10.8.2009 | 19:04
Hvað segir stjórnarskráin?
66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.]
Leturbreyting er mín.
Þessi kona og börn hennar býst ég við að hafi íslenskan ríkisborgararétt og sé löglega búsett á landinu. Ég hefði þá talið að ekki væri hægt að vísa þeim úr landi. Nú getur verið að einhverjir samningar séu á milli Lýðveldisins Íslands og Bandaríkjanna, en þeir mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá.
Í svona máli væri eðlilegast að mál sé höfðað þar sem börnin eru búsett.
Bandaríska alríkislögreglan og Interpol hafa ekki lögsögu á Íslandi, þannig að ég ráðlegg þessari konu að finna sér góðan lögfræðing hér á Íslandi og fara ekki úr landi á meðan verið er að fara yfir málið.
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Gæti verið að börnin séu USA ríkisborgarar?
Fréttin sjálf segir ekkert um það "smáatriði", en það svona hvarflar að mér að afstaða Hæstaréttar byggist á því.
Kolbrún Hilmars, 10.8.2009 kl. 19:21
Börnin eru með tvöfaldan ríkisborgararétt. Það er venjan að börn fá ríkisborgararétt foreldranna og í sumum tilfellum þess lands sem þau eru fædd í.
Ég er að lesa yfir dómsniðurstöðuna núna.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.8.2009 kl. 19:25
Jæja, ég er búinn að lesa yfir dóminn og fyrri ráðlegging mín stendur.
Það er ekki hægt að vísa íslenskum ríkisborgara úr landi. punktur.
Þótt brotið hafi verið gegn 11.gr. laga nr.160/1995 þá er skilyrt í 12.gr þeirra sömu laga tímamörk sem klárlega standa ekki. Einnig á 3.mgr. 7.gr þessara sömu laga að standa.
Sem nauðvörn er hægt að benda á 2.mgr. 66.gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands sem hreinlega bannar fullnustu dómins, þ.e. að vísa þessum íslensku ríkisborgurum úr landi.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.8.2009 kl. 19:45
þetta með sjálfkrafa ríkisborgararétt er svolítið "loðið" í dag, mín börn fá ekki sjálfkrafa ríkisborgararétt vegna einhverra "mistaka" við lagasettningar ! það urðu nokkur ár utanvið sýstemið, ég skrifaðist á við Björn Bjarnason um þetta mál og hann tjáði mér að hann gæti "því miður" ekkert gert, þar sem þetta væru lög og það þyrfti meirihluta þingmanna til að breita þessum "mistökum" ! hann benti mér á að fara bónarleið til einhverrar stofnunar innan kerfisins, sem ég hafnaði algjörlega, þetta er lögskipaður réttur íslensks foreldris og má ekki afnema ! ég benti Birni á að þar sem nú væru þessi "mistök" sem ég myndi vilja kalla handvömm og hugsunarleysi í framkvæmd Alþingis, þá væri það hans mál að taka þetta upp og laga til, en Björn Bjarnason tjáði mér að hann gæti því miður ekkert gert, maður yrði að lúta lögum ég mun birta póstinn í sinni heild bráðlega á www.icelandicfury.com og það eina sem ég get ráðlagt þessari dömu er að "Ekki fara frá landinu" !!!
kveðja, sjoveikur
Sjóveikur, 10.8.2009 kl. 19:52
Sorgleg aðstaða að vera í, engin spurning. En borgaraleg samúð hefur því miður ákaflega lítið lagalegt gildi.
Nú ætla ég ekki að blanda mér í einkalíf fólks, en þessi frétt vekur fleiri spurningar en hún svarar, eins og oft gerist þegar fréttamaður skrifar meira með hjartanu en höfðinu. Fréttinni er greinilega ætlað að hrista upp í fólki, svona til að skapa "smámúgsefjun" og þrýsta á stjórnmálamenn að grípa inn í og vonast til að kraftaverkalausn finnist á elleftu stundu. Einkennilegt, sérstaklega ef þær fáu staðreyndir sem koma fram í fréttinni eru réttar.
Ef hlutirnir eru svona borðleggjandi, eins og er gefið í skyn í greininni, hvers vegna var ósk veslings konunnar þá hafnað af dómstólum...tvívegis?
Getur verið að það vanti mikilvægar upplýsingar í fréttaflutninginn?
Fyrst maðurinn gaf vilyrði fyrir því að börnin færu til Íslands með móður sinni, hvernig er þá hægt að skikka konuna og börnin til baka? Getur verið að vilyrðið hafi verið munnlegt og nú kannist maðurinn ekki neitt við að hafa gefið það?
Ef um tvöfaldan ríkisborgararétt er að ræða, eftir hvaða lögum er þá eiginlega dæmt? Hvað hefur forgang? Og á hvaða grundvelli?
Ef erlendur ríkisborgari, búsettur í USA, slítur samvistum við innfæddan maka sinn, missir viðkomandi þá allan rétt til að sjá sér farborða? Ef svo er, er þá ekki sjálfgefið að viðkomandi flytji úr landi? Varla hefur konan þá gert neitt rangt í tilraun sinni til að sjá sér og börnum sínum farborða? Hvernig er þá hægt að dæma gegn henni? Vantar ekki einhverjar upplýsingar hér?
Ef forsjáin er sameiginleg, er það þá ekki sjálfkrafa metið sem tilraun til mannráns að flytjast úr landi með börnin? (Það er eins og mig rámi í sögu Soffíu einnar Hansen og dætra hennar. Svipað mál ef ég man rétt, bara annað land og séð frá hinni hliðinni. Hennar maður fór úr landi meðsameiginleg börn þeirra. Var ekki einmitt aðalpunkturinn í hennar máli að hún hafði lagalegan rétt til umgengni við börnin og þess vegna væri í raun um mannrán að ræða?)
Svona fréttaflutningur er gagnslaus. Það þýðir ekkert að fara fram á stuðning fólks við einhvern málstað, hversu göfugur sem hann er, og upplýsa svo bara um það sem manni hentar....
Birgir Birgisson 10.8.2009 kl. 19:53
Mér sýnist að úrskurður Hæstaréttar hafi eingöngu snúist um tæknilegu hliðina; að verjandi hafi krafist ógildingar á tímasetningarforsendum en ekki byggt vörnina á hinu raunverulega máli sem dæmt var fyrir héraðsdómi. Enda tók Hæstiréttur greinilega enga afstöðu til þess.
Kolbrún Hilmars, 10.8.2009 kl. 20:04
Dómsniðurstaða og málavextir.
Lög um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. (160/1995)
Dæmi hver fyrir sig.
Ég komst að annarri niðurstöðu en hæstiréttur, en viðurkenni það fúslega að málið er ekki borðleggjandi. Hinsvegar tel ég að ákveðnar greinar laganna hafi verið túlkaðar þröngt á meðan aðrar voru túlkaðar vítt.
Þótt þessi kona hafi gerst brotleg við lög þá má samt ekki neyða hana eða börn hennar (ef þau eru íslenskir ríkisborgarar, það hefur ekki komið fram) úr landi þar sem stjórnarskráin bannar það, og stjórnarskráin er rétthærri öllum lögum.
Axel Þór Kolbeinsson, 10.8.2009 kl. 20:06
Það er ekki verið að vísa þeim úr landi sem sést ef þið lesið dóminn og lög nr. 160/1995. Þetta er einungis úrskurður um það að faðirinn á að fá drengina til sín vegna þess að hún fór ólöglega með þá úr landi. Það er alls ekki verið að vísa neinum úr landi með þessum úrskurði.
Svo segir í Haag samningnum að það eigi að dæma eftir lögum landsins sem börnin voru numin á brott frá, til að svara Birgi hér að ofan. Semsagt Bandaríkjunum.
Það vantar miklar upplýsingar í þessa frétt, það kemur margt í ljós þegar maður les dóminn.
En ég vorkenni konunni þó mikið, það er sorglegt að þurfa að standa í svona.
Sunna 10.8.2009 kl. 23:29
Í dómi hæstaréttar stendur skýrt: "Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 6. júlí 2009, þar sem varnaraðila var heimilað, að liðnum sex vikum frá uppsögu úrskurðarins, að fá tvo nafngreinda syni hans og sóknaraðila afhenta sér með beinni aðfarargerð hafi sóknaraðili ekki áður fært þá til Bandaríkjanna."
Sigrún Guðfinna Björnsdóttir, 11.8.2009 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.