. - Hausmynd

.

Þráinn Bertelsson og Borgarahreyfingin.

Mér fannst merkilegt að lesa umfjöllun DV um orð Þráins Bertelssonar í síðdegisútvarpi rásar2.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir að samflokksmenn sínir þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari ættu að taka pokann sinn og láta varamenn sína komast að. Þetta sagði Þráinn í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

Þráinn sagði að þingmennirnir hafi ekki fylgt stefnu flokksins eftir að þeir tóku sæti á þingi. Á vef RÚV er haft eftir Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar, að innra starf hennar hafi staðið í ljósum logum síðan kosið var um aðildarumsókn að Evrópusambandinu en þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar, fyrrnefndir þrír þingmenn, sem Þráinn vill burt, greiddu atkvæði gegn umsókninni.

Þráinn sagði því ekkert til fyrirstöðu að hreyfingin gæti átt glæsilegan og samstæðan hóp – að því gefnu að þingmennirnir taki pokann sinn og láti varamenn komast að.

Afhverju gengur Þráinn bara ekki til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar?  Þar á hann jú best heima.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í þessu, hann virðist vera þarna algjörlega á fölskum forsendum blessaður.

6.8.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Þráinn Bertelsson gerir sér ekki grein fyrir því að hann einn er í minnihluta hvað varðar afstöðu í þessu máli , því fyrr sem hann áttar sig á því, því betra fyrir hann.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hann sagði reyndar „Ætli það frjósi ekki fyrr í víti heldur en að ég skipti um flokk.” En þar sem víti er uppi á hálendinu frís í kring um það á hverjum vetri, þótt vatnið sjáft frjósi ekki...

Axel Þór Kolbeinsson, 10.8.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband