. - Hausmynd

.

Innilegar samúðarkveðjur

Til þeirra Íra sem kusu gegn Lissabon og sérstakar samúðarkveðjur til þeirra sem kusu gegn í fyrra en með núna.
mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vinnubrögðin innan Evrópusambandsins eru á þá leið að í þau fáu skipti sem almenningur í ríkjum sambandsins eru spurðir álits á einhverjum samrunaskrefum innan þess (nokkuð sem allt er reynt til þess að komast hjá að gera) er búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Hún skal vera já.

Ef fólk segir nei er kosið aftur og aftur þar til niðurstaðan er eins og ráðamenn Evrópusambandsins vilja og þá er aldrei kosið aftur. Nei þýðir ekki nei að í orðabók sambandsins heldur í bezta falli kannski seinna.  Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt já.

Eins og Wall Street Journal skrifaði fyrr á þessu ári er niðurstöðum kosninga hagrætt víða í heiminum til þess að fá "rétta" útkomu en hjá Evrópusambandinu er bara kosið aftur og aftur þar til "rétt" útkoma fæst og þá er aldrei kosið aftur. Í báðum tilfellum er um að ræða fullkomna fyrirlitningu á lýðræðinu.

Þessi vinnubrögð Evrópusambandsins eru hliðstæð og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Og nú hafa Írar fengið að kenna á þessum vinnubrögðum. Reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru vondar fréttir, en verða vonandi til þess að deyfa enn frekar áhuga Íslendinga á að ganga í þetta (verðandi) ríkjasamband.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vonandi hafnar ESB aðild Íslands, þá munum við ekki þurfa ítrekaðar kosningar um það óheillamál.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGSStyðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 16:01

4 identicon

Hlökkum til að fá ykkur í sambandið.

ESB 3.10.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað hlakkar ESB til þess að fá okkur í sambandið með heimanmundinn okkar, Norsarar voru ekki til sölu og önnur norðurskautsríki utan seilingar.

Írar seldu sig fyrir fóstureyðingarlöggjöfina sína (sem þeir fá að halda!) en hvað fáum við íslendingar í sambandsgjöf; Icesave klafann?

Kolbrún Hilmars, 3.10.2009 kl. 17:34

6 identicon

Það slæma við stöðu okkar í þessum málum er sú að ríkisstjórnin virðist vera að þjarma meir og meir að þjóðinni í þeim tilgangi að heilaþvo hana að eina björgunarleiðin sé að ganga í ESB !!  Það á greinilega að koma okkur í ESB, með góðu eða illu, og þá helst með illu !!

Brynja Daníelsdóttir 4.10.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Vegna hinnar hörmulegu niðurstöðu sem varð í kosningum Íra um Lissabonsáttmálann vil ég benda áhugasömum lesendum á þá fyrirstöðu sem enn er á því að sáttmálinn taki gildi:
 Support Vaclav Klaus! Stop the Lisbon Treaty! á Facebook.
og Sign the petition in support of Vaclav Klaus!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 4.10.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband