. - Hausmynd

.

Margir frambjóðendur orðnir taugatrekktir

Ég sé á fésbókinni, bloggum og póstlistum að margir frambjóðendur og annað áhugafólk bíður spennt eftir niðurstöðum kosninganna og einhverjir vilja fá "fyrstu tölur".  Því miður er kerfið þannig að fyrstu tölur eru líka þær síðustu því ekkert er í raun hægt að birta fyrr en búið er að reikna allt út.

Sjálfur er ég óeðlilega rólegur.


mbl.is Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1894

Ég fæ ekki betur séð en að þetta hafi verið slakasta kjörsókn síðan 1894 miðað við gögn Hagstofunnar.  Þar vantar reyndar gögn um kosningaþátttöku í sveitastjórnarkosningum langt aftur í tímann.

  • 1874, haust  19.6%
  • 1880, september 24.7%
  • 1886, júní 30.6%
  • 1892, september 30.5%
  • 1894, júní 26.4%
  • 1900, september 48.7%
  • 1902, júní 52.6%
  • 1903, júní 53.4%
  • 1908, 10. september 75.7%
  • 1911, 28. október 78.4%
  • 1914, 11. apríl 70.0%
  • 1916, 21. október 52.6%
  • 1918, 19 október þjóðaratkvæðagreiðsla 43.8%
  • 1919, 15. nóvember 58.7%
  • 1923, 27. október 75.6%
  • 1927, 9. júlí 71.5%
  • 1931, 12. júní 78.2%
  • 1933, 16. júlí 70.1%
  • 1934, 24. júní 81.5%
  • 1937, 29. júní 87.9%
  • 1942, 5. júlí 80.3%
  • 1942, 18.-19. október 82.3%
  • 1944, 20.-23. maí þjóðaratkvæðagreiðsla 98.4%
  • 1946, 30. júní 87.4%
  • 1949, 23.-24. október 89.0%
  • 1952, 29. júní forsetakjör 82.0%
  • 1953, 28. júní 89.9%
  • 1956, 24. júní 92.1%
  • 1959, 28. júní 90.6%
  • 1959, 25.-26. október 90.4%
  • 1963, 9. júní 91.1%
  • 1967, 11. júní 91.4%
  • 1968, 30. júní forsetakjör 92.2%
  • 1971, 13. júní 90.4%
  • 1974, 30. júní 91.4%
  • 1978, 25. júní 90.3%
  • 1979, 2.-3. desember 89.3%
  • 1980, 29. júní forsetakjör 90.5%
  • 1983, 23. apríl 88.3%
  • 1987, 25. apríl 90.1%
  • 1988, 25. júní forsetakjör 72.8%
  • 1991, 20. apríl 87.6%
  • 1995, 8. apríl 87.4%
  • 1996, 29. júní forsetakjör 85.9%
  • 1999, 8 maí  84.1%
  • 2003, 10. maí 87.7%
  • 2004, 26. júní forsetakjör 62.9%
  • 2007, 12. maí 83.6%
  • 2009, 25. apríl 85.1%
  • 2010, 6. mars þjóðaratkvæðagreiðsla 62.7%
  • 2010, 27. nóvember stjórnlagaþing 35,95%
Öll gögn koma frá Hagstofu Íslands.
mbl.is Slakasta þátttaka frá 1944
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakasta kosningaþátttaka síðan 1894

Nei, þetta er ekki innsláttarvilla í fyrirsögninni.  Kjörsókn hefur ekki farið undir 40% síðan í kosningum árið 1894.  Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918 náði kjörsóknin 43,8% þannig að mögulegt er að það náist.

 


mbl.is Úrslit hugsanlega ljós á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörseðillinn

Það er víst voðalega vinsælt að birta lista yfir þá sem fólk ætlar að kjósa, og fyrst svo margir hafa ekki gefið sér tíma til að kynna sér frambjóðendur þá læt ég slag standa og birti lista yfir það fólk sem ég hef í hyggju að kjósa á morgun - svo lengi sem ekkert svakalegt kemur upp á í nótt.

  1. Axel Þór Kolbeinsson 2336
  2. Sigurbjörn Svavarsson 4679
  3. Þórður Eyfjörð Halldórsson 8529
  4. Rakel Sigurgeirsdóttir 3865
  5. Þór Ludwig Stiefel 9827
  6. Ari Teitsson 2237
  7. Frosti Sigurjónsson 5614
  8. Arndís Einarsdóttir 5449
  9. Eva Sigurbjörnsdóttir 2754
  10. Jörmundur Ingi Hansen 3414
  11. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
  12. Gunnar Grímsson 5878
  13. Lýður Árnason 3876
  14. Jón Jósef Bjarnason 5042
  15. Jón Valur Jensson 8804
  16. Jóhannes Þór Skúlason 8419
  17. Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir 6054
  18. Finnbjörn Gíslason 6087
  19. Pétur Kristjánsson 6714
  20. Sigþrúður Þorfinnsdóttir 4261
  21. Már Wolfgang Mixa 4041
  22. Ólafur Jónsson 6769
  23. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir 7198
  24. Ingibjörg Daníelsdóttir 7253
  25. Tryggvi Gíslason 6428

Fyrir þá sem þekkja mig ætti þessi listi ekki að koma mjög mikið á óvart.  Þá 500 frambjóðendur sem komust ekki á minn lista bið ég afsökunar, en ég get víst ekki kosið fleiri þótt ég glaður vildi.

Eigið góðan kosningadag á morgun.


Til hinna 210.000 kjósenda sem hafa ekki kosið

Nú veit ég að mörg ykkar munið nýta tíman í kvöld til að fara yfir þá frambjóðendur sem ykkur hugnast að taki sæti á stjórnlagaþingi.  Ef þið viljið kynnast mér eitthvað þá mæli ég með því að þið lesið þessa grein og hlustið svo á viðtalið við mig hjá RÚV.  Ef greinin eða viðtalið vekur athygli ykkar þá er ykkur velkomið að líta hér yfir síðuna eða senda mér spurningar hvort sem er hér eða í tölvupósti (netfangið kemur fram á síðum RÚV og kosning.is).

Fjölmennum svo á kjörstað á morgun því án þíns atkvæðis er líklegra að fólk sem þér hugnast ekki nái kjöri.

 


mbl.is Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur vel

Það er gott að sjá að áhugi er fyrir þessum kosningum og ég vona að sá áhugi haldist næstu daga.  Ég vona líka að þeir sem búnir eru að kjósa hafi gefið sér nægan tíma til að kynna sér frambjóðendur.

Það verður fundur annað kvöld á vegum Frjálslynda flokksins í húsnæði Borgarahreyfingarinnar þar sem nokkrir frambjóðendur munu kynna sig, og fundir eru líklega haldnir á fleiri stöðum.

Ef einhver vill kynnast mér betur þá er hér bréf til þín og svo viðtalið hjá RÚV.  Þú getur líka sent mér póst eða skilið eftir athugasemd hér ef það er eitthvað sem þú vilt vita sérstaklega og ég mun svara eftir bestu getu.


mbl.is Um 5.500 kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til kjósenda

Hér fyrir neðan er bréf mitt til kjósenda sem verður vonandi birt í Morgunblaðinu og nokkrum landshlutablöðum þrátt fyrir birtingu hér.

Kæri kjósandi.

Laugardaginn 27. nóvember fara fram kosningar til stjórnlagaþings og þar sem ég er einn hinna fjölmörgu frambjóðenda vil ég segja þér aðeins frá mér og hverjar áherslur mínar eru.

Ég fæddist sléttum 60 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki í Reykjavík.  Ég ólst upp þar og í Neskaupstað.  Ég hætti námi fljótlega eftir grunnskólanám og hef verið á vinnumarkaði síðan.  Þegar ég var 18 ára gamall flutti ég úr Reykjavík til Neskaupstaðar og fékk vinnu hjá Síldarvinnslunni þar sem ég vann í tæp átta ár við fiskvinnslu.  Ég ætlaði mér ekki að vera þar svo lengi, en ég kynntist pólskri konu sem er töluvert eldri en ég og varð ástfanginn af henni.  Hún flutti hingað alfarið í kjölfarið ásamt dætrum sínum tveim sem ég lít á sem mín eigin börn.  Því miður entist samband okkar ekki, en við erum samt góðir vinir.  Í dag er ég giftur yndislegri konu frá Bandaríkjunum og við búum í Hveragerði.

Á meðan ég bjó fyrir austan tók ég virkan þátt í verkalýðsstarfi og var trúnaðarmaður í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar með sérstaka áherslu á erlenda starfsmenn og þeirra réttindi.  Ég var líka í trúnaðarmannaráði AFLs og Alþýðusambands Austurlands.  Ég hef alltaf haft skoðanir á stjórnmálum og það hefur náð nýjum hæðum þar sem ég tók þátt í stofnun Samtaka fullveldissinna og er í stjórn þeirra ásamt því að vera í stjórn suðurlandsdeildar Heimssýnar.

Þau atriði sem ég vil helst sjá breytast í stjórnarskrá lýðveldisins eru að íslenskt tal- og táknmál séu skilgreind sem opinber tungumál lýðveldisins, að ekki sé minnst á eitt trúfélag umfram annað, að ráðherra geti ekki jafnframt gegnt þingmennsku og síðast en ekki síst að vald almennings sem æðsta valds þjóðarinnar komi skýrt fram með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.  Ég er ekki hlynntur fækkun þingmanna en vill beita mér fyrir kosningakerfi sem auðveldar röddum minnihlutahópa að heyrast á alþingi.

Ég hvet þig kæri kjósandi til að mæta á kjörstað þann 27. og nýta atkvæði þitt til að hafa áhrif á hverjir sitja þetta tímamótaþing.

Axel Þór Kolbeinsson
frambjóðandi númer 2336

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vá!

Miðað við kannanir SÁÁ um götuverð vímuefna getum við gefið okkur að eitt gram kosti 5.000kr, sem þýðir að á hverju ári eyða íslendingar 1.447.315.000kr í amfetamín, eða tæpum einum og hálfum milljarði.  En í fréttinni er talað um að þessi 264kg séu næstum öll ársneysla íslenska markaðarins.

Og þetta er bara amfetamínið...


mbl.is 8 ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krossaskrá yfir viðhorf frambjóðenda

Haukur Jóhannsson sendi frambjóðendum póst þann 13. nóvember þar sem hann spurði eftirfarandi spurninga:

  1. Viltu að landið sé eitt kjördæmi?
  2. Viltu að ríkið veiti einu trúfélagi forréttindi umfram önnur?
  3. Viltu að almenningur eigi allar náttúruauðlindir og njóti arðs af þeim?
  4. Viltu að vernd umhverfis og náttúru verði höfð að leiðarljósi við allar framkvæmdir?
  5. Viltu að öll orkufyrirtæki séu í eigu almennings?
  6. Viltu að Ísland verði áfram aðili að Atlandshafsbandalaginu?
  7. Viltu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu náist hagstæðir samningar?
Hann tók sig svo til og sett svörin sem hann fékk í svokallaða krossaskrá, en hana má nálgast hér (.pdf).  Vonandi verður hún einhverjum að gagni.
mbl.is Skannar komnir á talningarstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband