. - Hausmynd

.

Dautt mál

Ef þetta frumvarp skyldi eihvernvegin komast í gegnum þingið verður undirskriftasöfnun sett í gang til að knýja málið í þjóðaratkvæði þar sem það fær endanlegan dauðadóm.

Ég hvet flutningsmenn til að draga frumvarpið til baka, ellegar þingheim til að fella það ef það nær það langt. Það er óþarfi að eyða hundruðum milljóna í mál sem er fyrirséð að verði aldrei samþykkt.


mbl.is Hvetja þingmenn til að samþykkja áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála !

Birgir Guðjónsson 28.2.2017 kl. 18:55

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er gott að þið skulið telja ykkur þess umkomna að mæla fyrir um hvað annað fólk aðhefst. Hvaðan ætli sá réttur komi ykkur?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.3.2017 kl. 00:09

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kæri Þorsteinn. Mér er nokk sama hvað annað fólk gerir svo lengi sem það brýtur ekki á rétt annarra. Einstaklingar geta mín vegna drukkið áfengi þegar því sýnist og ekkert í núverandi fyrirkomulagi á sölu áfengis hindrar fólk til þess.

Það eina sem ég er að segja er að sala áfengis í matvörubúðum er eitthvað sem mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur miðað við skoðanakannanir og því er útséð að ekkert annað mun gerast en það sem ég taldi upp hér að ofan.

Ég hef aldrei mælt fyrir því hvað annað fólk aðhefst, eins og þú ritar hér að ofan og líkar það illa að mér séu gefnin orð eða skoðanir sem ekki eru mínar þótt ég sé ýmsu vanur.

Axel Þór Kolbeinsson, 1.3.2017 kl. 08:16

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Með því að banna fólki að opna vínbúðir eða meina því að selja vín í matvörubúðum ertu að mæla fyrir um hvað annað fólk aðhefst. Spurningin er sú hvað þú telur veita þér þann rétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2017 kl. 19:15

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hef engan rétt til þess, og hef hvergi sagt svo. Ég hvatti hinsvegar Alþingi til þess að fella það frumvarp sem um er rætt. Þann rétt hef ég líkt og aðrir íbúar landsins samkvæmt 73.gr Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands. Alþingi hefur rétt til þess að hamla atvinnufrelsi samkvæmt 75.gr Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Ennfremur kom ég þeim skilaboðum áleiðis að ef frumvarpið yrði samþykkt af Alþingi þá færi undirskriftarsöfnun af stað til að skora á Forseta Lýðveldisins að neita að skrifa undir, og miðað við þá andstöðu sem er við hugmyndina um frjálsa sölu áfengis miðað við skoðanakannanir þá væru nægjanlega margir sem gerðu það til að Forseti hlyti þó að íhuga það alvarlega. Að láta í ljós skoðanir sínar, t.d. með að skrifa undir undirskriftarsöfnun er réttur sem allir hafa samkvæmt 73.gr Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands .Forsetinn hefur rétt til að neita að skrifa undir lagafrumvörp, og þann rétt hefur Forseti frá 26.gr Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Ef svo færi, eins og ég tel líklegt, að Forseti neitaði að skrifa undir lagafrumvarpið þá yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið þar sem það yrði að öllum líkindum fellt, aftur miðað við skoðanakannanir. Almenningur hefur þann rétt frá 26.gr, og sá réttur er nánar útlistaður í 3.gr, 11gr og 31.gr. 

Þar með hefur Alþingi sóað nokkur hundruð milljónum króna til einskins. Sem er það eina sem ég sagði í þassarri litlu bloggfærslu.

Ef þó ert ósáttur við stjórnarskránna þá er ekki við mig að sakast, og ef skyldir vilja skilja eftir athugasemd aftur þá óska ég þess að þú vænir mig ekki aftur um að ég segi fólki fyrir, og þaðan af síður að þú spyrjir mig hvernig mig detti í hug að ég hafi þann rétt þegar ég hef hvergi sagt svo.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.3.2017 kl. 20:04

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú ert andvígur frumvarpi um að afnema höft á frelsi fólks, þá ert þú líka andvígur þessu sama frelsi þess. Þetta er nú ekkert voðalega flókið, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2017 kl. 22:06

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvar hef ég sagt að ég sé andvígur frumvarpinu?

Þorsteinn minn. Ég held að þú þurfir að láta athuga lesskilning þinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 07:48

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Ég hvatti hinsvegar Alþingi til þess að fella það frumvarp sem um er rætt." segir þú. Samt ertu ekki andvígur frumvarpinu? Ertu þá ósammála sjálfum þér eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2017 kl. 11:08

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Virkilege?

Lestu allt það sem ég er búinn að skrifa hérna, og lesta það svo aftur. Prófaðu að lesa það í heild sinni, sem eina samfellu og ekki neitt annað en er skrifað.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 13:01

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

...og horfðu fram hjá einstaka innsláttarvillum í athugasemdunum þar sem ég á erfitt með að leiðrétta þær eftir á. Hér fyrir ofan á að sjálfsögðu að standa lestu, en ekki lesta.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 13:03

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú skrifar þetta sjálfur. Tæpast ertu nú í alvöru að ímynda þér að forsetinn færi að setja mál af þessu tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt hefur aðeins gerst tvisvar. Í fyrra skiptið varðaði málið mikla skerðingu á frelsi fjölmiðla og í síðara skiptið þjóðarhagsmuni sem skiptu hundruðum milljarða.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2017 kl. 18:00

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þrisvar. Icesave fór tvisvar í þjóðaratkvæði. Ég ætti nú að muna það.

Að öðru leiti hef ég sagt tvisvar hver mín skoðun er, og það er að málið verði ekki samþykkt. Punktur.

Aðrar skoðanir hefur þú búið til í þínu eigin höfði.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.3.2017 kl. 18:34

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Hvar hef ég sagt að ég sé andvígur frumvarpinu?"

"Að öðru leiti hef ég sagt tvisvar hver mín skoðun er, og það er að málið verði ekki samþykkt. Punktur."

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2017 kl. 11:41

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nú skal ég reyna að útskýra þetta fyrir þér með einfaldri samlíkingu líkt og ég væri að reyna að útskýra fyrir barni.

Ég er þess fullviss að veturinn taki enda og sumarið taki við, óhað því hvað aðrir vilja, og er nokkuð viss um það að meginhluti þjóðarinnar telji það líka.

Þarna er um að ræða skoðun á hvernig árstíðir taka við af hverri annarri og því að meirihluti þjóðarinnar telji það líka. Þarna er ekki sett fram skoðun á því hvaða árstíð ég kýs, eða hvernig veðurfar verði í sumar.

Á sama hátt hef ég lýst minni skoðu á því hvað ég telji að muni gerast ef frumvarpið verði að lögum og því að ég sé ósáttur við kostnaðinn sem fellur til ef svo gerist. Það er engin skoðun sett fram um frumvarpið sjálft.

Ef þú nærð þvessu ekki ennþá þá skaltu finna einhvern annan til þess. Ég haf margt betra að gera en að skrifa það sama margoft á mismunandi hátt.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.3.2017 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband