. - Hausmynd

.

Byggðaþróunin snýst við.

Íbúum á landinu fækkar, en líklega er það mest vegna erlendra verkamanna sem hafa ekki lengur vinnu.  Byggðaþróunin virðist líka vera að snúast við því íbúm fjölgar á flestum stöðum á landinu utan höfuðstaðarins.

Á landsbyggðinni er mun minna atvinnuleysi og erfitt er oft að fá sérhæft fólk í laus störf.  Þetta leiðir vonandi til þess að fólk flytji þaðan sem atvinnuleysi er mikið þangað sem það er minna.

Ef allt þróast svo eðlilega næstu áratugi sjáum við vonandi einn eða tvo þéttbýlisstaði á landsbyggðinni sem geta verið mótvægi við höfuðborgarsvæðið.


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfa að vera sæmilega stórir byggðakjarnar til að uppfylla nútímakröfur um þjónustu verslun og menningu,og fleira. Akureyri  t.d .hefur flest að bjóða sem er í Reykjavík  .Mið Austurland þ.e Egilsstaðir-Fjarðabyggð nái  vonandi að eflast og verða sæmilega fjölmennt byggðasvæði.

Hörður Halldórsson 19.8.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Hörður.

Ég hefði viljað sjá svona 40 - 50 þúsund manna byggð í Eyjafirðinum og 20 - 30 þúsund á mið-austurlandi á móti 150 þúsund á höfuðborgarsvæðinu.  Hinir 100 þúsund íbúarnir eða svo dreifðir um landið.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 10:44

3 identicon

Það að tala um Fjarðarbyggð og Egilsstaði í sömu setingunni sem miðausturland  er eins og pólitíkus sem ekki þorir að taka afstöðu og það eru vita gagnslausar tíkur. Það er alveg sama hvað menn vilja Fjarðarbyggð vel en að ætla þessum tveimur stöðum að verða að einum er fáranlegt. Landfræðilega getur það aldrei orðið með dyggri aðstoð veðurskilyrða. Austurland líður fyrir það og þá meina ég allir á Austurlandi að þingmenn hafa ekki haft kjark til að taka af skarið og ákveða hvað er höfuðstaður Austurlands, það sjá það allir sem vilja sjá hvaða staður það er, en ekki má tala um það upphátt., þá ætlar allt að verða vitlaust. það er ótrúlegt hvað lítill hópur getur haft mikil áhrifa á þá umræðu, þar sannast vel að ekki er sama Jón og sér Jón.

19.8.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ekki viss um að við höfum sömu skoðun á hvar þéttbýlið ætti að byggjast upp á austurlandinu Sigurlaug.

Mér finnst persónulega að aðal byggðarkjarninn á austurlandi ætti að vera á Reyðarfirði, jafnvel þótt Héraðið sé komið lengra áleiðis.  Ég hefði frekar viljað sjá Héraðið byggjast upp sem landbúnaðarsvæði, enda er jarðnæði þar gott og aðstæður betri en á fjörðunum.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 11:41

5 identicon

Ég get alveg gúdderað Reyðarfjörð sem höfuðstað þó ekki geti ég fundið jafn mörg rök fyrir því á þeim stað eins og á Egilsstöðum, svo ekki sé talað um hvernig stað fólk vill búa á svona veðurfræðilega séð. 

Hér eru gríðarlega margir sem vinna á Reyðarfirði en vilja ekki búa þar fyrst og fremst vegna veðurs, þekki nokkra sem prufuðu að vera niðurfrá en gáfust upp. Það er nú bara þannig einu sinni,  að þegar fólk á annað  borð ákveður að flytja út á land sem ekki hefur kannski alist upp nema í Rvík,  að það velur sér staðsetningu með tilliti til, samgangna, veðurs, og umhverfis.

Egilsstaðir hafa vegi til allra átta, hér er aðalflugvöllurinn, hér er veðursældin, og hér er landdýmið. Til að byggja upp stórt þéttbýli á Reyðarfirði þarf annað að tvennu að gera,  að setja byggðina upp í fjall eða dreyfa henni gríðarlega sem er mjög óhagkvæmt og þegar svo er myndast aldrei neinn "kjarni" sem fylgir  "höfuðstöðum".   svo finnst mér heldur ekki rétt að fjölga enn meir þeim fjallvegum sem íbúar frá Vopnafirði, Borgarfirði,  Seyðisfirði, Bakkafirði og eða lengja enn frekar leið Breiðdælinga og Djúpavorgsbúa að sínum höfuðstað.

Að staðsetja höfuðstað Austurlands í Fjarðarbyggð kemur ekki meirihluta íbúa á Austurlandi til góða og það hlýtur jú að vera aðalmálið.

19.8.2009 kl. 12:00

6 identicon

Héraðið getur verið landbúnaðarsvæði þó að stærsti byggðakjarninn sé þar (eins og reyndin er núna). Ef hlutunum er leyft að þróast án mikilla afskipta er það alltaf svo að fólkið leitar í þjónustuna og Egilsstaðir eru óumdeild þjónustumiðstöð Austurlands og miðpunktur samgangna. Þegar áhrifin af stóriðjuframkvæmdunum fyrir austan eru skoðuð þá er það athyglisvert að íbúum hefur ekki fjölgað neitt frá því fyrir framkvæmdir í neinum byggðakjörnum nema Reyðarfirði og Egilsstöðum, raunar mest á Egilsstöðum. Reyndar er það svo að þrátt fyrir mikla fækkun á Austurlandi á milli ára núna, fjölgaði fólki á Egilsstöðum á sama tíma. En hrepparígurinn mun auðvitað halda áfram um sinn þó að það sé í raun komin niðurstaða í málið.

B 19.8.2009 kl. 12:03

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Reyndar er landrýmið í Reyðarfirði nægilegt fyrir 25 - 30 þúsund íbúa með því að byggja byggðarlagið upp í fjarðarbotninum og dal.  Þannig væri hægt að vera með miðbæ og þétta byggð.  Í Reyðarfirði er góð aðstaða fyrir hafnir sem gætu nýst við atvinnuupbyggingu.

Egilsstaðir yrðu alltaf miðstöð flugsamgangna og þjónustusvæði við landbúnaðinn, sem er nú ástæðan fyrir því að þar myndaðist byggð í fyrsta lagi.

Það er styttra fyrir Breiðdælinga (20 km) að keyra til Reyðarfjarðar í dag, og styttra fyrir íbúa Djúpavogs líka ef Öxi er ófær (20 km, annars 40 km styttra).  Ef það ætti að taka tillit til mannfjöldadreifingar væri Reyðarfjörður hentugari sem stórt byggðarlag frekar en Egilsstaðir.  Ef við gerum svo ráð fyrir að hugmyndir um göng frá Seyðisfirði yfir í Norðfjörð um Mjóafjörð þá blasir þetta enn frekar við (allaveganna mér).

Ef þetta yrði ofan á myndi Egilsstaðir samt njóta góðs af og byggðarlagið stækka upp í allt að 5 þúsund manns.  En ég veit að þetta er mikið hitamál í fólkinu fyrir austan, enda er hrepparígurinn á milli fjarðarbúa og héraðsbúa helst meiri en hrepparígur víðast hvar annarsstaðar á landinu.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 12:23

8 identicon

Finnst þér Axel að það sé ekki aðeins of seint að fara færa btggðarkjarnan á Reyðarfirði núna fyrst það var ekki gert í upphafi.

Breiðdælingar og Djúpavogsbúar vilja sameinast Egilsstöðum og þegar vegurinn yfir Öxi er komin verður það alltaf styttra fyrir þá. 

Hvað varðar hrepparíginn þá er hann fyrst og fremst úr annari áttinni, það eru ár og dagar síðan viðlíka hefur heyrst frá Héraðsmönnum og kemur frá Fjarðarbyggð.  Stór hluti fólks hér skilur ekki einu sinni hvað er í gangi. Enda gríðarlegur fjöldi hér "AA" fólk eða aðfluttir  andskotar eins og sagt var á þorrablótinu Og þeim hluta tilheyri ég.

19.8.2009 kl. 12:40

9 identicon

Þessar pælingar eru áhugaverðar í ljósi þess að frá því að þéttbýli fór að myndast á Austurlandi hafa fjórir byggðakjarnar á svæðinu borið titilinn "stærsti bær Austurlands". Frá 19. öld og framundir 1930 var Seyðisfjörður stærstur, svo frá 1930 fram yfir 1990 var Neskaupstaður stærstur, síðan á 10. áratugnum hefur stærsti bærinn verið Egilsstaðir fyrir utan tvö ár þegar álversframkvæmdirnar stóðu yfir en þá náði Reyðarfjörður að verða stærstur (með tímabundnum vinnubúðum auðvitað, en samt). Maður veltir því fyrir sér hvernig mál hefðu þróast öðruvísi á Austurlandi ef einn kjarni hefði skorið sig úr sem óumdeildur höfuðstaður héraðsins og haldið þeirri stöðu allan tíman.

B 19.8.2009 kl. 12:42

10 identicon

Ef maður á að taka þessi dæmi um samgöngur og vegalengdir lengra þá ætla ég bara að benda á að frá Vopnafirði og Borgarfirði er styttra til Egilsstaða en Reyðarfjarðar og engar samgöngubætur geta haggað því. :)

B 19.8.2009 kl. 12:44

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Sigurlaug og B.

Höfn var stærsti bær austurlands í nokkur ár líka ef ég man rétt, en hornfirðingar eru varla austfirðingar.

Að öllum líkindum mun Egilsstaðir verða byggðarkjarni austurlands, þótt ég telji Reyðarfjörð vera hentugri.  Ekki nema ég nái því að verða einræðisherra yfir Íslandi.

Að sjálfsögðu mun alltaf vera styttra fyrir íbúa Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Borgarfjarðar til Egilsstaða en til Reyðarfjarðar, en það er samt styttra fyrir fleiri íbúa austurlands til Reyðarfjarðar.

Varðandi betri veg yfir Öxi, þá myndi hann aldrei þjóna Breiðdælingum.  Mér hefði fundist betra að skoða möguleikann á jarðgöngum úr Norðurdal í Breiðafirði og yfir í Þórudal.  Samhliða því væri hægt að byggja upp veginn um Þórudalsheiði yfir til Reyðafjarðar.

thordalslei.jpg

En byggðaþróun á austurlandi hefur verið flókið fyrirbæri og full af hagsmunapólitík frá lýðveldisstofnun.  Þar í ofanálag gerir landafræði svæðisins málið allt flóknara.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 13:20

12 identicon

Breiðdælingar nota auðvitað Breiðsalsheiði frekar en Öxi þegar hún er fær.  Og svo verður aldrei byggður upp höfuðstaður nema fólk vilji búa þar Axel,  nema þú ætlir  þegar þú verður einræðisherra að neyða fólk líka til að búa þar???  

19.8.2009 kl. 13:52

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er aldrei að vita hvað ég myndi gera ef ég yrði einráður...

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 13:53

14 identicon

Hahahha góður

19.8.2009 kl. 15:51

15 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Sæl Sigurlaug.

Legg til að Egilstaðasvæðið sameinist Djúpavogi!!

Sigurbjörn Svavarsson, 20.8.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband