. - Hausmynd

.

Hætt að liggja flöt

og komin upp á hnén er nær lagi.  Ennþá eiga flestir kjörnir, skipaðir og settir embættismenn þjóðarinnar töluvert eftir í það að standa í fæturna, hvað þá að bera höfuðið hátt.
mbl.is Umræða um Icesave skilað árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hel ekki frosið?

Einhvernveginn minnir mig það að í Hel sé allt gaddfreðið.

Inhabited by a growing population of ghastly spirits — in particular, the souls of cowards, losers, wastrels, lazybums and liars — HELHEIM is a grim place at the best of times.

With marrow-clenching cold and no heating facilities, there is nothing for the punished soul to do except shiver out their miserable stint in eternity. If you ever get haunted by a spectre, you can easily tell if it's come from HELHEIM — the ghost will be shivering and covered with goosebumps instead of you.

The place appears to be a frozen subsidiary of NIFLHEIM of the NINE-WORLDS, the vast underground realm of ice. But HELHEIM is at the dead center of operations. It's HEL in there.

 

http://www.godchecker.com/pantheon/norse-mythology.php?deity=HELHEIM


mbl.is Fyrr frýs í Hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra!

Enda eru Meddle og seinni plötur ekkert annað en heil tónverk og ættu að vera metin og hlustuð á samkvæmt því.
mbl.is Pink Floyd hafði betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin lög á vinnudeilur

Það er út í hött að ríkið skipti sér af vinnudeilum með því að setja lög á verkfallsaðgerðir fólks, eins og hefur t.d. verið gert við sjómenn undanfarna áratugi.  Verkföll eru engum gagnleg, en þau eru síðasta og sterkasta vopn hins vinnandi manns í kjaradeilum og alþingi á aldrei að setja bráðabrigðalög á verkföll.

 


mbl.is Vill lög á flugumferðarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórir punktar

Hérna eru fjórir einfalldir punktar um Icesave deiluna.  Það er áberandi í erlendri fjölmiðlaumfjöllun að þrír þeirra er eitthvað sem sumir fjölmiðlar og megnið af almenningi erlendis veit ekki:

  1. Landsbankinn var einkabanki.
  2. Eignir Landsbankanns á Íslandi voru ekki ríkisvæddir í hefðbundnum skilningi, heldur keypti ríkið ákveðnar eignir og skuldir út úr þrotabúinu og borgaði fullt verð fyrir í formi skuldabréfa.
  3. Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta er sjálfseignarstofnun en ekki á hendi ríkisins.  Tryggingasjóði er heimilt að taka lán telji sjóðurinn það nauðsynlegt til að standa straum af kostnaði.
  4. Engin lög kveða á um það að ríkinu sé skylt að ábyrgjast lán til Tryggingasjóðs, en þó er það ekki bannað.

mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt mat hjá Quatremer

Grein Jean Quatremer tekur aðallega á tveim ástæðum hversvegna Ísland ætti ekki að fá aðild að Evrópusambandinu, og báðar rökréttar.

  1. Íslenska þjóðin vill ekki ganga í ESB.  Heppilegra hefði verið fyrir ríkisstjórnina að hafa þjóðina á bak við sig.  Atkvæðagreiðsla um hvort sækja ætti um hefði verið heppileg.
  2. ESB er ekki í stakk búið til að taka við öðru bágstöddu ríki áður en það styrkir innviði sína.  Þetta á við um Ísland, en jafnvel enn meir um Balkanríkin og sérstaklega Tyrkland.

En varðandi seinna atriðið gæti ég ekki verið meira sammála.  Evrópusambandið eins og það er í dag er hvorki fugl né fiskur.  Þetta er ekki lengur laustengt efnahagsbandalag eins og áður var, heldur hefur það tekið á hendur sér ýmis verkefni sem áður voru á hendi ríkja, en án þess að hafa sömu völd og verkfæri og ríkin áður höfðu.

Ríki Evrópusambandsins munu þurfa að ákveða á næstu árum hvort þau vilji snúa þróuninni til baka í átt að gamaldags efnahags- og tollabandalagi, eða halda samrunanum áfram og verða líkara sambandsríki.


mbl.is Leggst eindregið gegn viðræðum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er til ráða?

Ef að núverandi stjórn tollir ekki saman eru fáir raunhæfir stjórnarmöguleikar í hendi miðað við núverandi skiptingu þingsæta.  VG eru ólíklegir til að vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum, og einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér að stjórnarandstaðan vilji vera í stjórn með Samfylkingu.  Þjóðstjórn er falleg hugmynd sem var raunhæf fyrir ári síðan, en eftir átökin undanfarið ár sé ég ekki að það sé möguleiki í dag.

Ég sé í rauninni ekki nema einn möguleika ef stjórnin fellur og það er minnihlutastjórn VG og Framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks.

En ég er alfarið á móti því að kosið verði til þings samfara sveitastjórnarkosningum.  Bæjarmálapólitík og landsmálapólitík er tvennt ólíkt og að ætla sér að keyra kosningabaráttu fyrir bæði á sama tíma hentar alls ekki, sérstaklega ekki utan höfuðborgarsvæðisins.  Nei, frekar vil ég sjá kosningar fara fram í haust ef það er nauðsynlegt.


mbl.is Segir ríkisstjórn á brauðfótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þingkosningar strax

Ef að núverandi stjórn tollir ekki saman eru fáir raunhæfir stjórnarmöguleikar í hendi miðað við núverandi skiptingu þingsæta.  VG eru ólíklegir til að vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum, og einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér að stjórnarandstaðan vilji vera í stjórn með Samfylkingu.  Þjóðstjórn er falleg hugmynd sem var raunhæf fyrir ári síðan, en eftir átökin undanfarið ár sé ég ekki að það sé möguleiki í dag.

Ég sé í rauninni ekki nema einn möguleika ef stjórnin fellur og það er minnihlutastjórn VG og Framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks.

En ég er alfarið á móti því að kosið verði til þings samfara sveitastjórnarkosningum.  Bæjarmálapólitík og landsmálapólitík er tvennt ólíkt og að ætla sér að keyra kosningabaráttu fyrir bæði á sama tíma hentar alls ekki, sérstaklega ekki utan höfuðborgarsvæðisins.  Nei, frekar vil ég sjá kosningar fara fram í haust ef það er nauðsynlegt.

 


mbl.is Hörð gagnrýni en vilja samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að rangtúlka niðurstöðurnar

Miðað við síðustu tölur hafa 57% kjörbærra manna sagt nei í þessari fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýveldissins.  Það er því sama hvernig reynt er að túlka eða snúa úr niðurstöðu kosninganna að mikill meirihluti fólks er andsnúið Icesave-lögunum sem nú eru fallin úr gildi.

Í framhaldinu er aðeins eitt rökrétt framhald, en það er að fjármálaráðherra - flutningsmaður þessara laga segi af sér.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30% kjörbærra hafa sagt nei

Ef kosningaþáttakan verður 55% eða meiri og þessi hlutföll haldast hafa yfir 50% kjörbærra manna sagt nei.

Meðalkosningaþáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi er 61,6%


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband