. - Hausmynd

.

Geta ekki hækkað tolla

Ég hjó eftir því í þessari frétt að sagt er:

„Í framhaldi af niðurskurði útgjalda munum við leita leiða til að auka tekjur ríkisins. Aukin skattheimta og hækkun tolla er ein leið,“

Búlgaría er reyndar í tollabandalagi Evrópusambandsins og hefur því engin völd yfir tollalöggjöf lengur.  Tollabandalagið er einn þeirra hluta sem engar undanþágur eru veittar frá, aldrei.


mbl.is Blóðugur niðurskurður í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er einn kosturinn við bandalög einsog ESB að tilviljankennd skattheimta sé ekki að íþyngja borgurunum. Búlgaría er alþekkt efnhagsleg svínastía og ESB getur ekki greitt út tilskilda aðstoð við það ríki þar sem það er svo gerspillt.

Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það má deila endalaust um kosti og galla samræmdar tolaskrár.  Þarf Ísland t.d. 6% toll á tölvur til að vernda innlenda framleiðslu?

Axel Þór Kolbeinsson, 5.8.2009 kl. 15:21

3 identicon

Já og er þörf á lúxustollum á brjóstahöldurum

5.8.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll Axel,

Ég er á þeirri skoðun að það þarf að nota tollskrána kerfisbundið til að leita að óþörfum vöruflokkum sem hækka mætti og setja tímabundna vörutolla á. Við þurfum ekki bara að vernda íslenskar vörur heldur líka að efla íslenskar vörur.

Eins og þú spyrð:  >Þarf Ísland t.d. 6% toll á tölvur til að vernda innlenda framleiðslu?

Ekki til að vernda (enda framleiðum við ekki tölvur) heldur til að ná í peninga. Og þá má flakka á milli tollflokka utan EES tildæmis. Það eru ýmsar vörur sem eru alls ekki neinar nauðsynjavörur og ég sé ekki að það væri neitt slæmt að ná inn peningum með vörutollahækkunum á þeim vörum vegna þess að fólk ætti frekar að beina sjónum að kaupum á vörum sem það nauðsynlega þarf á að halda. 

En lúxustollur á brjóstahöldurum mætti flokka niður einhvernveginn í gerð, gæði og tegund?

Guðni Karl Harðarson, 6.8.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

5.1.2    Sértækir veltuskattar   

mill.kr.  

5.1.2.1.1  Vörugjald, almennt, af innfluttum vörum  3.750,0
5.1.2.1.55  Ýmis vörugjöld  2.455,3
5.1.2.10  Tollar og aðflutningsgjöld  4.261,0
    
  Samtals 10.466,3

Hér sést hvað tollar og vörugjöld eru á innfluttum vörum utan bifreiða, eldsneytis, áfengis og tóbaks.  Ég sé ekki að hægt væri að hækka þessar tekjur um meira en 0,5 - 1 ma.kr.

Ástæðan fyrir því að ég minntist á tölvur er vegna þess að hér bera tölvuvörur enga tolla eða vörugjöld, en mér hefur verið sagt að það séu 6% tollar á tölvur inn til ESB (sel það ekki dýrar en ég keypti það), einmitt til að vernda innlenda framleiðslu.  Sama gildir um ýmsar aðrar vörur að þær bera mismunandi tolla hér og á meginlandinu einmitt vegna mismunar í atvinnusamsetningu og hagsmuna þjóðanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.8.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Margt smátt gerir jú allt stórt.Og slíkar ráðstafanir væru jú aðeins þáttur af fleiri ráðstöfunum til að ná inn peningum.......

Það er akkúrat málið að til eru fullt af vöruflokkum (eins og kannksi tölvuvörur?)  sem bera engva tolla! Ég hef farið yfir Tollskrána og séð að það eru fullt af vöruflokkum sem eru í 0% í vörutollflokki! Ég tala (ef mig minnir rétt) líka um í skjali mínu"Okkar Ísland" að á 0% mætti setja 10 eða 15% tímabundið.

En auðvitað væru svona hlutir ekki framkvæmanlegir ef við værum í ESB.

Guðni Karl Harðarson, 6.8.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband