. - Hausmynd

.

ESB niðurgreiðir flugvélaframleiðslu.

Merkileg frétt.

ESB niðurgreiðir flugvélaframleiðslu á hátt sem WTO er ekki sátt við.  En hvað er svo óeðlilegt við það að ríki vilji styðja við þær atvinnugreinar sem eru þeim mikilvægar?  Margar leiðir eru til þess, t.d. að setja háa verndartolla á kínverskan iðnvarning til að vernda innlenda framleiðslu.

Við Íslendingar, alla veganna sum okkar, teljum eðlilegt að styðja við bakið á þeim atvinnugreinum sem okkur þykir mikilvægar.  Þetta á sérstaklega við um matvæli, en ætti að mínu mati að eiga við aðrar nauðsynjar sem við gætum mögulega framleitt hér.  Við verðum að spyrja okkur sjálf hvað við getum komist af án ef t.d. skylli á þriðja heimsstyrjöld og flutningar til og frá landinu yrðu stopulir.


mbl.is Ólöglegar niðurgreiðslur ESB til Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

No one should be without a chicken and a tomato plant for exactly this reason.

Lissy 4.9.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einmitt Lissy, og helst lyfjaframleiðanda til vonar og vara.

Góða skemmtun á ljósanótt.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.9.2009 kl. 21:25

3 identicon

Frétt Morgunblaðsins er í grunnin röng að öllu leiti, eða mestöllu leiti, enda var það ekki ESB sjálft sem styrkti þetta. Heldur Evrópskar ríkisstjórnir. Sjá nánar hérna.

Jón Frímann 4.9.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er því miður ekki áskrifandi að WSJ Jón Frímann þannig að ég fæ ekki að lesa greinina, en ég býst við því að þetta hafi í það minnsta verið Frakkar og Þjóðverjar, líklega Bretar, Ítalir og Spánverjar líka.  Er það ekki nokkuð rétt hjá mér?

Axel Þór Kolbeinsson, 4.9.2009 kl. 23:15

5 identicon

Ég er ekki heldur áskrifandi, en greinin opnast samt fyrir mér án vandamála.

Annars stendur þetta í greinni.

"

The U.S. had filed its complaint in 2004, challenging billions of euros in launch aid European governments have funneled into Airbus, a direct competitor to U.S.-based Boeing Co. (BA). Boeing had alleged that subsidies to Airbus contravened WTO rules, triggering the complaint from the U.S. government.

A parallel complaint by the European Union Commission against allegedly illegal subsidies provided to Boeing is also before the Geneva-based WTO, but the trade body won't give out its draft report on that complaint until next year.

Launch aid for the planned wide-bodied Airbus A350 XWB airliner, expected to enter into service in 2013, isn't an issue for the WTO in the context of the U.S. complaint, the source said. The go-ahead for the A350 was given after the U.S. filed its complaint.

The governments of France, Germany and the U.K - countries that are heavily involved in Airbus production - have pledged launch aid of EUR2.9 billion for the A350, and the Spanish government has also said it will be contributing."

Jón Frímann 4.9.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jamm, þetta er bara það sama og ESB og BNA eru búin að vera að gera undanfarin 10 - 20 ár; nota WTO til að reyna að koma höggi á hvort annað.  Þeir hafa rifist um allann andskotan; verndartolla á stáli, tollaívilanir á banönum o.sv.frv.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.9.2009 kl. 23:33

7 identicon

Það eru frekari upplýsingar um þetta á fréttavef BBC News hérna. Þetta virðist vera frekar hart viðskiptastríð á milli BNA og ESB landanna (eins og þú nefnir), sérstaklega stærstu aðildarlanda ESB í þessu tilfelli.

Þetta er hinsvegar ekkert tengt spillingu eins og einhverjir halda fram hérna á blog.is.

Jón Frímann 4.9.2009 kl. 23:40

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nei, spilling kemur þessu máli líklega lítið við, allaveganna ekki á yfirborðinu, en þetta er klassískt dæmi um það að ágreiningsmál eru leyst fyrir dómstólum eða ráðum þegar svipað stór ríki eða ríkjasambönd deila.

Ég er reyndar á því að WTO sé batterí sem er misnotað illa í þágu þessarra tveggja aðilla (BNA og ESB) en hefur farið illa með mörg smá ríki.  Sérstaklega er mér í huga saga Jamaíka núna.  Þú getur fundið ágætar heimildarmyndir um það á www.sprword.com

Axel Þór Kolbeinsson, 4.9.2009 kl. 23:54

9 identicon

Íslendingar eru í WTO, eins og flest öll ríki í heiminum (aðildarríkjum fer fjölgandi með hverjum áratugnum sem líður). Það kemur mér ekkert á óvart að BNA sé taugastrekkt útaf ESB, enda er stærð ESB farin að Bandaríkjamönnum vandræðum í alþjóðlegum viðskiptum. Þar sem ESB er orðin mjög valdamikil á því sviði.

Jón Frímann 5.9.2009 kl. 02:44

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verst er að sama hvort er innan Evrópu eða utan, er hætt við að kreppan bitni á lélegri viðgerðum flugvéla og öryggi farþega hvar í flokk sem ábyrgðarmenn stilla sér.

Risa auðvald heimsins hefur bara tilfinningu fyrir fjárhagslegum gróða en ekki gróða einstakra farþega.

því miður hefur borið óvenjumikið á alvarlegum flugslysum upp á síðkastið. Öryggiseftirliti og viðgerðum á flugvélum er ábótavant, og meir nú en nokkurn tíma.

Ekki vænti ég þess að auðvaldið hugsi fyrst um hinn allmenna farþega, umfram aurana sem sparast í vanræktu eftirliti á flugvélum, sem svo gleðja auðvaldsins fátæklegu lífssýn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband