. - Hausmynd

.

Leikur - Bandalög heimsins.

Mér datt í hug að setja upp smávægilegan leik sem reynir á gagnrýna hugsun, hugmyndaflug og góð rök.  Hugmyndin kviknaði út frá pælingum mínum á vef Guðmundar Ásgeirssonar í gær.

En málið er einfalt.  Ég vil að þið skoðið möguleika á ríkjabandalögum í öllum heiminum og færið sæmileg rök fyrir því hvers vegna viðkomandi lönd eiga hagsmuni saman.  Ég tók mér það bessaleyfi að byrja og er búinn að setja inn á myndina ESB ásamt fyrirséðum stækkunum, "Atlantis" (Noregur, Ísland, Grænland, Færeyjar, Skotland og Írland) og N-Ameríkubandalag.  Ég mun svo uppfæra myndina eftir því sem fleiri bandalög myndast.

Unions

 

Ath.  Þessi leikur endurspeglar ekki hugmyndir höfundar.  Leikurinn er eingöngu hugsaður til skemmtunar.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég bætti við bandalagi S-Ameríkuríkja.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna mætti líka bæta við Afríkusambandinu, sem var formlega stofnað 9. júlí 2002 og hefur meðal markmiða sinna sameiginlegt efnahagssvæði. Sameiginlegur seðlabanki með myntina Afro á svo að verða tilbúinn um 2020. Uppbygging þessa fyrirhugaða sambands er að mestu leyti byggð á módeli Evrópusambandsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru öll ríki Afríku aðilar að sambandinu fyrir utan Marrokkó sem sagði sig árið 1984 úr OAU en það var var forveri þessa sambands. Guineu og Madagascar hefur auk þess verið vísað úr sambandinu af vegna "pólitísks óstöðugleika", og Eritrea hefur dregið fulltrúa sinn úr sambandinu vegna óánægju með óleystar landamæradeilur við Eþíópíu.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/thumb/b/bf/Map_of_the_African_Union_with_Suspended_States.svg/180px-Map_of_the_African_Union_with_Suspended_States.svg.png

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bætti við Afríkubandalaginu með þeim löndum sem eru ekki fullir meðlimir í dag + Marakkó.  Bætti líka við hugmyndinni að Mið-Asíu bandalagi.

Ætti ég að telja nýlendur Evrópu til ESB eða utan?  Núna eru þar eingöngu héruð Frakklands.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 13:12

4 identicon

Bandalög heimsins á að leggja niður en ekki stofna ný.

20.8.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er bara leikur hjá mér Sigurlaug mín.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég skelli nýlendum Evrópu með, og bæti Sviss og Lichtenstein með í ESB.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 14:06

7 identicon

Ég veit það nú Axel En oft fylgir gamni nokkur alvara, og því legg ég þessa skoðun í púkkið

20.8.2009 kl. 16:27

8 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ef við hugsum slík bandalög eftir svæðisbundnum (hafssvæðum) hagsmunum Ég myndi ég bæta Kanada og Rússlandi við "Atlantis", jafnvel USA. 

Ef við hugsum um efnahaglega hagsmuni, þá erum við best komnir í EFTA ásamt sérsamninga okkar íslendinga við ýmis ríki (USA ofl), mottóið "viðskiptasamninga við allar þjóðir á jafnréttisgrundvelli.

Sigurbjörn Svavarsson, 20.8.2009 kl. 20:42

9 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Flott kort Axel.

Sjálfur hef ég bent á þetta norðurbandalag og einmitt kallað það Atlantis. Mér finnst þetta mjög spennandi kostur sem gefa ætti góðan gaum.

Skúli Guðbjarnarson, 26.8.2009 kl. 08:58

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Skúli.

Ég er volgur fyrir hugmyndinni.  Hér er samanburðarmynd af Atlantis og ESB (án Íra og Skota).  Þú mátt nýta hana eins og þú vilt.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.8.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband