. - Hausmynd

.

Stokkhólmsheilkenni íslensku þjóðarinnar

Sem einn af þeim sem hef staðið að L-lista fullveldissinna má ég til með að skrifa nokkur orð á þessum tímapunkti.

Fyrir það fyrsta vil ég þakka öllum þeim sem ég hef unnið með að stefnumörkun framboðsins með von um áframhaldandi samstarf.  Þótt okkar aðalstefnumál sé nú að mestu í höfn eru ýmis önnur sem ekki fengu nægilega athygli fjölmiðla eða almennings.  Má þar helst nefna Kreppulánasjóð, sjálfbærni þjóðarinnar, endurreisnarbankann og breytt kosningafyrirkomulag.  Um þessar hugmyndir okkar má lesa á síðu L-listans.

Einnig verð ég að lýsa yfir vanþóknun minni á ýmsum ónefndum bloggurum sem hafa látið ýmsar staðhæfingar fjúka yfir framboðið til þess að rýra möguleika þess.  Við höfum verið kölluð "ofurkristnir þjóðernissinnar","afdalamenn", "einangrunarsinnar", "óánægðir framsóknarmenn" o.sv.frv.

Ég hef hingað til ekki talið þetta svaravert fyrir utan einangrunarstefnuna en upplýsi hér og nú að ég er ekki né hef aldrei verið Framsóknarmaður, og aldrei kosið þann flokk, er ekki kristinn, núverandi eiginkona mín og fyrrverandi sambýliskona til margra ára, sem báðar eru af erlendu bergi brotnar geta vottað að ég er ekki þjóðernissinni, en er hinsvegar hundóánægður með stjórn undanfarinna ára og það sem þjóðin virðist stefna að varðandi kosningafyrirkomulag, að hér verði tveggja flokka kerfi svipað og í Bretlandi.

Mér finnst merkilegt að fyrir aðeins fáum mánuðum síðan var sú krafa hávær að hér yrði breyting, að fólk fengi valkosti, en þegar þeir loksins bjóðast þá ætlar ekki nema tæp 5% þjóðarinnar að kjósa einhvern þessara valkosta.

Það er ekki að undra þó Bjarni hafi velt fyrir sér hvort þjóðin þjáist af Stokkhólmsheilkenninu.


mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæll Axel. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta við framboðið. Ekki vegna þess að það væri ekki nógu gott, heldur vegna þess að "nýjum" framboðum eru settar sþröngar skorður. Ég efast ekki um að þetta framboð hefði fengið brautargengi ef aðstæður þess samanborðið við fjórflokkana hefðu  verið sambærilegar. Við munum lifa!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.4.2009 kl. 00:18

2 identicon

Er sammála Huldu Elmu sem skrifar hér að ofan.

með vinsemd

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir 4.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband