. - Hausmynd

.

101 Reykjavík

Ef þessi ágæti blaðamaður hefði spurt fólk á förnum vegi annarsstaðar en í Reykjavík hefði hann fengið að heyra mun meiri andstöðu - líka frá ungu fólki.  Þennan mismun heyri ég sjálfur, og fyrir þá sem trúa mér ekki þá er hægt að glugga í skoðanakannanir og sjá greiningu á viðhorfum fólks.  Gegnum gangandi hefur stuðningur við Evrópusambandsaðild verið meiri hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar.  Eins hefur stuðningur við aðild verið áberandi meiri hjá þeim sem hafa hærri tekjur.

Reglulega sér maður fólk henda þeirri skoðun fram að réttast væri að koma okkur "einangrunarsinnum" fyrir á hinum og þessum eyjum umhverfis landið þegar nærtækara væri að Gullbringu- og Kjósarsýslur gengu í ESB og léti okkur hin í friði.

Nýja Ísland?

 

Ekki skrifað í fullri alvöru.


mbl.is Skiptar skoðanir um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert

Engin flýtimeðferð, engin sérmeðferð og engar eiginlegar viðræður.

Aðildarferlið (ekki viðræður) snýst um það hvernig nýtt aðildarríki tekur upp lög og reglur ESB.  Þetta hefur allt verið vitað fyrirfram, enda er ESB ekkert leynifélag.

Við munum fá í gegn 5 - 10 ára aðlögunartímabil að sameiginlegum reglum sambandsins, misjafnt eftir málaflokkum.

En Íslendingum var seld sú hugmynd að við þyrftum að sækja um aðild til að "sjá hvað er í pakkanum".  Aðildarferlið sjálft mun ekki kosta undir 1ma.kr, og ólíklegt er að íslendingar samþykki inngöngu nema í stundarbrjálæði.


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörnir og ráðnir fulltrúar þjóðarinnar

Það er eins og stjórnmála- og embættismenn hafi gleymt því að þeir fái vald sitt frá þjóðinni, rétt eins og þeir hafa gleymt því að þeir eigi að fara eftir stjórnarskrá og lögum.  En samt reyna þeir allt hvað þeir geta til að fara á sveig við þessi lög sem þeir m.a. sverja eið að.

Það er eitthvað alvarlega rotið í kerfinu.


mbl.is Vildu ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara öfgamenn sem segja það

Frá því að Icesave-málið kom upp fyrir rúmu ári síðan hafa nokkrir svokallaðir öfgamenn hér á Íslandi haldið þessu statt og stöðugt fram, að íslenska ríkinu beri enga lagalega skyldu til þess að bjóða ríkisábyrgð á þessum lánasamningum.  Við höfum líka sumir verið misskyldir og talið að við séum að segja að ekkert eigi að borgast frá Íslandi.  Það er ekki rétt í mínu tilfelli og flestum öðrum.  Við höfum aðallega verið að benda á það að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta kemur ríkinu ekkert við frekar en almenn tryggingarfélög.

Eina leiðin er dómstólaleiðin.


mbl.is Bera enga ábyrgð á innistæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífnir stjórnmálaflokkar og -menn

Það að standa í einhverjum samningaviðræðum núna er ekkert annað en ósvífni gagnvart bæði þjóðinni og stjórnarskránni.  Þegar forseti neitaði að skrifa undir lögin í byrjun árs tók hann umboð þings og ríkisstjórnar frá þeim í þessu máli og vísaði því til þjóðarinnar.  Þar til þjóðin hefur sagt sinn hug í leynilegri atkvæðagreiðslu hefur hvorki þing né ríkisstjórn umboð frá þjóðinni til að vinna í þessu máli, nema þá í mesta lagi að spjalla hvort við annað til að undirbúa hvað taki við eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Allt umfram það er ósvífni!
mbl.is Hafa umboð til að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru áhrifin í þínu sveitarfélagi?

Að sjá talnaefni myndrænt er oft gott.

Hér fyrir neðan má sjá fjölgun/fækkun í hverju sveitarfélagi fyrir sig frá 1. desember 2008 til 1. desember 2009.  Dekkri litirnir þýða fjölgun/fækkun upp á meira en 5%.  Allar tölur fengnar frá Hagstofunni.  Athugið að hér er einnig tekið tillit til búferlaflutninga innan lands.


mbl.is Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttin sem RÚV hefði átt að birta

Almenningur hefur snúið vörn í sókn og ætlar sér að slá skjaldborg um heimilin án aðkomu ríkisins.  Í þeim tilgangi var Heimavarnarliðið stofnað, en liðsmenn þeirra trufluðu nauðungaruppboð á íbúð í Hafnarfirði í dag.

http://multitrack.powweb.com/hlv_dreifimidinn.pdf

http://multitrack.powweb.com/hlv_plakatid.pdf


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif í kjördæmum

KjördæmiBDSVZAlls
Norðvestur2322
9
Norðaustur2314
10
Suður2422
10
Suðvestur1632
12
Reykjavík suður1433
11
Reykjavík norður1334
11
Landið allt9231417063
       
       
KjördæmiBDSVZAlls
Norðvestur
1
-1
0
Norðaustur
1-21
0
Suður
1-11-10
Suðvestur
2-1
-10
Reykjavík suður
1-11-10
Reykjavík norður
1-11-10
Landið allt07-63-40
 

http://www.heimur.is/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=4&cat_id=28418&ew_4_a_id=357742


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bit, ekki bæt

Hraði er yfirleitt mældur í bitum, ekki bætum.  Orðin eru keimlík og því eiga ókunnugir það til að rugla þessu tvennu saman.  En það hefur gríðarlega afleiðingar þar sem bæti samanstendur af 8 bitum, og því er blaðamaður mbl búinn að áttfalda meðalnethraða Bandaríkjamanna.
mbl.is Google gerir breiðbandstilraunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband