. - Hausmynd

.

Mismunur eftir tekjum, kyni og búsetu.

Áhugavert að sjá að eftifarandi:

  • Einungis 51,9% af þeim sem hafa fjölskyldutekjur yfir milljón á mánuði telja mikilvægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á móti rúmum 80% þeirra sem hafa tekjur undir 550 þúsund á mánuði.
  • 85,6% kvenna telja mikivægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á móti 67,3% karla
  • 20% - 22% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu telja þjóðaratkvæðagreiðslu ekki skipta máli á móti 12,2% þeirra sem búa á landsbyggðinni.
  • 68,3% þeirra sem hafa Háskólapróf telja miklu máli skipta að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu á móti 81,8% þeirra sem hafa minni menntun en framhaldsskólapróf.

Könnunin er aðgengileg hér.

 


mbl.is Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fariði ekkiað setja LÍÚ á hausinn með öllum þessum langlokukönnunum sem þvinga fram þá niðurstöðu er þið þið Sumarhúsamenn helst viljið sjá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fallegt er það skítkastið hjá þér Ómar.

Þér til fróðleiks þá á ég ekki sumarhús, og eina tenging mín við LÍÚ er sú að ég vann í fiskvinnslu sem verkamaður í 8 ár.  Ef þú getur hinsvegar sannfært LÍÚ um að borga mér fyrir mín skrif, eins og skoðannabróðir þinn Jón Baldivin hélt fram að LÍÚ gerði, þá skal ég skoða það.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú vitum við hvaða hópi Ómar tilheyrir

Þeir sem síst vilja kjósa um hvort sækja eigi um aðild eru 30-45 ára, ómenntaðir (etv iðnmenntaðir??) hátekjukarlar á höfuðborgarsvæðinu.  

Kolbrún Hilmars, 10.6.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú þið eruð sumarhúsafólk í umræddum samtökum og ég hélt að það væri ekkert feimnismál tengsl samtakanna og LÍÚ-Greifanna.

En hvað um það, var þetta eina spurningin ? Þið hljótið að hafa látið spyrja fleiri spurninga fyrst þið fóruð á af stað á annað borð. Og af hverju var ekki surningin einfaldlega: "“Vilt þú þjóðaratkvæði um hvort Ísland á að sækja um aðild að ESB” ? Já-nei. Ekki eitthvað útumholtoghólablús, pínulítiðmikið etc.

Hvað kostar að láta gera svona könnun og er tekið visst fyrir spurninguna eða hvað.  Hver borgaði könnunina og þá síðustu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég get því miður svarað fæstum spurningum þínum Ómar, en skal reyna mitt besta.

Varðandi fjármögnun Heimssýnar þá kemur meirihlutinn frá félagsgjöldum sem við, hinn almenni félagsmaður borgar.  Restin kemur í formi frjálsra framlaga bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum.  Sjálfsagt eru einhver þeirra í sjávarútvegi.  Mér vitanlega hefur LÍÚ ekki styrkt Heimssýn, en ég er ekki í stjórn og hef ekki séð ársreikninga þannig að ég get ekkert fullyrt um þetta.

Ég stóð ekki að þessari könnun og veit því ekki hvort fleiri spurningar hafa verið spurðar.  Ég bendi á stjórn samtakanna til að fá svör við þeirri spurningu.  Ég get ekkert sé að því hvernig spurningin er orðuð, og bendi á að Capacent-Gallup vinnur eftir siðareglum markaðsrannsóknarfyrirtækja, þannig að spurningin hefur staðist þær kröfur rétt eins og þegar spurt er hvort fólk styðji það að fara í "aðildarviðræður" við ESB, þegar réttar væri að spyrja hvort fólk vilji sækja um aðild og fara í gegnum aðildarferlið.

Ég veit ekki hvað Capacent-Gallup rukkar fyrir könnun sem þessa, en það er ekki á færi flestra einstaklinga að reiða fram þá fjárhæð sem kostar að gera könnun.  Þess vegna eru það mest megnis hagsmunasamtök, stjórnmálasamtökog stærri fyrirtæki sem láta gera fyrir sig kannanir.  Innan við 5% allra kannana sem eru gerðar eru birtar opinberlega.  Mín ágiskun ef aðeins hefur verið tekin fyrir þessi eina spurning þá er kostnaðurinn líklega á milli 150-200 þúsund.  Heimssýn hefur greitt þessar kannanir.

Varðandi svörin sem fólki er boðið að gefa þá verður þú að eiga það við Capacent-Gallup.  Það eru alltaf þessir fimm möguleikar í svörun.

Annars verður þú að rökstyðja báðar þessar fullyrðingar þínar.  Ég er ekki einangrunarsinni, afdalamaður, óánægður framsóknarmaður, öfga-hægri maður, útlendingahatari eða neitt af því sem ég hef verið kallaður hér í bloggheimum bara vegna þess að ég er á þeirri skoðun að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB, og ég er farinn að verða pirraður á þessum málflutningi.  Eins hef ég engann getað sýnt fram á tengsl LÍÚ við Heimssýn annarsstaðar en í samsæriskenningum í hausnum á sér.

Einhverjar fleiri athugasemdir?

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þið eruð ótrúleg(ir) þarna.  Var það sem sagat Capacent sem réði spurningunni.  Sko, í vissum tilfellum getur þetta fyrirkomulag átt rétt á sér en í þessu tilfelli er það útí himinbláinn og gerir könnunina marklausa.  Annaðhvort eru menn fylgjandi atkvæðagreiðslu áður en farið er í viðræður - eða ekki. Period.  Eitthvað pínulítið hérumbil o.s.frv. er útí hött.

Enda birtir enginn fjölmiðill þessa "könnun" nema LÍÚ miðillinn.

"Mér vitanlega hefur LÍÚ ekki styrkt Heimssýn, en ég er ekki í stjórn og hef ekki séð ársreikninga þannig að ég get ekkert fullyrt um þetta."

What, þú verður að athuga þetta betur.   Þið verðið að opna bókhaldið.   Ertu kannski að segja að eftirfarandi sé ekki rétt:

"styrkur þeirra (LÍÚ) til okkar nái því ekki að vera þriðjungur af tekjum, kannski fjórðungur"

http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/798780/

Allt að þriðungur frá Greifunum.  Mér finnst það mikið.  Og líklega hafa þeir bætt duglega í undanfarið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Best að þú spurjir Bjarna Harðar beint að þessu.  Annars ættir þú að lesa athugasemdina mína áður en þú misskilur hana (viljandi?).  Ég sagði að yfir helmingur kæmi frá félagsgjöldum, og að mér vitanlega kæmi ekkert frá LÍÚ.  Enda bjóst ég frekar við því að þau fyrirtæki sem eru aðilar að LÍÚ væru að styrkja Heimssýn.

Hversvegna á Heimssýn að opna bókhaldið?  Eiga kannski Evrópusamtökin að opna sitt bókhald?  Viltu að ég fari að saka Evrópusamtökin um að vera mest styrkt af Baugi og öðrum félögum "útrásarvíkinga"?

Slappaðu af í vænissýkinni.  Hvernig er það annars, þú hlýtur að vera vinsæll í bænum, eða er þetta bara sumarhúsið þitt?

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 21:09

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég held að ég hafi aldrei farið lengra en að Dvergastein, en það eru mörg ár síðan.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 21:11

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þú gerist nú fullkræfur í fullyrðingum þínum varðandi Heimssýn sem eru frjáls þverpólitísk samtök einstaklinga sem hvorki hafa neitt að fela né eru skyldug til þess að tíunda tekjur sínar - hvað þá ráðstöfun þeirra.  

En ef þú raunverulega vilt fræðast um Heimssýn þá ráðlegg ég þér að kíkja á heimasíðu samtakanna.  Þar sérðu hverjir eru í stjórn og einfalt mál að beina spurningum þínum beint til einhvers þeirra. 

Kolbrún Hilmars, 10.6.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Þetta eru ósköp eðlilegar spuningar og óþarfi að fara í slíka vörn útaf þeim.

En það kemur þér augljóslega á óvart að LÍÚ er stærsti hluthafinn í félagsskap þínum - og er það einkennilegt.

Þessi evrópusamtök eru nú ekki neitt neitt og varla til miðað við áróðursmaskínu heimssýnar og mín vegna máttu saka baug um að styrkja þá.  Kemur mér ekkert við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 21:22

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Getur vel verið að þetta séu eðlilegar spurningar, en þú getur þá spurt þar sem þær eiga við.

Þessi færsla mín var einungis til komin vegna greiningar á afstöðu mismunandi þjóðfélagshópa og ég hef gert það við fleiri ESB kannanir, hvort sem þær eru hliðhollari einum málstað eða öðrum.

Ég hef alltaf reynt að fjalla málefnalega um þetta málefni sem önnur, þótt ég vissulega hafi afstöðu í þeim málaflokkum.  Þannig að fyrsta athugasemd þín fór illa í mig, vegna þess að ég er búinn að fá mig fullsaddann af slíkum neðanbeltisskotum sem ég beiti ekki sjálfur.

Ólíkt flestum þeim sem eru ekki hliðhollir aðild að ESB, koma sjávarútvegsmál mínum skoðunum lítið við.  En ég ætla ekki að fara í þau mál við þessa færslu, þar sem þessi færsla snýr ekki að ESB sem slíku í mínum huga, heldur mismun í afstöðu Íslendinga.

Ég hef tekið það fyrir áður hér og hér.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 21:33

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Axel.

Það kemur margt athyglisvert fram í þessari könnun sem mér finnst vera hægt að draga saman í þá niðurstöðu að þorri alþýðu manna á almennum vinnumarkaði er ekki hlynntur því að ganga í Evrópusambandið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.6.2009 kl. 01:20

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar málefnið er slappt verður að ganga í að takla manninn í staðinn.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 12:51

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugludallar eru þetta, sem hér hafa verið með árásir, Áxel Þór.

En líttu nú á nýjustu vefgrein mína, og tefðu það ekki.

Jón Valur Jensson, 17.6.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband