. - Hausmynd

.

Ef atvinnupólitíkusar segðu sannleikann...

...þá myndi hátt hlutfall núverandi þingmanna segja þetta sama.  Ekki allir, en margir.

Besti flokkurinn er núna orðin valkostur í skoðanakönnun minni hér til hliðar.


mbl.is Jón Gnarr í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nálgast hrungengi.

Þann 1. desember síðastliðinn endaði gengisvísitalan í 250,35 stigum.  Ætli það náist aftur 1. desember í ár?
mbl.is Gengi krónunnar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinbert tungumál.

Er ekki kominn tími á að gera íslensku og íslenskt táknmál að opinberum tungumálum Lýðveldisins?

Þetta hefur verið rætt á þingi og annarsstaðar án þess að nokkuð hafi verið gert.  Förum nú að bæta úr þessu.


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgasamtök og tjáningarfrelsi

Eftir harmfarirnar í Evrópu um miðja síðustu öld hefur tjáningarfrelsi verið heft í ákveðnum málaflokkum.  Oft eru þeir sem hafa öfgafyllstu skoðanirnar sakaðir um að dreifa hatursáróðri.

En hvað er tjáningarfrelsi?  Tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð sínar skoðanir án ritskoðunar eða annara hafta.  Oft er tjáningarfrelsinu sett ákveðnar skorður í lögum, t.d. sú að þú verður að geta sýnt fram á að fullyrðingar þínar um einstakling eða hópa séu réttar sé þess krafist.  Venjulega er ekki takmörkuð réttindi fólks til að hafa skoðanir á málefnum.  T.d. gæti einstaklingur mælt fyrir því að landamærum væri lokað, allir innflytjendur fluttir úr landi, þing leyst upp og hann gerður að einræðisherra.  Flestir myndu telja þann einstakling vera vitleysing, en það breytir því ekki að hann hefur rétt á þeirri skoðun og að tjá hana.

Tjáningarfrelsi er líka alltaf settar skorður af tjáningarfrelsi annarra.  Enginn getur sent frá sér tilkynningu um að Bónusverslanirnar um allt land verði lokaðar á morgun, eða gefið það út opinberlega að Davíð Oddsson væri að taka við forsætisráðherraembættinu.

Heimspekingurinn Atli Harðarson fjallar um tjáningarfrelsi á vísindavefnum og leyfi ég mér að birta niðurlag pistilsins:

Þótt það sé auðvelt að sýna fram á að réttindi eins hljóti að takmarkast af réttindum annarra er öllu snúnara mál að skýra nákvæmlega hvað mönnum skuli leyfast í krafti almennra mannréttinda og hvað ekki. Það er líka umdeilt hvort réttindi manna til lífs, frelsis og eigna og önnur almenn mannréttindi skuli takmarkast af öðru en sams konar réttindum allra annarra. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju og einstaklingshyggju vilja helst að rétti einstaklinganna séu ekki sett önnur mörk. Á móti þeim standa félagshyggjumenn sem álíta að vilji eða hagsmunir meirihlutans geti takmarkað frelsisréttindi manna þótt þau rekist ekki beinlínis á rétt annarra einstaklinga.

 


mbl.is Nýnasistar kveðnir í kútinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur í Bretlandi reiður.

Ég las aðeins yfir greinarnar í The Sun og Daily Express.  Það sem snerti mig mest voru þó viðbrögð lesenda:

I shall support any party that will leave Europe close our borders and retain our sovereignty

LibLabCon are now indistinguishable euro-wonks. [...] Use your vote and do not vote for the parties that despise you and your country ,namely LIBLABCON .

It's thanks to Teflon Blair and now bungling Brown who have betrayed us all with their lies into a most corrupt institution that was only created to bankroll and fraudulently feather the nests of multinational companies and the MEPs ponces that serves them, all to the detriment of the ordinary citizens of the much wealthier countries of this most corrupt club of nations.

And then the rest of the parties wonder why the BNP are gaining more ground than ever!!! I personally don't like extremes of any kind - neither to the left nor right - but the BNP seems to actually be more in touch with the British population on defending our identity/traditions, etc. If the Labor Party spent as much time in addressing REAL issues as it does in discrediting the BNP, we might actually see the country take a turn for the better.

Do we like this? - NO!

Do we agree with this? - NO!

Were we asked? - NO!

Are we prepared to be walked over? - DEFINITELY NOT!

It is time for action now.

Labour has ket us down, the Lib Dems have let us down, The Conservatives have let us down.

Do we trust them? - NO!

Well folks - why the heck do we keep voting for traitors?

Got the message yet?

 


mbl.is Bretar ósáttir með „endalok Bretlands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen-samstarfið

Margir hafa undanfarið gagnrýnt aðild Íslands að Schengen samkomulaginu, og undanfarið hafa einnig verið birtar fréttir um ágæti aðildarinnar.  Ein þeirra birtist á vísi.is í morgun og ég endurbirti hér:

Með aðgangi að alþjóðlegum gagnabönkum í krafti Schengen-aðildar geta yfirvöld nálgast margvíslegar upplýsingar sem gagnast þeim í baráttunni við erlenda glæpahringi.

Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í afbrotafræði.

Hann er sama sinnis og Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, sem lýsti skoðun sinni í blaðinu í gær.

Lögreglufélag Vestfjarða og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, hafa efasemdir um ágæti Schengen-samstarfsins og telja það auðvelda landgöngu fólks sem hingað komi í því augnamiði að fremja glæpi.

Helgi hafnar þeirri kenningu að skipulögð glæpastarfsemi þrífist í skjóli Schengen-aðildar, sem í aðra röndina snýst um vegabréfalausa för fólks innan aðildarríkjanna. Þvert á móti veiti hún möguleika á samstarfi við lögregluembætti annarra ríkja. Aðildin veiti í raun og veru vernd gegn mansali og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Íslendingar væru berskjaldaðri án Schengen.

Helgi bendir jafnframt á að frjálsa förin sé líka ein af grunnstoðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Úrsögn úr Schengen ein og sér myndi því ekki hefta komu fólks til landsins.

 

Það sem þessi frétt og fleiri um ágæti Schengen gleyma að minnast á er að tvö lönd Evrópusambandsins hafa einmitt ekki tekið upp samkomulagið að öllu leiti, einungis þann hluta sem snýr að samvinnu lögreglu og dómstóla.  Þessi tvö lönd eru Bretland og Írland.  Nýir meðlimir ESB hafa þó ekki val, þeim er skylt að taka upp Schengen-samkomulagið í heild sinni.

Schengen_map

Löndin þrjú sem eru grænlituð eiga eftir að aðlaga sig að samkomulaginu.

En hvað er meginmál Schengen-samkomulagsins?  Samkomulagið felur fyrst og fremst í sér niðurfellingu vegabréfaeftirlits á innri landamærum og svo samvinnu á sviðum löggæslu.  Þessu hafa margir reynt að spyrða saman við þann hluta EES sem fjallar um frjálsa för fólks á milli landa, en hafa ekki verið sannfærandi.  Tökum sem dæmi Bretland.

Bretland er aðili að EES svæðinu, en er ekki innan Schengen landamæranna.  Þar á frjáls för fólks innan EES við, og er öllum ríkisborgurum EES heimilt að koma til Bretlands og vera þar eins lengi og þeir vilja.  En jafnframt hafa Bretar fullt vegabréfaeftirlit og geta því vísað fólki sem kemur frá EES landi til baka ef það hefur ekki skilríki eða vegabréf, og eins geta þeir séð samstundis við vegabréfaeftirlit ef viðkomandi er eftirlýstur innan Schengen.

En hvers vegna er Ísland aðili að Schengen?  Þegar norðurlöndin þrjú sem eru í ESB tóku upp reglur samkomulagsins var það með þeim skilyrðum að samnorræna vegabréfaeftirlitið fengi að halda sér.  Með því gat Ísland og Noregur orðið hluti af Schengen-svæðinu.

Hver er svo mín afstaða?  Ég styð úrsögn frá samkomulaginu ef hægt er að viðhalda samstarfi á löggæslusviði.

Yfirþjóðlegar og alþóðlegar stofnanir Evrópu.


Samanburður við vefkönnun mína.

Miðað við hlutfallstölurnar í þjóðarpúlsinum myndu flokkarnir fá eftirfarandi fjölda þingmanna:

  • Framsókn = 11 þingmenn (+2)
  • Sjálfstæðisflokkur = 21 þingmenn (+5)
  • Samfylking =  16 þingmenn (-4)
  • VG = 15 þingmenn (+1)
  • Aðrir fá engann þingmann (-4)

Það er greinileg fylgisaukning hjá Sjálfstæðisflokknum frá kosningum og tap hjá Samfylkingu og (Borgara)Hreyfingunni.

En lítum aðeins á vefkönnunina mína.  Samkvæmt henni ættu framboðin að fá eftirfarandi:

  • Framsókn = 10 þingmenn (+1)
  • Sjálfstæðisflokkur = 19 þingmenn (+3)
  • Samfylking = 16 þingmenn (-4)
  • VG = 12 þingmenn (-2)
  • Aðrir = 6 þingmenn (+2)

Allir þingmenn utan fjórflokksins myndu falla á Samtök Fullveldissinna samkvæmt þessari könnun.  En prófum núna að fella niður fylgi annara en fjórflokksins í 2,7%, og sjáum hversu mikil fylgni er á milli lesenda minna og meðaltals Íslendinga.

  • Framsókn = 12 þingmenn (+3), +1 miðað við þjóðarpúls
  • Sjálfstæðisflokkur = 20 þingmenn (+4), -1 miðað við þjóðarpúls
  • Samfylking =  18 þingmenn (-2), +2 miðað við þjóðarpúls
  • VG = 13 þingmenn (-1), -2 miðað við þjóðarpúls
  • Aðrir fá engann þingmann (-4)

Hér sést svo munur á hlutfallstölum miðað við að önnur framboð fái samtals 2,7%


Þjóðarpúlsaxelthor.blog.is
B16,40%17,90%
D32,70%31,00%
S25,30%27,70%
V23,00%20,70%
Z2,70%2,70%
 

 

Lítum núna nánar á vefkönnunina mína þegar 2055 hafa svarað.  Fylgið skiptist svo ef við gefum okkur það að þeir sem velja annað en það sem er í boði skili auðu eða mæti ekki á kjörstað:

  • Framsóknarflokkur   14,99% gildra atkvæða og 10 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur   25,90% gildra atkvæða og 19 þingmenn
  • Frjálslyndi flokkurinn   1,15% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Hreyfingin   3,52% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Kristin stjórnmálasamtök  3,72% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samtök Fullveldissinna 8,79% gildra atkvæða og 6 þingmenn
  • Borgarahreyfingin  1,24% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Lýðræðishreyfingin 0,31% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samfylkingin 23,11% gildra atkvæða og 16 þingmenn
  • VG  17,27% gildra atkvæða og 12 þingmenn

Þessi niðurstaða myndi gera það að verkum að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Samfylkingar, og þeir tveir flokkar gætu saman myndað einu mögulegu tveggja flokka meirihlutastjórn.

 

Athugið að vefkannanir eru ekki áræðanlegar.

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknin sem Nutt vísar í

Ég vísa aftur í færslu síðan í fyrra þar sem má nálgast ítarefnu um þessa rannsókn og aðferðarfræðinni á bak við hana.  Ég mæli með því að fólk gefi sér 45 mínútur til að horfa á heimildarmynd BBC um málið.

http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/757506/

 


mbl.is Rekinn eftir að segja áfengi skaðlegra en önnur vímuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og AGS sápuóperan

Sápuóperan heldur áfram.  Nú bíð ég bara eftir því að Jóhanna Sig fái heilaæxli og deyji, en í útförina mæti tvíburasystir hennar sem einhverra hluta vegna hefur alist upp hjá innfæddum í Amazon og tekur við starfi forsætisráðherra...
mbl.is Hver bendir á annan í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband