. - Hausmynd

.

Gömul rannsókn

Ég skrifaði um þessa rannsókn í lok síðasta árs, en færslan er hér.  Ennþá er hægt að skrifa athugasemdir við þá færslu.
mbl.is Tóbak hættulegra en LSD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarstjórn?

Þessi stjórn sem nú situr ætlaði sér að slá skjaldborg um heimilin og standa með okkur láglaunafólkinu, en efndirnar standa á sér.  Hækkun á persónuafslætti um tæpar 6.000kr myndi gefa einstaklingi með 250.000kr mánaðartekjur u.þ.b. 5.000 aukalega í ráðstöfun á mánuði, að því gefnu að tekjuskattsprósentan hækki ekki - sem hún mun gera.  Líklega fer tekjuskattshlutfallið upp í 38,5% úr 37,2% í dag.

Á sama tíma hefur orðið niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sem bitnar helst á öryrkjum, öldruðum og tekjulágu fólki.  Ýmis lyf sem áður var hægt að fá lyfjakort fyrir hafa dottið út af þeim lista sem hefur hækkað lyjakostnað fólks um allt að 300%.

En það er ekkert mál fyrir þessa ríkisstjórn að henda milljörðum í evrópusambandsumsókn og hundruðum milljarða í að borga skuldir sjálfseignarstofnunar.

Er von að maður spyrji hvar velferðarstefnan sé.


mbl.is Ríkisstjórn með boltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð Íslendinga?

iceslave

 


Meira mótmælt

Börn Íslands ætla að halda áfram mótmælum sínum fyrir framan alþingishúsið í dag, en Icesave verður á dagskrá þingfundar í dag.  Þingfundur hefst klukkan 10:30 og munu einhverjir ætla sér að vera mættir fyrir þann tíma, þar á meðal ég.  Auglýst mæting er klukkan 15:00 en fólki sem kemst ekki á þeim tíma er velkomið að koma hvenær dagsins sem er.

En ég verð víst að fara að koma mér af stað yfir heiðina.


Er stjórnin verri en engin?

Sumir halda það, en ég er ekki alveg viss.  En sjálfsagt væri hægt að gera betur.

En mig langar að minna fólk á mótmæli barna Íslands í dag klukkan 14:00 á Austurvelli.  Börnin, sem eru á öllum aldri, ætla að mótmæla fyrirhuguðum Icesave-gjörningi.

Facebook síða hópsins er hér.


mbl.is „Kreppa - taka tvö“ framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfið í heild sinni

Ég birti hér fyrir neðan bréfið í heild sinni.  Ég býst ekki við því að Gunnar hafi mótbárur gegn því.

 

Ágætu alþingismenn.

 

Hér er mat mitt á því hvert stefnir í málefnum Íslands – og ég bið forláts á því að tala hreint út:

 

1.  Að óbreyttu mun Seðlabanki Íslands nota lánsfjármagnaðan gjaldeyrisvarasjóð til að stabílisera gengi krónunnar þegar höftum er aflétt og eigendur nokkur hundruð milljarða innilokaðra króna umbreyta þeim í gjaldeyri.

 

Miðað við dollargengi 125, þá myndu t.d. 500 milljarðar slíkra króna jafngilda 4 milljörðum dollara.

 

Af hverju myndu stjórnvöld velja þennan kost?

 

Jú, án inngripa SÍ myndi gengi krónunnar hríðfalla (a.m.k. um sinn), framkalla verðbólguskot og meðfylgjandi stórhækkun verð- og gengistryggðra lána heimila og fyrirtækja.

 

Er þá ekki ráð að afnema verð- og gengistryggingu lána?

 

Jú - en stjórnvöld setja hagsmuni fjármagnseigenda ofar hagsmunum heimila og fyrirtækja.

 

2.  Að óbreyttu mun Ísland því umbreyta krónuskuldum við erlenda spekúlanta í gjaldeyrisskuldir við AGS o.fl.

 

M.ö.o., Ísland fer úr öskunni í eldinn.

 

3.  Hollenskur ráðherra segir Ísland vel geta staðið undir Icesave greiðslunum.

 

Staðreyndin er þessi:

 

Harvard prófessor Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV fyrr á árinu að það væri nær fordæmalaust að þjóðir gætu staðið undir erlendri skuldsetningu af stærðargráðunni 100 – 150%.

 

Erlend skuldastaða Íslands án Icesave er 233% ef marka má nýlegar tölur SÍ.

 

4.  Alþingi hefur verk að vinna.

 

Virðingarfyllst,

 

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

 

Að síðustu vil ég benda á síðustu færslu mína varðandi mótmælafund Barna Íslands.


mbl.is Krónuskuld í gjaldeyrisskuld við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn Íslands mótmæla

Börn Íslands hafa boðað til mótmæla á morgun, miðvikudag klukkan 14:00 og fram eftir degi á Austurvelli.

Endilega komið því að hvar sem þið getið.

Facebook síða mótmælana.

 


mbl.is Ríkið ber mikla gengisáhættu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Age F.P. Bakker mun veita okkar samþykki

Lesið á milli línanna.

 

Núna þegar þið eruð búin að lofa að borga okkur með vöxtum, vaxtavöxtum og dráttarvöxtum skal ég segja Age F.P. Bakker að gefa afgreiðslu ykkar máls grænt ljós hjá AGS.

 

 


mbl.is Bos: Á von á jákvæðum viðbrögðum AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti maður að mæta?

Mikið myndi mig langa að sjá fjölmenn mótmæli gegn Icesave-samkomulaginu.  Hvað með ykkur?  Ætlið þið að mæta?
mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband