. - Hausmynd

.

Skoðanakönnun

Nú þegar 311 eru búnir að svara skoðanakönnun minni um hvað fólk hyggst kjósa er staðan svo:

  • Framsóknarflokkur   13,83%
  • Sjálfstæðisflokkur   24,44%
  • Frjálslyndi flokkurinn   2,89%
  • Hreyfingin   1,29%
  • Kristin stjórnmálasamtök  2,89%
  • Samtök Fullveldissinna   17,68%
  • Borgarahreyfingin  2,89%
  • Lýðræðishreyfingin   0,64%
  • Samfylkingin 14,47%
  • VG  11,58%
  • Annað  7,4%

Ef við göngum út frá því að annað verði ekki í boði þannig að þessi 7,4% mæti ekki á kjörstað eða skili auðu og framboðin hefðu jafnt fylgi á milli kjördæma yrðu úrslit eftirfarandi:

  • Framsóknarflokkur   14,9% gildra atkvæða og 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur   26,4% gildra atkvæða og 19 þingmenn
  • Frjálslyndi flokkurinn   3,1% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Hreyfingin   1,4% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Kristin stjórnmálasamtök  3,1% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Samtök Fullveldissinna 19,1% gildra atkvæða og 14 þingmenn
  • Borgarahreyfingin  3,1% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Lýðræðishreyfingin 0,8% gildra atkvæða og engann þingmann
  • Samfylkingin 15,6% gildra atkvæða og 11 þingmenn
  • VG  12,5% gildra atkvæða og 9 þingmenn

Svona myndi skipting þingsæta líta út:

skod1.png

Þessi skoðanakönnun er einungis til gamans gerð og ekki marktæk.  Viltu hafa áhrif á útkomuna?  Kjóstu þá hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það lítur semsé þannig út að sjálfstæðisflokkurinn verði aftur kominn í ríkisstjórn fljótlega aftur þar sem ekki getur verið langt í að kosið verði aftur miðað við gang mála nú um stundir.

Miðað við þessa óformlegu könnun.

Það er ekki góður kostur en raunin er einfaldlega sú að það eru engir góðir kostir í boði.

Sigurður 2.10.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef þetta yrði niðurstaða kosninga þyrfti ekkert að vera að Sjálfstæðisflokkurinn færi í stjórn.  Ekki er hægt að mynda meirihlutastjórn nema með þrem flokkum, þannig að Framsókn, VG og Fullveldissinnar gætu myndað stjórn saman.

En miðað við alvöru skoðanakannanir þá er líklegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti myndað stjórn saman.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.10.2009 kl. 13:13

3 identicon

Merkilegt nokk að þá er sjálfstæðisflokkurinn orðinn stæðsti flokkurinn í formlegum könnunum þrátt fyrir að hann hafi átt stæðstan hlut í að koma okkur í þessa stöðu. Og yrði sennlilega í stjórn ásamt framsókn ef kosið yrði núna. Skrýtið er pólitískt minni íslendina.

Sigurður 4.10.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þá þarf bara að sannfæra stóran hluta kjósenda sjálfstæðisflokksins að kjósa Samtök Fullveldissinna í staðin.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.10.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband