. - Hausmynd

.

Elsku Obama.

Má ég náðarsamlegast fá inngöngu í þitt fullkoma land til þess að geta beðið í röð við vefabréfsskoðun í klukkutíma, vera tekinn í yfirheyrslu og leyfa tollvörðum að lesa yfir tölvupóstinn minn, vera tekinn afsíðis í innanlandsflugi og sprengjuleitaður vel vegna þess að ég er ekki innfæddur og þurfa að framvísa vegabréfi með vegabréfsáritun ef ég ætla að kaupa áfengi og tóbak.
mbl.is Áfallalaus fyrsti dagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Kannski... ef þú tókst engan þátt í stríðsglæpum nasista í seinni heimsstyrjöldinni og ef þú ert ekki með smitandi kynsjúkdóm og ef þú lofar að hundskast burt innan 89 daga og ekki vera með neitt væl!

Annars skalltu bara fara til Frakklands góði minn.

Róbert Björnsson, 12.1.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er kannski orðið löngu tímabært að koma fram við bandaríska ferðamenn á sama hátt og bandarísk stjórnvöld kama fram við þá sem vilja ferðast til brandaraíkjanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 18:37

3 identicon

Hver vill ferðast til USA ég bara spyr?

Öryrkinn 12.1.2009 kl. 18:42

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hefði ekkert á móti því öryrkji, því það vill nefninlega þannig til að tengdafjölskylda mín býr þar.  Ég sagði þeim hinsvegar eftir ferð mína þangað síðasta vetur að ég kæmi ekkert aftur fyrr en búið væri að slaka á reglugerðunum.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Sé nú ekki að slæm framkoma við bandaríska ferðamenn sem engu ráða um landamæra-eftirlit breyti miklu til batnaðar Axel.  Þar fyrir utan held ég nú að óráðlegt væri að styggja erlenda gesti nú þegar hvað mest er þörfin á grænum dollurum til landsins... en þú ræður auðvitað hvernig þú tekur gremju þína út væni minn.

Öryrki:  Það er afskaplega gaman að ferðast um USA...og vel þess virði að sýna smá biðlund og þolinmæði á flugvellinum að mínu mati.  En auðvitað er líka bara hægt að kíkja á Þingvelli í staðinn... fá sér pulsu á Selfossi kannski...ekki málið.

Róbert Björnsson, 12.1.2009 kl. 18:52

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þeir bandarísku ferðamenn sem lentu í samskonar regluverki og er beitt í þeirra heimalandi yrðu ekki allskostar ánægðir og létu kannski pólitíkusana heima heyra það.  Mitt tengdafólk þarna úti varð nú vel hneykslað þegar það heyrði alla ferðasögunna og hafði ekki hugmynd um að svona væri komið fram við ferðamenn.  Líklega var ég mjög óheppinn í þessarri ferð því ég var allsstaðar tekinn fyrir, en maður heyrir það ekki venjulega hjá öðrum.  En kannski er ég bara svona terrorista-legur.

Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2009 kl. 19:00

7 Smámynd: The Critic

þeir eru nú að slaka á með þessari reglugerð því núna þarftu ekki að fylla út græna blaðið nema á 2 ára fresti rafrænt, myndi segja að þetta væri mikil framför og ætti eftir að minka raðirnar.

Sé ekkert að þessu harða eftirliti þeirra, þeim veitir ekki af vegna þess gríðarlega straums af fólki sem vill fara þangað og setjast ólöglega. Evrópa ætti að taka þá sér til fyrirmyndar og taka upp hertara eftirlit inná Shengen svæðið því til Evrópu streymir gífurlegt magn af ólöglegum innflytjendum frá miðausturlöndum, afríku og Asíu.

Evrópa virðist ekki hafa neina stjórn á flæmi ólöglegra innflytjenda sem eru búnir að leggja undir sig helstu stórborgir Evrópu eins og t.d. Stockholm, Amsterdam og París svo dæmi séu nefnd. 

The Critic, 12.1.2009 kl. 19:28

8 Smámynd: oast

Ég fór til Florida í april ekki voru þá nein vandræði að komast inn í landið,voru 30 min frá þvi við komum að landamæra hliðinu að við vorum kominn út úr flugstöðinni.

oast, 12.1.2009 kl. 20:17

9 Smámynd: The Critic

Oast: enda lendir engin í vandræðum við að komast inn í landið nema hafa eitthvað óhreint á samviskunni

The Critic, 12.1.2009 kl. 21:32

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það getur hver sem er lent í tékki.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.1.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband