. - Hausmynd

.

Fleiri en Hvíta-Rússland utan Evrópuráðsins.

Það vill svo skemmtilega til að ég og Baldur Kristjánsson vorum að "ræða" þetta í gær.

En alþjóðlega viðurkennd Evrópuríki utan Evrópuráðsins eru tvö; Hvíta-Rússland og Kazakstan.  Þess utan eru nokkur Evrópuríki með takmarkaða viðurkenningu utan ráðsins t.d. Kosovo og Transnistria.

Þeir sem efast geta alltaf litið á wikipediu.


mbl.is Mótmæltu aftökum Hvít-Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Baldur er nafnið. ekki Bjarni  Umnræður um Evrópuráðið og samþykktir þess mættu vera meiri hér.Kv. B

p.s. ég nenni ekki að fletta því upp en ég er ekki viss um að Evrópuráðið banni aftökur í Evrópu eins og frétt Mbl. segir.  Það getur það ekki í sjálfu sér. Það bannar hins vegar aftökur í aðildarlöndum sínum.  Samkvæmt samþykktum er það ,,death penalty-free zone" Tækið til að fylgja slíku eftir er að reka þjóðir úr Evrópuráðinu. Slíku hefur ráðið hótað þegar aðildarríki brjóta frekalega gegn samþykktum þess..  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 4.7.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Baldur.  Ég biðst afsökunar á mistökunum varðandi nafnið þitt og er búinn að leiðrétta þau.

Ég tek undir með þér að umræður um Evrópuráðið og raunar öll alþjóðamál mættu vera meiri hér á landi, en fréttirnar verða þá að vera betur unnar en þær eru í dag.

Það er líka rétt hjá þér að Evrópuráðið hefur ekki lögsögu yfir Evrópu og getur því ekki bannað dauðarefsingar í allri álfunni.  Það eina sem ráðið getur gert er að meina þeim löndum sem viðhafa dauðarefsingar aðild að ráðinu.

Stærsta ástæðan fyrir því að Hvíta-Rússland og Kazakstan eru ekki meðlimir í Evrópuráðinu er einmitt bágt ástand mannréttinda í þeim löndum, sérstaklega sem varðar réttindi minnihlutahópa (Pólverjar í Hvíta-Rússlandi) og trúfrelsi.

Axel Þór Kolbeinsson, 5.7.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband