. - Hausmynd

.

Ekkert kemur á óvart lengur

Það að framsóknar og sjálfstæðismenn vilji nú láta leika sama leikinn og 2004 kemur ekki mikið á óvart, en mikið er ég ósammála þeim.  Það á að leyfa þessu máli að renna sinn gang og fá endanlegan þjóðarvilja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta blessaða fólk er kannski hrætt við að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæði vegna einnar kannanar af þrem sem birtar voru í gær, en ég er þess fullviss að lögunum verði synjað í þjóðaratkvæði.  Hvað stjórnin gerir svo í framhaldi af því er annað mál, en stjórnarliðar virðast ætla að hengja líf stjórnarinnar við lögin þegar í raun enginn nema fjármálaráðherra þarf þess.

 


mbl.is Segir að forsetinn hafi verið blekktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi?

Hvað er að á stjórnarheimilinu?  Vita þau það ekki að ef þau virkja ríkisábygðina núna og lögin verða svo felld í þjóðaratkvæði að þá er íslenska ríkið mögulega orðið skaðabótaskylt?

Núna á ríkisstjórnin ekki að virkja ríkisábyrgðina heldur að bíða eftir niðurstöðu þjóðarinnar.  Annað er stríðsyfirlýsing við þjóðina!

Þrátt fyrir ákvörðun forsetans, hefur ríkisstjórn Íslands að fullu skuldbundið sig til að hrinda Í framkvæmd tvíhliða lánasamningum og þar með ríkisábyrgð sem kveðið er á um í lögum.

Gróflega þýtt.


mbl.is Ísland mun staðfesta ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðum afstýrt

Ég tel að Forseti Lýðveldisins hafi gert þjóðinni mikinn greiða og afstýrt, eða í það minnsta frestað samfélagsróstrum.

Ég tæki ofan hatt minn ef ég gengi með hatt.

 


mbl.is Telur þetta leiða til sáttar meðal þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móralskur stuðningur og fagnaðarlæti

Væri viðeigandi að fólk hópaðist saman við Bessastaði til að fagna réttri ákvörðun forseta?
mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært viðhorf kjarnakonu

Að mótmæla og standa svo fyrir því sem maður trúir á, er einhver mikilvægasta athöfn mannfólksins til þessa dags.

 

Ég gæti ekki hafa orðað þetta betur sjálfur.


mbl.is Andstæðingur Hitlers dó í hárri elli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin skemmdarverk takk...

Ég leit inn á þessa síðu í gær og sá að þar hefðu einhverjir grínarar sett in nafn Gordon Brown, en því hefur verið eytt núna.  Þetta er fólki ekki sæmandi.  Það á ekki að fremja skemmdarverk á framtaki fólks, þótt maður sé ósammála því.
mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greining

Ég var búinn að lofa ítarlegri greiningu og hér kemur hún.

Byrjum á að skoða landið allt:

  • Framsóknarflokkur = 9 þingmenn (sama og í dag)
  • Sjálfstæðisflokkur = 22 þingmenn (+6)
  • Samfylking = 16 þingmenn (-4)
  • VG = 16 þingmenn (+2)

Kjördæmin.

NV (9 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (±)
  • VG = 2 þingmenn (-1)

NA (10 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (±)

Suður (10 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 2 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 4 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 2 þingmenn (-1)
  • VG = 2 þingmenn (+1)

SV (12 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 5 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 3 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (+1)

Rey-Suð: (11 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 4 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 3 þingmenn (-1)
  • VG = 3 þingmenn (+1)

Rey-Norð (11 þingmenn):

  • Framsóknarflokkur = 1 þingmann (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 3 þingmenn (+1)
  • Samfylking = 4 þingmenn (±)
  • VG = 3 þingmenn (±)

Þetta er afleit staða þar sem SF+VG halda eins tæpum meirihluta og hægt er að hugsa sér (32).  Ef kosningar færu svona væru þrír raunhæfir stjórnarmöguleikar; Sjálfstæðisflokkur+VG (38), Sjálfstæðisflokkur+Samfylking (38) eða Framsókn+Samfylking+VG (41).

Eitt er þó sem hefur áhrif á þessa könnun Capacent er sú staðreynd að VG mælast alltaf hærri í skoðanakönnunum en þau fá upp úr kjörkössunum, og Framsókn mælist alltaf minni er þau fá.

Það að 14% segist ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 12% neiti að svara er ekki óvenjuhátt hlutfall, en þó eitt það mesta frá síðustu kosningum.

 

En snúum okkur að vefkönnun minni og sjáum hvernig hún passar við könnun Capacent.  Fyrst skulum við taka út öll þau atkvæði sem falla á annað en fjórflokkinn til þess að hafa hreinan samanburð:

  • Framsóknarflokkur = 12 þingmenn (+3)
  • Sjálfstæðisflokkur = 22 þingmenn (±)
  • Samfylking = 16 þingmenn (±)
  • VG = 13 þingmenn (-3)

Hjá mér virðist "trendið" hjá VG og Framsókn vera öfugt við það sem gerist hjá Capacent, en líklega er það til marks um minn lesendahóp.  En annað sem einkennir minn lesendahóp er það að þeir hafa meiri vitneskju um aðrar stjórnmálahreyfingar.  Skoðum hvernig atkvæðin hjá mér skiptast.

Samtals bárust 2571 atkvæði sem skiptast svo:

  • Framsóknarflokkurinn = 353 atkvæði eða 13.73% og 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkurinn = 609 atkvæði eða 23.69% og 18 þingmenn
  • Frjálslyndi Flokkurinn = 30 atkvæði eða 1.17%
  • Borgarahreyfingin = 27 atkvæði eða 1.05%
  • Lýðræðishreyfingin = 10 atkvæði eða 0.39%
  • Samfylkingin = 469 atkvæði eða 18.24% og 13 þingmenn
  • VG = 359 atkvæði eða 13.96% og 10 þingmenn
  • Hreyfingin = 83 atkvæði eða 3.23%
  • Samtök Fullveldissinna = 242 atkvæði eða 9.41% og 7 þingmenn
  • Kristin stjórnmálasamtök = 73 atkvæði eða 2.48%
  • Besti flokkurinn (Jón Gnarr) = 183 atkvæði eða 7.12% og 5 þingmenn
  • Annað ef það væri í boði = 133 eða 5.17%

Við útreikningu á þingmannafjölda hvers framboðs geri ég ráð fyrir að liðurinn "annað" skili sér í auðum og ógildum.

Nær allt fylgið við Besta flokk Jóns Gnarr kom inn á tæpum tveim sólahringum en lítið eftir það, þannig að hægt er að gefa sér að raunfylgi yrði töluvert lægra.  Einnig má færa rök fyrir því að hátt hlutfall þeirra sem lesa hjá mér bloggið séu stuðningsmenn Samtaka Fullveldissinna og því mætti minnka það fylgi eitthvað líka.

Í lokin langar mig að setja hér fram mína spá um skiptingu gildra atkvæða ef kosið yrði fljótlega:

  • Framsókn = 13.39% og 9 þingmenn (±)
  • Sjálfstæðisflokkur = 26.8% og 20 þingmenn (+4)
  • Samfylking = 21.72% og 16 þingmenn (-4)
  • VG = 17.95% og 13 þingmenn (-1)
  • Samtök Fullveldissinna = 7.44% og 5 þingmenn (+5)
  • Besti flokkurinn = 4.83%
  • Hreyfingin = 3%
  • Frjálslyndi flokkurinn = 2.51%
  • Kristilegt stjórnmálaafl =2.36%

Spá

 


Úrslit kosninga miðað við könnun

Stutt færsla núna, en það má búast við ýtarlegri greiningu á þjóðarpúlsinum og samanburð við vefkönnun mína hér til hliðar ekki seinna en á sunnudag.

 

  • Framsóknarflokkur = 9 þingmenn (sama og í dag)
  • Sjálfstæðisflokkur = 22 þingmenn (+6)
  • Samfylking = 16 þingmenn (-4)
  • VG = 16 þingmenn (+2)

Aðrir ná ekki inn manni.

Meira og ítarlegra seinna, en ég svara spurningum þeirra sem hafa þær.

 


mbl.is Tæp 14% myndu skila auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn stuðningur

Fer til þeirra mótmælenda sem hafa mætt.  Ég er með þeim í anda, en kemst því miður ekki frá vegna vinnu.
mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband