. - Hausmynd

.

Leggja niður SGS

Ég legg það til að SGS verði lagt niður, og vona að verkalýðsleiðtogar á landsbyggðinni lesi þennan stutta pistil.

SGS hefur aldrei verið annað en vettvangur til rifrilda á milli flóabandalagsins og afgangsins af verkalýðsfélögunum.  Í raun má segja að SGS hafi verið dauðadæmt um leið og flóinn sagði sig frá samstöðu verkalýðsfólks og fór að "undirbjóða" verkalýðinn á landsbyggðinni í kjarasamningum.  Það skipti fólk á sv-horninu nefnilega ekki máli hvert taxtakaupið væri því flestir fengu greidd markaðslaun.

Í öðru lagi hafa verkalýðsfélögin sjálf stækkað með þessum sameiningum sem hafa orðið undanfarin áratug eða svo, þannig að þau eru að nálgast stærð gömlu landsfjórðungssambanda alþýðusambandsins.  Nær væri að styrkja þau aftur og fara á sama tíma í gegnum lagabreytingar sem auðvelda hinum almenna félagsmanni að taka þátt í starfinu.

 


mbl.is Reynt að lægja öldurnar fyrir þing SGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég tek undir þetta hjá þér Axel, en vil bæta við áskorun til allra verkalýðsfélaga að ganga úr ASÍ.

Síðan eiga landsbyggðarfélögin að mynda sér nýjan vettvang til samstarfs, án þess þó að skerða rétt hvers félags. Slíkur vettvangur gæti orðið mótvægi við pólitískt rekið ASÍ.

Það verður þó að gæta þess vandlega að slíkur vettvangur væri eingöngu byggður á þörfum og vilja þess fólks sem í aðildarfélögum þess eru og að lýðræðið væri haft í forgrunni við kosningu til stjórnunar slíks vettvangs. Þá á ég við beint lýðræði, ekki fulltrúalýðræði.

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband