. - Hausmynd

.

Helgarferð hjónanna

Nú veit ég ekkert um raunir þessa fólks sem talað er um í greininni, en för okkurrar hjóna umhverfis landið var þannig að í hvert skipti sem við stoppuðum fór helmingur tímans í að tína upp alls konar rusl; sígarettustubbar og klósettpappír þar vinsælast. Eitthvað þekki ég það rusl frá samlöndum mínum, en aldrei áður hef ég séð eins mikið. Eins keyrðum við fram á erlendan mann míga í runna við hliðina á tveim kömrum sem hafa verið settir upp við brúnna yfir Jökulsá á dal.

Ekki get ég sagt til um hvernig hefur verið umhorfs við vinsælustu ferðamannastaðina á suður- eða norðurlandi því þar voru engin bílastæði laus, og þótt þau hefðu verið þá hefði ekki viljað sjá þá staði öðruvísi en í minningunni úr því sem komið er.

 

Eitt verð ég að bæta við hér neðanmáls, en það er að salernið sem er risið við Helgustaðarnámu er vel út garði gert og umhverfið allt snyrtilegt. Það er mín von að ekki verði byggð bílastæði fyrir tugi rútna og hundrað bíla ásamt rúllustiga til að hleypa enn fleirum með þjófna fingur upp í námuna.

En nú er svo komið að fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur og höfum ferðast árlega um landið að best er að vaka og ferðast á nóttunni og sofa yfir hádaginn til að hafa einhverja nautn af.


mbl.is Urðu fyrir aðkasti í húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband