. - Hausmynd

.

Mótmælt á föstudag.

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli og fyrir framan skrifstofur sýslumanna um allt land á föstudaginn kl.14:00.  Boðun mótmælana er eftirfarandi:

Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.

Við mætum því á Austurvöll og fyrir framan skrifstofur sýslumanna um land allt til að sýna okkar vilja.

Mótmælin eiga sér fésbókarsíðu hér.

 


mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Látið það berast.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.7.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður
Kl 14 á föstudaginn erum við sem að enn höfum vinnu því miður enn að vinna
þannig að ekki er víst að allir sem vildu mæta geti það. Það væri gott að hafa það í huga í áframhaldandi mótmælum því að margir viljum við mæta ef við getum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.7.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mótmælin ættu að ganga fram eftir degi þannig að fólk gæti litið við eftir vinnu, eða jafnvel reynt að fá frí.  Það væri ekki verra ef einhver fyrirtæki hreinlega lokuðu svo starfsmenn gætu mótmælt.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.7.2009 kl. 21:41

4 identicon

þá fyrst fer allt á hausinn.

já 22.7.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Hví byrja þau svona afskaplega snemma?

Davíð Þór Þorsteinsson, 22.7.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þingfundur byrjar klukkan 10:30 og skrifstofur sýslumanna víða um land loka klukkan 15:00,

Þannig að 14:00 - 19:00 er góður tími.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.7.2009 kl. 22:17

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki víða um land sem eru skrifstofur sýslumanna..væri ekki nær að leggja til kaupfélagið eða bónus ?

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2009 kl. 22:31

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það eru 21 sýslumannsskrifstofa utan höfuðborgarsvæðisins Jón Ingi, þar á meðal ein í þínu byggðarlagi.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.7.2009 kl. 22:34

10 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Frábær hugmynd, Jón Ingi.  Þú gætir t.d. staðið uppi á kassa og sagt brandara.  Á sama tíma og vinir þínir á Alþingi gera sig að fíflum. Eina ferðina enn! 

Arnmundur Kristinn Jónasson, 22.7.2009 kl. 22:38

11 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggabloggi
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 00:50

12 identicon

Sérlundaðir og sjálfelskir ESBsinnar á moggabloggi

23.7.2009 kl. 01:12

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Taktu í höndina á mér ef þú sérð mig þarna Axel Þór, ég á erfitt að bera kennsl á fólk útfrá teiknimynd. En ég reyni að komast.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.7.2009 kl. 15:47

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég verð með sorgarband um hægri upphandlegg.  Annars líkist ég myndinni nokkuð vel.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.7.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband