. - Hausmynd

.

Einkaréttarlegs eðlis...

Takið eftir því.  Enda er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta sjálfseignarstofnun og ekki á hendi ríkisins.  Þetta er svipað og ef Sjóva eða VÍS væri að taka lán hjá erlendu tryggingafyrirtæki.

Íslenska ríkið og íslenskir skattgreiðendur bera enga skyldu, hvort sem er lagaleg né siðferðisleg að bjóða sjálfseignarstofnun eða öðru félagi ótengdu ríkinu ríkisábyrgð til þess að aðstoða það við lántöku.

PUNKTUR!


mbl.is Gert ráð fyrir 6,7% vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Heimavarnarliðinu

Hér er yfirlýsing frá Heimavarnarliðinu frá því fyrr í vetur:

 

  • Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
  • Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
  • Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
  • Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com.

 


mbl.is Trufluðu nauðungaruppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skamm! (aftur)

Það er svo margt sem stjórnmálamenn mega skammast sín fyrir, en Sigurður Líndal má jafnvel skammast sín meira.  Þótt það sé lagatæknilega í lagi að draga Icesave-lögin síðari til baka fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá er það siðferðislega rangt og ekki í anda 26.gr stjórnarskrárinnar, og mun jafnframt festa í sessi neitunarvald forsetans, en ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Svo er það öll þessi vitleysa í kring um samningagerð við Hollendinga og Breta.  Hvílík ósvífni við almenning að bíða ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunar.  Skilur þetta fólk ekki að valdið er okkar, ekki þeirra.  Stjórnmálamenn starfa í okkar umboði, en valdið liggur hjá almenningi.  Ef þeir fara ekki varlega mun almenningur taka af þeim umboð sitt - með góðu eða illu.


mbl.is Verður kosið um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skamm!

Það er svo margt sem stjórnmálamenn mega skammast sín fyrir, en Sigurður Líndal má jafnvel skammast sín meira.  Þótt það sé lagatæknilega í lagi að draga Icesave-lögin síðari til baka fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá er það siðferðislega rangt og ekki í anda 26.gr stjórnarskrárinnar, og mun jafnframt festa í sessi neitunarvald forsetans, en ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Svo er það öll þessi vitleysa í kring um samningagerð við Hollendinga og Breta.  Hvílík ósvífni við almenning að bíða ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunar.  Skilur þetta fólk ekki að valdið er okkar, ekki þeirra.  Stjórnmálamenn starfa í okkar umboði, en valdið liggur hjá almenningi.  Ef þeir fara ekki varlega mun almenningur taka af þeim umboð sitt - með góðu eða illu.


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki sáttur

og verð ekki sáttur fyrr en deilunni hefur verið vísað til EFTA-dómstólsins. - PUNKTUR!
mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er gaman

Já, mikið er gaman þegar maður þarf ekki jafn mikið að blása á bloggsíðum annarra eða sinni eigin þar sem meirihluti almennings virðist vera kominn á svipaða ef ekki sömu skoðun og maður sjálfur.  Annars fylgist ég vel með og les blogg annarra rétt eins og venjulega en sé sjaldan ástæðu til að bæta nokkru við.

Annars er nóg annað að gera en að blogga þegar maður er í fullri vinnu og á fullu í stjórnmálastarfi.


Helst til langt gengið

Það að tala einungis dönsku í tímum skil ég vel og get tekið undir, svo lengi sem það eru ekki tímar í öðrum tungumálum.  En fólki hlýtur að vera frjálst að tala það tungumál sem það vill í frímínútum, enda er það frítími barnanna.

Að beita fyrir sér einelti er líka langsótt því ef framandi tungumál er talað við þig skilur þú það ekki og verður því ólíklega fyrir þeirri lífsreynslu að um einelti sé að ræða.  Að heyra önnur tungumál en þitt móðurmál dags daglega aðstoðar þig einnig við tungumálanám og við að skilja og bera virðingu fyrir því að það séu til fleiri menningarheimar en sá sem þú elst upp í.


mbl.is Vill banna erlend tungumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrökva meira

Frábært hjá krökkunum í skrökvu, að höggva skarð í viðtekið flokkakerfi.  Ég óska þeim til hamingju með úrslitin.
mbl.is Skrökva í oddaaðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn vafi

Það er enginn vafi á því að staða ríkisstjórnarinnar hafi verið slæm, og sé jafnvel enn að mörgu leiti.  Ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki verið í öfundsverðri stöðu undanfarin tvö ár eða svo, en hafa því miður ekki getað eða viljað nýta sér alla þá möguleika sem eru í boði.  En staðan á hinu evrópska fjármálakerfi hefur breyst á þessu rúma ári frá því að bankarnir féllu og því er ekki lengur raunveruleg þörf á því að aðstoða vinaþjóðir í því að hindra áhlaup á bankakerfi þeirra.

Ég mæli með því að fólk lesi þessa grein:

Why Iceland Must Vote "No"


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöggur samanburður við kosningar 2009

Tölur innan sviga eru úrslit kosninga 2009

  • Framsóknarflokkur 13% (14,8%), 8 þingmenn (9) -1
  • Sjálfstæðisflokkur  32% (23,7%), 21 þingmann (16) +5
  • Samfylkingin 25% (29,8%), 17 þingmenn (20) -3
  • VG 25% (21,7%), 17 þingmenn (14) +3
  • Aðrir 4% (10%), 0 þingmenn (4) -4
Athugið að tölurnar sem gefnar eru upp í fréttinni eru rúnnaðar og því er summa þeirra 99%.  Ekki ætti þó að muna umtalsverðu.  Næsti maður inn væri líklega úr Sjálfstæðisflokki á kostnað annars hvors Samfylkingar eða VG.

Miðað við þessa könnun héldi stjórnin sínum 34 þingsætum þótt hlutföll flokkana innbyrðis breyttist.

mbl.is Helmingur styður ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband