. - Hausmynd

.

Stór fyrirtæki og smá

Andrés Magnússon talar um aukna uppgjöf hjá atvinnurekendum og talar um að fyrirtæki séu sífellt að verða gjaldþrota, en tölur um þróun atvinnuleysis undanfarið styðja ekki við þessi orð hans.  Skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr 9,1% í apríl niður í 7,7% í ágúst.

Töluvert er um að stærri fyrirtæki á landinu séu í erfiðleikum sem og fyrirtæki í ákveðnum geirum t.d. fjármálageira og byggingariðnaði.  Minni fyrirtæki virðast hinsvegar allt að blómstra.  Mikið er að gera hjá bifreiðaverkstæðum og í öðrum þjónustufyrirtækjum, ný fyrirtæki eru að spretta upp í stað þeirra sem hafa farið á hausinn, oft vegna lélegrar stjórnunar og vafasamra ákvarðana.

Það er nefninlega þannig í markaðskerfi að ef það er markaður fyrir ákveðna vöru eða þjónustu þá eru til fyrirtæki sem framleiða þá vöru eða flytja hana inn eða veita viðkomandi þjónustu.  Ef eitt fyrirtæki rúllar kemur annað eða önnur í þess stað og læra vonandi af mistökum forvera þeirra.


mbl.is Uppgjöf meðal atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Rétt hjá þér og það eina sem ríkisvaldið á að gera er að sjá til þess að rekstrarumhverfi sé á þann veg að fyrirtæki (atvinna) geti dafnað, en þar stendur hnífurinn í kúnni.

Umrenningur, 23.9.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Axel, þetta eru orð að sönnu hjá þér.  Sennilega á Andrés við að stóru dæmin verði aðstoðuð enn frekar, svo sem þau sem auglýsa Tax Free daga á milli þess sem 30-70% útsala og lagersala er á dagskrá.  Mörg þessi stóru "inn"flutningsfyrirtæki eru nú þegar rekin í boði skattgreiðenda.

Magnús Sigurðsson, 23.9.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þakka ykkur fyrir innlitið Umrenningur og Magnús.

Mér hefur alltaf fundist undarlegt þegar verslanir geta boðið allt að 90% afslátt af sínum vörum.  Af minni reynslu af verslunarstörfum er erfitt fyrir minni verslanir að bjóða meira en 40% afslátt án þess að borga með vörunum.  Værum við ekki bara með heilbrigðara verslunarumhverfi ef hér væru margar smærri verslanir í raunverulegri samkeppni frekar en stórar og fáar verslanir í fákeppni og jafnvel okri?

Axel Þór Kolbeinsson, 23.9.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband