. - Hausmynd

.

Skamm!

Það er svo margt sem stjórnmálamenn mega skammast sín fyrir, en Sigurður Líndal má jafnvel skammast sín meira.  Þótt það sé lagatæknilega í lagi að draga Icesave-lögin síðari til baka fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá er það siðferðislega rangt og ekki í anda 26.gr stjórnarskrárinnar, og mun jafnframt festa í sessi neitunarvald forsetans, en ekki þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

Svo er það öll þessi vitleysa í kring um samningagerð við Hollendinga og Breta.  Hvílík ósvífni við almenning að bíða ekki eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunar.  Skilur þetta fólk ekki að valdið er okkar, ekki þeirra.  Stjórnmálamenn starfa í okkar umboði, en valdið liggur hjá almenningi.  Ef þeir fara ekki varlega mun almenningur taka af þeim umboð sitt - með góðu eða illu.


mbl.is Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband