6.3.2010 | 21:57
Yfirlýsing Alþingis götunnar
Við erum hér saman komin í dag til að stofna Alþingi götunnar.
Hagsmunir fjármagnseigenda og innanbúðarmanna hafa ráðið för á Íslandi eftir hrun eins og fyrir hrun. Hagsmunir almennings hafa ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema í aðdragenda kosninga.
Kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra voru skorin niður strax. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er látin vaxa óáreitt, með gjaldþrotum og nauðungaruppboðum. Launakjör skorin niður, uppsagnir og skattahækkanir. Allt kunnulegir fylgifiskar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þegar kemur að kreppulausnum.
Þeir sem djarfast spiluðu á útrásartímanum, halda gróðanum en tapið er lagt á herðar almennings.
Stjórnlagaþing, lýðræðið, rödd og vald almennings er haft að háðung og spotti.
Hingað og ekki lengra, okkur er nóg boðið. Öll helstu kosningaloforðin svikin. Hvers vegna erum við gleymd daginn eftir kjördag? Erum við engin ógn við notalega tilveru ykkar í glerhúsinu? Baksvipur ykkar finnst okkur kuldalegur.
Við fylkjum liði með almenningi sem flykkist út á göturnar víða um heim, í Grikklandi, í Lettlandi og höfnum því að gróði nýfrjálshyggjunnar sé einkavæddur en tapið þjóðnýtt.
Þess vegna stofnum við Alþingi götunnar, til að snúa ykkur við í roðinu, til að þið hlustið á okkur, okkur sem kusum ykkur á þing. Valdið er okkar, þegnanna. Þið starfið í umboði okkar. Þannig er lýðræðið, er einhver týra logandi hjá stjórnvöldum eða var enginn að gæta eldsins?
Við krefjumst þess að höfuðstóll lána sé leiðréttur, verðtryggingin afnumin, skuldir fyrnist við þrot, þeir sem bera ábyrgð á kreppunni axli líka birgðarnar en ekki bara við skilvísir Íslendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur úr landi og manngildið sett ofar fjármagninu, auðlindir landisns verði í ævarandi eigu þjóðarinnar og að við fáum verkfæri til að hafa hemil á ykkur, þingmönnum okkar.
Þetta er hlutverk Alþingis götunnar. Ég set hér með Alþingi götunnar og lýsi yfir stofnun þess hér á Austurvelli 6. mars árið 2010. Alþingi götunnar er hér með sett.
Helga Þórðardóttir flutti ræðuna
6.3.2010 | 17:49
Skilaboð dagsins...
Stjörnuryk flutti þetta lag í lok fundarins. Annars vil ég meina að um 2.000 manns hafi verið á Austurvelli, og jafnvel fleiri í göngunni niður Laugarveginn.
![]() |
Við erum fólk en ekki fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2010 | 19:43
Ólafur veit hvað lýðræði er
Ólíkt mörgum öðrum, bæði opinberum persónum sem og ýmsum hér í bloggheimum, veit Ólafur hvað lýðræði er og hvernig það virkar.
Tökum forseta vorn okkur til fyrirmyndar og tökum þátt í lýðræðinu.
![]() |
Ólafur Ragnar ætlar að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 11:58
Virðum lýðræðið!
Morgundagurin er einn stærsti dagur í lýðræðissögu landsins. Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki. Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.
Út á við mun niðurstaða kosninganna vera það sem skiptir mestu máli, og það sama er hér til skamms tíma litið. En til lengri tíma litið er það kjörsóknin sjálf sem mun hafa mest áhrif á hvort og hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram í framtíðinni.
Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað á morgun, þó ekki væri nema til að skila auðu. Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni. Eftir að fólk hefur kosið er upplagt að taka þátt í kröfugöngu Alþingis götunar, svo lengi sem fólk býr á stór-Hveragerðissvæðinu.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 11:25
841-0551
Hér er yfirlýsing frá Heimavarnarliðinu frá því fyrr í vetur:
- Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
- Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
- Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
- Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com.
http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf
![]() |
Bankakreppu velt á almenning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 09:58
85% kjörsókn
Næstkomandi laugardagur er stór dagur í lýðræðisþróun landsins. Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki. Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.
Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað næstkomandi laugardag, þó ekki væri nema til að skila auðu. Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.
![]() |
Kosningarnar blasa við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 09:54
Mætum öll
Næstkomandi laugardagur er stór dagur í lýðræðisþróun landsins. Í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun gefst Íslendingum kostur á að kjósa um mikilvægt málefni í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sumir hafa litið svo á að atkvæðagreiðslan sé skrípaleikur eða marklaus, en það er hún alls ekki. Sama hvaða skoðun fólk hefur á þeim lögum sem verið er að kjósa um eru flestir sammála um það að þjóðaratkvæðagreiðslur séu æskilegar.
Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað næstkomandi laugardag, þó ekki væri nema til að skila auðu. Því fleiri sem mæta á kjörstað því sterkari skilaboð sendum við frá okkur um að við viljum sjá hér þjóðaratkvæðagreiðslur í framtíðinni.
![]() |
Segir ekki langt í land í Icesave-deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 18:22
Þetta fólk á mikið skilið
En hversu góða hluti það á skilið leyfi ég hverjum og einum að ímynda sér.
![]() |
Frestun kosningarinnar ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2010 | 16:59
Lýðræði kostar...
En samt er það svo að meirihluti Íslendinga virðir lýðræðið.
![]() |
Þriðjungi þegar verið eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2010 | 17:09
Hvar er virðingin?
Margir íslenskir stjórnmálamenn virðast bera enga virðingu fyrir lýðræði, stjórnarskrá eða almenningi í landinu. Sú litla virðing sem ég bar fyrir þeim hvarf í dag, og hefur orðið að ógleði.
Ég sagði í síðustu færslu ætla að bíða þar til reiðin væri aðeins farin að minnka áður en ég léti lyklaborðið finna fyrir því aftur, en hvað sé ég þegar ég sest aftur við tölvu? Þessa frétt mbl.i, frétt á vef Rúv sem ber titilinn "Þjóðaratkvæðagreiðslan tímasóun" og fleira í þeim dúr.
Ég get svo svarið það að það styttist svo í mér þráðurinn að ég hef mestar áhyggjur af því að ég fari að hvetja fólk til að vopnast.
Lýðræðisást ráðamanna okkar er engin, og ég hef nánast enga trú á að 60 þingmenn hafi nokkra lýðræðisást, en lifi enn í voninni með 3 þeirra.
![]() |
Án samráðs við stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Rauður vettvangur
-
Heimssýn
-
Vinstrivaktin gegn ESB
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Börn Íslands
-
Félag Fólksins
-
Vaktin
-
Nýja Lýðveldið Ísland
-
Samstaða þjóðar
-
Hreyfingin
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Kolbrún Hilmars
-
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Haraldur Hansson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Valgeir
-
Þórhallur Heimisson
-
Valan
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jón Lárusson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Ingi Þorvaldsson
-
Bjarni Harðarson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Jón Valur Jensson
-
Héðinn Björnsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
-
Braskarinn
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
-
Vilhjálmur Árnason
-
Björn Heiðdal
-
Haraldur Baldursson
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gregg Thomas Batson
-
Einar Björn Bjarnason
-
Guðni Karl Harðarson
-
Andrés.si
-
Rafn Gíslason
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
halkatla
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Umrenningur
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Guðmundur Karl Karlsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Vefritid
-
Birgitta Jónsdóttir
-
DÓNAS
-
Heimir Tómasson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurjón Páll Jónsson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Elle_
-
Himmalingur
-
Blogblaster
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Guðni Þór Björnsson
-
molta
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
GK
-
Arinbjörn Kúld
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Sævar Guðbjörnsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Baldur Hermannsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Ólafur Elíasson
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Sigrún Einars
-
Birgir R.
-
Jón Þór Ólafsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Grétar Eiríksson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy