. - Hausmynd

.

Fljótt dæmt

Ég henti inn smá svari á bloggsíðu Jennýar Önnu sem ég held að megi hreinlega standa sem sjálfstæð færsla við þessa frétt.

Mér finnst fólk vera óttalega fljótt að dæma.  Kristilegir flokkar í Evrópu eru stórir og áhrifamiklir í flestum löndum, og þá er ég bara að miða við kristilega demókrata.  Stærsti stjórnmálahópurinn á Evrópuþinginu, EPP, er meir að segja samansafn af kristnum demókrötum og hófsömum íhaldsmönnum.

Einnig virðist fólk vera fljótt að tengja öfga-hægrimennsku við kristilegt framboð, sem sýnir mér að fólk fái megnið af sinni vitneskju úr brandararískum sjónvarpsþáttum.  Sannleikurinn er hinsvegar sá að til eru hópar kristinna sósíalista, kristinna demókrata, kommúnista, anarkista og allt þar á milli, þótt kristnir demókratar séu stærstir og eru venjulega flokkaðir sem mið-hægri flokkar með íhaldssamar áherslur.

Nú er ég ekki að lýsa yfir stuðningi mínum við þennan flokk umfram það að óska þeim góðs gengis, né myndi ég ganga í þann flokk þar sem ég játa ekki kristni.  En ég bið fólk um að vera aðeins víðsýnna.

Svo er skoðanakönnun hér til hliðar sem fólk getur tekið þátt í.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Axel!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég á engar þakkir skilið fyrir að segja sannleikann.  Leyfið mér að fylgjast með hvernig gengur.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gerum það! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.9.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Nú er ég ekki að lýsa yfir stuðningi mínum við þennan flokk umfram það að óska þeim góðs gengis, né myndi ég ganga í þann flokk þar sem ég játa ekki kristni. "

Ja nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Ég hefði getað svarið fyrir það að þú værir kristinn. Guðsteinn þó! Þú varst þa´að grínast með þetta allan tímann?!

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 08:06

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef ég væri kristinn væri líklega ekki brennandi kirkja í hausmyndinni minni.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.9.2009 kl. 08:10

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert kannski múslimur, eða jafnvel trúfrjáls eins og ég. Ég var annars að lesa ansi merka grein frá Jesúsi Val Jenssyni á aíðu þessara samtaka. (Hann skrifar undir mynd af Jesú. 3ja boðorðið eitthvað gleymst hjá honum)

Anyhows...greininni á hann vart til orð yfir hneykslan sína yfir því að Múslimum skuli leyft að hafa kapellu háskóplans til afnota. Augljós afstaða í garð annarra trúarbragða skín þar í gegn. Raunar er hann kaþólikki, svo ef hann ætlar að halda prótókollinum réttum, þá á hann líka að fordæma Lúterska kirkju, sem ER villutrú í bókum Kaþólikka.

Hann vill sennilegast úthýsa þeim, svo að þeir eigi enga aðra kosti en að byggja sér mosku. Segir margt um strategíska hugsun mannsins.

Þessi flokkur er stofnaður á grunni samtaka, sem hann stofnaði til að fá fóstureyðingar bannaðar. Mér þykir því af öllu þessu merkilegt að þú óskir þeim góðs gengis. 

Svona framboð hefur verið reynt áður annars og þeir komust ekki yfir 0.0%. So...why the fuss?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 08:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé að ég hef miskilið yfirlýsinguna, sem að hún kæmi frá Guðsteini. Kannski var það óskhyggja af minni hálfu að hann kæmi úr úr skápnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 08:19

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mig grunaði það.  Ég vil sjá hjá þeim fullmótaða stefnuskrá áður en ég fer að gagnrýna þá eitthvað.  Það er erfiður línudans að koma saman kristilegu stjórnmálaafli sem gengur því það má ekki vera of mikil trú í stefnu þeirra.

Kristilegir flokkar hafa boðið sig fram tvisvar hér á landi: 1995 og 1999 í Reykjavík og Reykjaneskjördæmum.  Árið 1995 fengu þeir samanlagt 316 atkvæði og fjórum árum síðar 441 atkvæði.  Þetta var innan við 1% í hvoru kjördæmi.

En eins og ég bendi á þá eru kristilegir flokkar sterkir á meginlandinu, með stærstu flokkum í sumum þeirra, en smáflokkar í öðrum.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.9.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband