. - Hausmynd

.

Þetta stenst ekki!!!

Ókei.  Af þeim sem vilja taka upp annann gjaldmiðil vilja 70,3% EUR, 25,7% USD, 14,1% NRK og 3,9% annað.

70,3+25,7+14,1+3,9=114

 

Semsagt; miðað við þessa frétt vilja 114% þeirra sem vilja taka upp annan gjaldmiðil taka upp annan gjaldmiðil.  Þetta bara stenst ekki!!!

 

Bætt við smámynd af hvernig fréttin var rituð þegar þessi færsla var birt.

mbl frétt - evruskipti


mbl.is Langflestir þeirra sem vilja skipta velja evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Krónan er fimmti (eða fyrsti) valmöguleikinn í könnuninni.  21,6% vilja halda henni á meðan samtals 56,4% vilja skipta.  Ég ætlaði að setja þetta upp í kökurit og deila með fólki, en þegar stærðfræðikunnátta þess sem skiptir þessum 56,4% niður er ekki nægilega góð þá get ég það ekki.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig grunar að könnunin sjálf sé marktæk þó framsetningin í fréttinni sé villandi, og villur í henni.  Ég sendi mbl.is tölvupóst þar sem ég óska eftir leiðréttingu á þessu.

En svona fljótt á litið þá er skipting svara u.þ.b. svona:

EUR:  36%

Engin skoðun: 22%

ISK: 21,6%

USD: 12,4%

NRK:  6%

Annað: 2%

Þegar mbl leiðréttir fréttina þannig að tölur eru réttar skal ég búa til kökurit.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 12:03

3 identicon

Ég vel krónuna!!! Og sjálfsæðið!!!! Íslenska þjóðin þarf að vera vör um sig núna! Evran eða dollarinn er ekki lausn. Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir ef ekki er farið rétt með hann. Full innganga í Evrópuráðið er ekki lausn heldur. Ég flúði evrópu eftir að búa þar í 30 ár því ég gat ekki lengur sætt mig við ljótann raunveruleikann og fátæktina. Breytingin í evrópu (eftir að landamærin opnuðust og evran varð gladmiðill) er GÍGANTÍSK og fyrir "vejulegt" fólk mjög neikvæð. Þjóðverjar státa sig af því að hafa náð atvinnuleysi niður úr 12% í 3.5% en það tókst þeim með því að breyta atvinnuleysisbótalögum. Nú verður fólk að taka því að vinna fyrir EINA evru á tímann ef það er atvinnulaust og ef það neitar fær það engar atvinnuleysisbætur. Hvað vita margir hér á landi að fjórða hver manneskja í þýskalandi lifir undir fátækramörkum? Ég hreinlega fyllist ótta og reiði þegar ég hlusta á þessar langlokur um að við ættum að vera partur af EU því íslendingar vita ekki, og geta ekki vitað um hvað málið snýst. Þjóðin þarf að ákveða hvort hún vill vera smáþorp í EU eða halda sjálfstæðinu. EU er með nefið ofaní hvers manns koppi og með hrammana á ÖLLUM bissnes og fyrirtækjum og ég sé lífið hér verða að martröð fyrir þessa þjóð ef við göngum í þetta Hitlershugsjónasamband. Almennt erum við ofboðslega dugleg að bjarga okkur og höfum marið erfiðleikana í meir en 1000 ár. ÆTLUM VIÐ AÐ GEFAST UPP NÚNA???????????????????

anna 7.1.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir það Anna.  Persónulega er ég sammála þér en ég vil ekki fara nánar í það núna.

Hinsvegar er það mikilvægt hversu framsetningin á fréttinni er villandi og leiðandi, og svo það að tölulegar upplýsingar passa ekki.  Undanfarið hefur mbl birt fréttir um ýmsar kannanir þar sem hefur verið illa unnið með upplýsingarnar og ekki allt komið fram, eða það sem verra er í þessu tilfelli fréttin verið röng.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 12:33

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart. Eftir því sem fólk hugsar málið betur, þeim mun skýrara verður fyrir fólki mikilvægi þess að vanþróað hagkerfi eins og Ísland hafi fastan gjaldmiðil. Flotkróna er ávísun á efnahagslegt hrun !

Tvær leiðir eru til að taka upp fast gengi. Annars vegar full Dollaravæðing, eða útgáfa nýs innlends gjaldmiðils, sem nýtur baktryggingar í US Dollar. Þessu fyrirkomulagi er stjórnað af Myntráði Íslands. Seðlabankann er hægt að leggja niður, en ýmis verkefni hans færð til annara stofnana.

Ég vil vekja athygli á umfjöllun Morgunblaðsins í dag um peningamálin. Þar er nær engin umfjöllun um Myntráð og það litla sem þar segir, er rangt. Hvað veldur svona aumkunarverðri umfjöllun ? Ég bíð skýringa frá Morgunblaðinu.

Frekari umfjöllun: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/ (skoðið einnig aðrar síðustu bloggfærslur mínar)

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.1.2009 kl. 13:00

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já en Loftur, þetta er engin niðurstaða.  Fréttin er röng eins og hún stendur.  Ef allt er tekið saman eins og gefið er upp í fréttinni þá er svarhlutfall 107,9%.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jæja.  Vísir er með könnunina sjálfa (PDF) og þar er að finna skýringuna á þessum undarlegu prósentutölum.  Fyrir það fyrsta þá eru blaðamenn (eða sá/þeir sem sendu fréttatilkynninguna og blaðamenn birtu án skoðunar) að blanda saman niðurstöðum úr mismunandi spurningum.  Ekki mjög rangt það.

Í öðru lagi þá hafa svarendur fengið að velja fleiri en einn gjaldmiðil þannig að hlutfallið gæti þessvegna verið að 400% af þeim sem vilja annan gjalmiðil svari samtals.  Þessar tvær spurningar er því ekki hægt að blanda saman og fá heildstæða mynd af skoðunum fólks því svarhlutfallið verður alltaf hærra en 100%.

Ég óska hér með eftir því að Capacent-Gallup endurgeri könnunina þannig að svarendur velji einungis eina mynt þannig að hægt sé að fá heildstæða mynd af hlutunum.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

... og hef sent þeim tölvupóst varðandi það.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 13:32

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og mbl.is er núna búinn að bæta við setningunni "Tekið skal fram að í spurningunni var þátttakendum gefinn kostur á að velja fleiri en einn gjaldmiðil." eftir ábendingar.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 13:54

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Einar.

Ég ætla ekki að svara fyrir Önnu varðandi hennar fullyrðingar um atvinnleysisbætur eða annað.  Hinsvegar er ég persónulega á því að íslanska krónan sem gjaldmiðill sé ekkert verri en annar gjaldmiðill.  Reyndar er ég á því að krónan sé Íslendingum betri á meðan við erum ekki aðillar að ESB (sem ég er á móti).  Með krónunni höfum við möguleika á ýmsum hagstjórnunaraðgerðum sem við hefðum ekki með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.

Hinsvegar tel ég að hleypa krónunni á fullt flot árið 2001 hafi verið misráðið, og við ættum ekki að gera það aftur.  Betur væri að stjórna gengi á sambærilegan hátt og í lok tíunda áratugarins, þ.e. með gengistengingu við körfu þeirra gjaldmiðla sem við eigum í mestum viðskiptum við og +/- 10% - 15% flot frá því að hámarki sem ákvæðist á frjálsum markaði.  Lítill gjaldmiðill sjáfstæðar þjóðar eins og okkar er bara of viðkvæmur fyrir spákaupmennsku o.sv.frv. til að þola frjálst flot.

Eitt er það sem fólk verður að hafa í huga varðandi fjárfesta er það að það er ekki krónan sem hefur misst traust sitt heldur er það efnahagslíf og umhverfi Íslands og myndi annar gjaldmiðill engu þar um breyta.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.1.2009 kl. 19:01

11 identicon

Ég get svarað fyrir mig sjálf ;) Einar, ég get hugsað mér að þú búir í suður þýskalandi, sem er enn ríkasti partur þýskalands eða í austur þýskalandi sem hefur fengið ótrúlegt fjármagn eftir að múrinn hrundi, en ég bjó í Reinland Pfals og þar er ástandið ekki gott. Í Nordrein Westfalen, Brandenburg og fleirri sýslum er ástandið alvarlegt hjá almúganum. Nýlega var löng heimildarmynd í þýska sjónvarpinu (er með 4 þýskar stöðvar í TV pakkanum hér heima) um fólk sem sækir matargjafir í "Tafel" og þar kom fram að 4 hvert barn í Berlín lifi við skort, og að 4 hver þjóðverji lifi undir fátækramörkum síðan "Hartz4" var innleitt, og ekki hjálpaði það þegar sjúkrakerfið og orkan voru einkavædd, og allt varð dýrara. Ég á marga vini á Hartz4 og jú þau fengu atvinnuleysisbætur í max 1 ár eða þartil búið var að finna Hartz4 vinnu fyrir þau. Þú ert mjög líklega með góða háskólagráðu í vellaunuðu starfi (ef það er til í þýskalandi) Elsta dóttir mín býr í Stuttgart, gift byggingarverkfræðingi með 6 ára háskólanám og hann er með 1300 evrur nettó á mánuði sem þykir mjög gott. Samt þurfa þau að velta hverju centi til að ná endum saman, með 2 börn. Ég á 5 börn og stórann vinahóp í þýskalandi og veit nokkuð vel hvað ég er að segja. Eins á ég þýska vel mentaða vini hér á Íslandi sem kjósa frekar að búa hér eftir að EU varð að raunveruleika, þrátt fyrir kreppuna hér. Þú ert lánsamur ef þér líður vel og þénar vel, þá ertu virkilega "ekki" einn af massanum sem lifir í EU raunveruleikanum. Og líklega ertu bara búinn að búa stutt í evrópu. Ég ráðlegg þér að fylgjast aðeins betur með. Svo veit hver manneskja að allt nema kaupið hækkaði um helming yfir nótt þegar evran var tekin í gildi. Manstu? Uff, það er ekkert eins og það var!

anna 8.1.2009 kl. 01:33

12 identicon

Sorry Einar en nú er mér allri lokið. Það er reyndar líka til fólk hér á íslandi sem heldur því fram að hér sé engin fátækt, sem er auðvitað rugl, því það er fátækt til allsstaðar, en ég var að fæða og klæða hóp af börnum á þessum tíma. Mikið rétt bæði verðin voru lengi á vörunum úti í búð, en matarkarfan hjá mér fór úr 103DM í 89Euro á EINNI VIKU í Kaufland. Fyrstu vikunni sem maður gat ekki notað DM lengur! Tæplega helmings hækkun!!! Eftir það þurfti ég að versla í Aldi :(   Það ber ÖLLUM Þjóðverjum sem ég þekki saman um að þetta EU dæmi hafi engu breitt til batnaðar. Já mjólkurlíterinn er misdýr eftir sýslum í þýskalandi, og eftir búðum líka, eins og hér, en maður lifir ekki á mjólk einni saman. Ég nenni ekki að eiða fleirri orðum á lokuð eyru. Just don't forget to count your blessings Einar.

anna 8.1.2009 kl. 10:32

13 identicon

p.s. Reynar var "hópurinn af börnum" þrír stálpaðir unglingar og það vita allir hvað sá aldur er dýr í rekstri.

Axel, Takk fyrir og gleðilegt ár

anna 8.1.2009 kl. 10:45

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk og sömuleiðis Anna.  Mundu að árið 2009 er árið sem við öll þurfum að standa föst á skoðunum okkar hver svo sem hún er.  Og ekki láta fólk segja sér að velja með eða á móti ESB út frá köldu hagsmunamati.  Þetta skiptir meira máli en svo.

Góður punktur hjá þér Einar um radíusinn í kring um Reykjavík.  Undanfarnar vikur sér maður einmitt hversu mikill munur er á Reykvíkingum og öðrum Íslendingum.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2009 kl. 11:02

15 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Verðtryggingin er barn síns tíma.  Laun voru líka verðtryggð á Íslandi um tíma.  Ef ég man rétt þá var hún lögð af 1986 og lofuðu stjórnvöld á þeim tíma að þegar verðbólgan færi niður fyrir 10% þá væri farið í það að taka af verðtryggingu inn- og útlána.  Það hefði átt að gerast 90-91.  Það er mesti misskilningur og fyrirsláttur hjá sumum að halda því fram að hér þurfi að vera einhver verðtrygging lána.

En með húsnæðislánið þitt Einar.  Eru þetta 3,7% fastir vextir út allt lánstímabilið eða eru ákvæði um vaxtabreytingar á því?  Bara smá forvitni.  Mér hefur skilst að í flestum löndum sé breytingarákvæði svona "just in case" fyrir bankanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2009 kl. 12:51

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

15 ára vaxtabinding er góður díll.  Miðað við það sem ég hef lesið eru vaninn 5 - 10 ár.

3,7% vextir er líka bara eðlilegt í landi þar sem verðbólga hefur ekki mælst hærri en það síðan 1983 fyrir utan árin 92-93.  Mér finnst bara verst hvað fólk hefur þurft að sætta sig við hátt atvinnuleysi til þess að halda niðri verðbólgunni (5,5% - 10,5%).  En það er náttúrulega bara mismunandi forgangsröðun, og hvort fólki finnst mikilvægara.

En gangi þér annars vel í Þýskalandi, og ég vona að þú og þín fjölskylda loki ekki fyrir möguleikann að búa og vinna á Íslandi þegar ykkur hentar, þrátt fyrir núverandi ástand.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband