. - Hausmynd

.

Atvinnuleysi að aukast í fyrsta skipti í 33 ár?

Ekki veit ég hvaðan moggamenn fá þær tölur.  Miðað við þessa síðu hér þá hefur atvinnuleysi í Þýskalandi rokkað upp og niður undanfarin 28 ár eins og annasstaðar.  Að meðaltali hefur atvinnuleysið verið í kring um 8%.

Ekki get ég gagnrýnt heimildir þeirra fyrir mesta samdrætti í 60 ár, en 3% samdráttur er allaveganna það mesta síðan 1980, en ekki hefur mælst meiri samdráttur en 1% á því tímabili.


mbl.is Björgun rædd í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu við, er ekki Þýskaland í ESB?  Og eru þeir ekki með efnahagslega alsælulyfið, E-töfluna EVRU???   Á ekki aðild að ESB þýða endalausa efnahagslega sælu þar sem aldrei koma kreppur?  Svo ber að skilja á ESB-sinnum hér á landi.   Hvað er að gerast í Þýskalandi????  Hvað klikkaði hjá ESB????  Getur einhver upplýst mig um það???

Veit ekki til annars en að atvinnuleysi hafi verið viðvarandi 10-12% Þýskalandi síðan 1990.  Og samt er þetta land aðili að "efnahagsundrinu" ESB.  Hvað er að gerast í Þýskalandi?  Geysaði 3. heimstyrjöldin þar sem rústaði efnahag landsins?

Halló ESB-sinnar!  Eruð þið þarna?  Getið þið útskýrt þetta fyrir okkur?  Eða eruð þið uppteknir núna við að semja trúlega útskýringu á þessum vanda ESB-ríkisins Þýskalands???  Halló ESB-sinnar!!!   Hvar eruð þið???

Jón Hannes Sigurpálsson 12.1.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Historiker

Jón Hannes: Það er ekkert hrunið í þýskalandi. Efnahagur landins er mjög góður eins og sést á þeim aðgerðum sem grípa á til á næstunni. Síðan eru atvinnuleysistölur frá Þýskalandi mjög villandi ef maður tekur ekki með í reikninginn að margir íbúa fyrrverandi DDR kunna ekki eða nenna ekki að leita sér að vinnu (þ.e.a.s þeir sem aldir eru upp við að ríkið skaffi slíkt). Ég get fullyrt að allir þeir sem nenna að leita að vinnu í Þýskalandi, fá hana.

Historiker, 12.1.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sælir Jón Hannes og Historiker.

Fyrir það fyrsta hefur atvinnuleysi í Þýskalandi ekki verið viðvarandi 10% - 12%, né jókst það við sameiningu Þýskalands.  Atvinnuleysi í Þýskalandi jókst úr 3,4% árið 1980 í 8,2% árið 1983.  Á því tímabili sem Þýskaland sameinaðist minnkaði atvinnuleysið úr 7,8% árið 1988 í 5,5% árið 1991.  Frá 1994 hefur atvinnuleysi í Þýskalandi rokkað frá 6,9% upp í 10,6%.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 15:13

4 identicon

Ég bý sem námsmaður í Þýskalandi og get fullyrt að venjulegt fólk hér finnur nákvæmlega ekkert fyrir þessari kreppu, enda hefur flest fólk hér þann góða vana á að safna fyrir nokkurnveginn öllu sem þau kaupa og nota helst ekki kreditkort  né taka lán eins og við.

 Historiker hefur einnig rétt fyrir sér að atvinnuleysishlutfallið hér er mun hærra í austurhlutanum en í vesturhlutanum (þar sem ég bý er það t.d. 3%), þó ég þori ekki að fullyrða að það sé einungis vegna leti - Austur-Þýskaland er ennþá í verulegri uppbyggingu eftir að hafa verið hluti soviet í svo mörg ár sem það var. Jafnframt er það rétt eftir minni reynslu að ef menn nenna að leita þá finna þeir hér vinnu.

Elvar Steinn Kjartansson 12.1.2009 kl. 15:20

5 identicon

Góð síða með góðum gögnum:

http://www.spiegel.de/flash/0,5532,12125,00.html

Elvar Steinn Kjartansson 12.1.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Elvar og takk fyrir hlekkinn.

Það er áhugavert að sjá muninn á atvinnuleysi á milli landshluta í Þýskalandi, og gaman væri að sjá sambærilegann samanburð fljótlega eftir sameiningu.  Atvinnuleysi á Íslandi er líka mjög mismunandi á milli landshluta.  Miðað við síðustu opinberar tölur sem eru frá Nóvember þá var meðalatvinnuleysi á Íslandi 3,3% en 0,6% á vestfjörðum og 7,2% á suðurnesjum.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 15:35

7 identicon

Pjúfff, Historiker ESB-sinni.  ESB virkar þá og er þá þetta sælubandalag sem þið predikið um. 

Ég get líka bent á að það var nær ekkert atvinnuleysi hér á landi - (ca. 0,5% árið 2007 og ca. 1% árið 2008) - áður en að krónunni var nauðgað af spákaupmönnum.

Elvar, hvaða "venjulega" fólk í Þýskalandi ert þú að tala um, sem finnur ekkert fyrir kreppu þar í landi?  Varla eru það þessi ca. 9% sem eru atvinnulaus. 

Svona var atvinnuleysis í Þýskalandi á árunum 1969-2007 skv. heimildum frá OECD:

 GERMANY, Unemployment/Rate/Registered/All persons, %.
 
1965
1966
1967
19690,665
19700,583
19710,718
19720,933
19731,048
19742,243
19754,060
19763,983
19773,918
19783,768
19793,290
19803,385
19814,865
19826,783
19838,160
19848,115
19858,183
19867,893
19877,898
19887,790
19897,095
19906,418
19915,868
19927,743
19938,933
19949,577
19959,443
199610,393
199711,480
199811,073
199910,508
20009,615
20019,375
20029,793
200310,518
200410,558
200511,725
200610,778
20079,023

Það mega þó Þjóðverjar eiga, þeir reyna þó að gera eitthvað til að bæta efnahaginn.  Stjórnvöld hér á landi gera ekki neitt.  Þau halda að það að ganga í ESB lagi efnahag landsins að eilífu.

Jón Hannes Sigurpálsson 12.1.2009 kl. 16:09

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk fyrir þessar tölur frá OECD Jón Hannes.  Þær sýna, ásamt tölum Spiegel sem Elvar hlekkjaði í að atvinnuleysi í Þýskalandi er ekki að aukast í fyrsta skipti í 33 ár eins og mbl.is vill halda fram.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband