. - Hausmynd

.

Skipting þingsæta

Ef að niðurstöður kosninga yrðu eftir þessari skoðanakönnun myndu þingsæti skiptast svo:

  • Framsóknarflokkur 10 þingmenn (+1)
  • Sjálfstæðisflokkur 24 þingmenn (+8)
  • Samfylkingin 14 þingmenn (-6)
  • VG 9 þingmenn (-5)
  • Hreyfingin 0 þingmenn (-4)
  • Aðrir 6 þingmenn (+6)

Innan sviga er breyting frá síðustu kosningum.  Við breytingu á Hreyfingunni geng ég út frá kosningaúrslitun Borgarahreyfingarinnar, og leyfi mér að setja alla aðra saman í eitt framboð.

Nú ef við lítum á þetta aðeins raunsærra og gefum okkur það að Aðrir bjóði fram í sitthvoru lagi þannig að ekkert þeirra framboða rjúfi 5% múrinn myndu þingsætin skiptast svo:

  • Framsóknarflokkur 11 þingmenn (+2)
  • Sjálfstæðisflokkur 26 þingmenn (+10)
  • Samfylkingin 16 þingmenn (-4)
  • VG 10 þingmenn (-4)
Takið endilega þátt í minni eigin óvísindalegu skoðanakönnun hér til hægri.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er það ekki alveg ótrúlegt að Framsókn og Sjálfsæðismenn bæti við sig þingsætum, eins og gerðir þeirra hafa verið undanfarið.  Og að Samfylkingin og V.G. tapi ekki meiru.  Hvað er eiginlega að íslendingum? Eða ef til vill hvernig hljómuðu spurningarnar sem spurt var?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 16:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað með þessa klassisku lokaspurningu; Ef ekkert er valið, myndir þú þá kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 16:31

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Spurt var:
Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Styður þú ríkisstjórnina?

Capacent-Gallup hefur notað þessar spurningar lengi og hafa verið frekar nálægt kosningaúrslitum þegar þeir gera skoðanakannanir rétt fyrir kosningar þannig að þessi aðferðafræði virðist virka.

13,5% eru óákveðnir eða neita að svara þannig að þar gætu verið einhverjar fylgisbreytingar.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2011 kl. 16:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey hefurðu einhverjar skýringar á af hverju þeir spyrja svona þ.e. Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Er þetta ekki kallað leiðandi spurning?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 17:15

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jú, þetta er leiðandi spurning, en hún er spurð ef ekkert svar hefur fengist við þeim tveim sem eru á undan í röðinni til þess að þvinga fram eitthvað svar.  Ástæðan fyrir því að þeir nota Sjálfstæðisflokkinn er sú að hann hefur sögulega verið stærsti flokkurinn og út frá afstöðu til þessarar spurningar er hægt að fá tölfræðilega jöfnun á fylgistölum.

S.s. ef ég yrði spurður þessarar spurningar og myndi svara "allt annað en Sjálfstæðisflokkinn!" væri þá hægt að skipta skoðun minni niður á hina flokkana miðað við þau hlutföll sem þau þegar hafa.

M.ö.o. þá myndi mitt eina "atkvæði" skiptast svona:

  • Framsókn =  0,24
  • Samfylkingin = 0,34
  • VG = 0,23
  • Hreyfingin = 0,05
  • Annað = 0,14
Þetta er náttúrulega einfaldað dæmi hjá mér, og getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2011 kl. 17:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta er einhvernveginn of flókið held ég.  En það væri gaman að vita samt hvort þetta er svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 17:39

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið það eina sem heldur lífinu í núverandi stjórn er ofurhræðsla fólks við að Framsókn og Sjáfstæði nái aftur meirihluta óttinn er svo mikill að allt kerfið er hætt að virka til handa lýðræðinu og flokksræðið hefur undirtökinn ennþá allavega miðað við skoðanakannanir

Sigurður Haraldsson, 6.10.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband