á blaði en raunveruleg tilfinning á stærðinni er ekki í samræmi við rauanveruleikann.
Mesta fjarlægð Mánans frá jörðu eru 405.500 km en minnsta fjarlægð, 363.300 km. Ef maður gæti gengið til Mánans og gengi 50 km á dag þá tæki það 19-22 ár að ná á leiðarenda. Ferðalag til Sólarinnar á sama hraða tæki vegfarandann rúmlega 8000 ár.
Þó líkurnar á tilvist annarra vitsmunavera í alheiminum séu yfirgnæfandi þá eru líkur okkar á því að ná sambandi við þær sem eru í okkar Vetrarbraut hverfandi, a.m.k. með tækninni í dag og engar ef þær eru staðsettar í öðrum stjörnuþokum.
Hins vegar má ekki gleyma því að fyrst að jörðin er í geymnum þá hljótum við að vera geimverur, a.m.k. í augum geimvera.
Jóhannes 4.7.2011 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.