. - Hausmynd

.

Yfirlýsing Alþingis götunnar

Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.

Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.

Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.

Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.

Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.

Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.

Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.

Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?

Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.

Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.

 

Helga Þórðardóttir flutti ræðuna


Skilaboð dagsins...

Stjörnuryk flutti þetta lag í lok fundarins.  Annars vil ég meina að um 2.000 manns hafi verið á Austurvelli, og jafnvel fleiri í göngunni niður Laugarveginn.


mbl.is „Við erum fólk en ekki fé“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur veit hvað lýðræði er

Ólíkt mörgum öðrum, bæði opinberum persónum sem og ýmsum hér í bloggheimum, veit Ólafur hvað lýðræði er og hvernig það virkar.

Tökum forseta vorn okkur til fyrirmyndar og tökum þátt í lýðræðinu.


mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðum lýðræðið!

Morgundagurin er einn stærsti dagur í lýðræðissögu landsins.  Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki.  Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.

Út á við mun niðurstaða kosninganna vera það sem skiptir mestu máli, og það sama er hér til skamms tíma litið.  En til lengri tíma litið er það kjörsóknin sjálf sem mun hafa mest áhrif á hvort og hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram í framtíðinni.

Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað á morgun, þó ekki væri nema til að skila auðu.  Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.  Eftir að fólk hefur kosið er upplagt að taka þátt í kröfugöngu Alþingis götunar, svo lengi sem fólk býr á stór-Hveragerðissvæðinu.

 


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

841-0551

Hér er yfirlýsing frá Heimavarnarliðinu frá því fyrr í vetur:

  • Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
  • Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
  • Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
  • Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com.
http://multitrack.powweb.com/hlv_dreifimidinn.pdf

http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf


mbl.is Bankakreppu velt á almenning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

85% kjörsókn

Næstkomandi laugardagur er stór dagur í lýðræðisþróun landsins.  Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki.  Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.

Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað næstkomandi laugardag, þó ekki væri nema til að skila auðu.  Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.


mbl.is Kosningarnar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum öll

Næstkomandi laugardagur er stór dagur í lýðræðisþróun landsins.  Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki.  Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.

Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað næstkomandi laugardag, þó ekki væri nema til að skila auðu.  Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.


mbl.is Segir ekki langt í land í Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er virðingin?

Margir íslenskir stjórnmálamenn virðast bera enga virðingu fyrir lýðræði, stjórnarskrá eða almenningi í landinu.  Sú litla virðing sem ég bar fyrir þeim hvarf í dag, og hefur orðið að ógleði.

Ég sagði í síðustu færslu ætla að bíða þar til reiðin væri aðeins farin að minnka áður en ég léti lyklaborðið finna fyrir því aftur, en hvað sé ég þegar ég sest aftur við tölvu?  Þessa frétt mbl.i, frétt á vef Rúv sem ber titilinn "Þjóðaratkvæðagreiðslan tímasóun" og fleira í þeim dúr.

Ég get svo svarið það að það styttist svo í mér þráðurinn að ég hef mestar áhyggjur af því að ég fari að hvetja fólk til að vopnast.

Lýðræðisást ráðamanna okkar er engin, og ég hef nánast enga trú á að 60 þingmenn hafi nokkra lýðræðisást, en lifi enn í voninni með 3 þeirra.


mbl.is Án samráðs við stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband