. - Hausmynd

.

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvað eru þessi 61,2% eiginlega að hugsa?

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nú vil ég ekki alhæfa, en mig grunar að margir viti ekki hvernig aðildarferlið virkar.  Hér er búið að sannfæra marga um það að við ætlum ekkert að ganga í ESB, bara fara og spjalla við sambandið og sjá hvað er í boði.

Því miður virðist svo vera að þeir sem heitast vilja í sambandið eiga næga peninga til að auglýsa sinn málstað meðan við hin eigum bara bágt.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.5.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála.

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 10:36

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég las einhvers staðar á blogginu nýlega svona "gesstimate" um að 1/3 þjóðarinnar væri fylgjandi ESB aðild, 1/3 á móti og 1/3 væri svosem alveg sama og nennti því ekkert að kynna sér málin.  Er ekki frá því að eitthvað sé til í því.

En ég held að síðasttaldi þriðjungurinn vilji ekki viðurkenna áhugaleysi sitt og afgreiði það með því að segjast vilja "skoða pakkann" fyrst.  Það er sjónarmið útaf fyrir sig - en mikið skolli getur það sjónarmið reynst okkur öllum dýrkeypt.

Kolbrún Hilmars, 7.5.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er sennilega rétt greining Kolbrún miðað við skoðanakönnunina.

263925_258_preview

preview

Axel Þór Kolbeinsson, 7.5.2009 kl. 19:05

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hefði viljað sjá greiningu á þessari könnun varðandi landshluta, kyn og aldur.

Ég er nokkuð viss um að andstaða gegn aðild og aðildarviðræðum er meiri á landsbyggðinni.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.5.2009 kl. 19:07

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hérna er greining á könnun sem SI lét gera fyrir sig í desember þegar fólk var hlynntara inngöngu í ESB.  Ég býst við því að greiningin gæfi svipaða niðurstöðu í dag, þ.e. að landsbyggðarfólk er 10% adnvígara inngöngu í ESB en Höfuðborgarbúar og nærsveitamenn, andstaðan sé mest hjá ungu fólki og því elsta og fólki sem vinnur í grunnatvinnuvegum, s.s. lanbúnaði, fiski og almennum þjónustustörfum.

Þeir sem eru hlynntastir inngöngu í ESB er skrifstofufólk, listamenn og fagfólk í opinbera geiranum.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 12:02

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Eitthvað mistókst þeta hjá mér.  Hér er myndin.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 12:03

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Skrítið hvað harðir ESB sinnar vilja lítið ræða gallana.  Ekkert um Lissbon sáttmálann en þeim mun meira um lýðræði og lágt matarverð.  Áróður?

Björn Heiðdal, 8.5.2009 kl. 21:35

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þess hugsun um að allt matarverð muni lækka í verði á einhvern undraverðan hátt við inngöngu í ESB er nánast barnaleg.  Einu matarverðin sem myndu mögulega lækka eru þær landbúnaðarvörur sem við höfum verndartolla á í dag, en það kæmi sér aftur illa fyrir landbúnað á Íslandi.

Fólk virðist ekki skilja að flutningskostnaður mun ekki lækka þó við göngum í ESB og álagning þarf áfram að vera hærri hérna vegna smæð markaðarins og kröfu almennings um fjölbreytni í þjónustu, verslun og afþreyingu

T.d. eru í bænum Zwolle í Hollandi aðeins tvö kvikmyndahús með samtals þrjá sali, tvær vídeóleigur og nokkrar matvöruverslanir.  Í Zwolle búa örlítið fleiri en í Reykjavík.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband