. - Hausmynd

.

Hér liggja tækifæri Íslands.

Eins og ég hef nefnt áður þá eru mikil tækifæri fólgin í auknum viðskiptum og fríverslun við önnur lönd, sérstaklega ef við stöndum utan tollabandalags ESB.

Sem aðilar að EES samningnum höfum við nú þegar fríverslun við ESB og getum nýtt okkur það að geta gert fríverslunarsamninga við önnur lönd og verið einskonar "gátt" inn á Evrópumarkaðinn.

ESB hefur t.d. háa verndartolla á vörur framleiddar í Kína, en Kínverjar eru tilbúnir að gera fríverslunarsamning við litla Ísland.  Þetta getum við nýtt okkur til atvinnuuppbyggingar.  Hægt er að flytja inn til Íslands hálfunnar vörur frá Kína, S-Kóreu eða hverju öðru landi sem er sem við höfum fríverslunarsamning við en ESB ekki og fullvinna þá vöru á Íslandi svo hægt sé að flytja þá vöru aftur út, og þá til Evrópu á samkeppnishæfu verði.

 

Svo vil ég bæta því við til umhugsunar að fríverslunarviðræður á milli Íslands og Kína hófust að frumkvæði Kínverja.

494911

 

Það er líka áhugavert að skoða samanburð á viðskiptatækifærum sem glatast við inngöngu í ESB og bera saman við þau sem fást í staðin.

Við myndum missa fríverslun við lönd eins og Kanada, Kólumbíu, S-Kóreu og Singapúr.

Í staðinn fengjum við fríverslun við lönd eins og Albaníu, Sýrland, Alsír (skrifað Algería í mynd) og Andorra.

 

Það má svo líka bæta við þær upplýsingar sem eru hér í myndinni að EFTA er byrjað í óformlegum þreifingum við fríverslunarsamtök ríkja í Suður-Ameríku (MERCOSUR).


mbl.is Ekki hlaupið að því að semja um fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

Nákvæmlega.. samningar sem við gætum náð við Suður-Ameríku lýðveldin er mikð mun mikilvægari en nokkuð sem evrópusambandið getur boðið uppá . Við getum ennþá gert viðskiptasamninga við Evrópu þó við göngum ekki inn, en með inngöngu missum við möguleikann á sérsamningum við kína S-Ameríku!

Enga Evrópska fána hér takk fyrir ... 

Hinrik Þór Svavarsson, 8.4.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

á að sjálfsögðu að vera Kína og S-Ameríku:)

Hinrik Þór Svavarsson, 8.4.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þarna er ég algerlega sammála þér Hinrik.  Kína, Indland og S-Ameríka eru svæði sem bjóða upp á mikla og áhugaverða möguleika í gagnkvæmum viðskiptum sem geta hagnast báðum aðilum.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.4.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Spennandi möguleikar þarna boði Axel

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.4.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband