. - Hausmynd

.

Nýskráð fyrirtæki árið 2007 voru 3674.

Frá árinu 1999 til 2007 fjölgaði skráðum fyrirtækjum og félagasamtökum úr 34.299 í 55.719, eða um 62%.  Á sama tíma fjögaði íbúum um 11,6%.

Fjölgun fyrirtækja

Nýskráning fyrirtækja jókst líka á hverju ári úr 820 árið 1995 í 3674 árið 2007.  Toppurinn árið 2002 er vegna breytingu einyrkja yfir í ehf-formið.

Ny fyrirtæki


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athyglisvert með fjölgun fyrirtækja. En er ekki allstór fjöldi þeirra

skúffufyrirtæki, sem er ætlað til að taka á sig tap og losa eigendur við að taka ábyrgð

á eigin gjörðum. Samanber að fá lán hjá bankanum sínum til að kaupa hlutafé í sama banka.

Þorsteinn H. Gunnarsson 10.1.2009 kl. 20:43

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nú býst ég við að flest "skúffufyrirtæki" svokölluðu séu flest skráð með aðalrekstur sem rekstur eignarhaldsfélaga (ISAT95 74.15.0).  Þeim hefur fjölgað 640% frá 1999 til 2007 eða úr 383 í 2868. Jafnframt hefur fyrirtækjum utan um leigu atvinnuhúsnæðis fjölgað um 215% úr 868 í 2730, en það er oftast talið hagræðingaratriði hjá stærri fyrirtækjum en að þar sé um að ræða "skúffufyrirtæki".

En ýmsir aðrir geirar atvinnulífsins fjölgaði mjög mikið á þessu tímabili t.d. matsölustöðum (ISAT95 55.30.1) sem fjölgaði um 108%, úr 308 í 641, fyrirtæki í húsbyggingastarfsemi (ISAT95 45.20.0) sem fjölgaði um 204% úr 843 í 2565, fasteignamiðlanir (ISAT95 70.31.0) um 126% úr 102 í 231 og ferðaskrifstofur og þjónusta (ISAT95 63.30.0) um 129% úr 156 í 358.

Það er ljóst ef tölur eru skoðaðar að fjölgun fyrirtækja hefur verið á flestum sviðum atvinnulífsins.

Fjöldi fyrirtækja eftir atvinnugreinum 1999-2007.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Best að taka það fram að stór hluti félaga með skráðan aðalrekstur sem rekstur eignarhaldsfélaga eru ekki skúffufyrirtæki sem slík, heldur er um að ræða móðurfyrirtæki eins og Hagar HF. sem eru ekki í beinum rekstri sjálf.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband