. - Hausmynd

.

Greining á milli kjördæma

Þessi könnun er áhugaverð, eins og flestar kannanir.  Mér þykir sérstakt að Framsóknarflokkurinn sé ekki að bæta við sig á kostnað Samfylkingarinnar eins og ég hef haft tilfinningu fyrir.  Hafa ber í huga að í þessari könnun Fréttablaðsins var úrtakið aðeins 800 manns, og af þeim tóku 515 afstöðu.  (2 með Hreyfingunni og 4 Borgarahreyfingunni)

En ég tók mig til og setti þetta upp miðað við hlutfallslegt fylgi á milli kjördæma í síðustu kosningum svo hægt sé að sjá breytingu á milli kjördæma.  Samfylkingin tapar t.d. manni í NA-kjördæmi en fær í SV-kjördæmi í staðin.  Hægt er að sjá samanburðinn í viðhengdri skrá hér fyrir neðan.

Takið svo endilega þátt í skoðanakönnun minni hér til hliðar og berið saman.  Netkannanir eins og á þessari síðu eru ekki marktækar og eingöngu til gamans gerðar.

Ef þið viljið leika ykkur með fylgistölur þá er excel-skjal hér.

 


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Framsóknarmenn lélegir í sögu

Mér sýnist famsóknarmenn ekki vera sleipir í sögu, en þeir halda því fram að Gros hafi aðstoðað Svartfellingum við einhliða upptöku evrunar.  Upptaka evru í Svartfjallalandi gerðist þegar að þýska markið hætti að vera til, en Svartfellingar höfðu notast við markið frá því að ríkið sagði sig úr sambandsríkinu Júgóslavíu.  Bankar Svartfjallalands sendu því mörkin til Þýskalands þar sem þeim var skipt yfir í evrur og komu þeim í umferð í sínu heimalandi.  Evrulöndin 12 (á þeim tíma) horfðu í gegnum fingur sér við þetta við Svartfellinga og Kosovobúa sem gerðu slíkt hið sama.

Gros hefur kannski aðstoðað Svartfellinga við upptöku marksins, en umbreyting yfir í evru var tæknilegs eðlis en ekki hagfræðileg.

Að öðru leiti vil ég ekki tjá mig um þessa skipun fyrr en ég hef sé röksemdafærsluna fyrir henni.


mbl.is Daníel í bankaráð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil mildi

Miðað við hvernig bifreiðin er farin þá er mesta mildi að allir skuli vera á lífi.


mbl.is Þrír á slysadeild eftir bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarnt kosningafyrirkomulag

Ég leit yfir skoðanakönnunina sem ég skrifaði um í gær og fannst mjög ósanngjant að tvö framboð sem voru að fá yfir 4% fylgi á landsvísu, en náðu ekki 5% þröskuldinum til að vera tekin til greina til úthlutunar jöfnunarsæta, fengu engan þingmann úthlutaðan.

Ég tók mig til og yfirfærði niðurstöðuna yfir á mína hugmynd að kosningafyrirkomulagi og þá kemur mun sanngjarnari niðurstaða.

ny1.png

Hérna fengu listar í landskjöri eftirfarandi þingsæti:

  • VG = 8 þingmenn
  • Samfylking = 11 þingmenn
  • Hreyfingin = 2 þingmenn
  • Samtök Fullveldissinna =  6 þingmenn
  • Framsóknarflokkurinn = 9 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkurinn = 13 þingmenn
  • Kristin stjórnmálasamtök = 2 þingmenn

Þar að auki væru 38 persónukjörnir úr kjördæmum á þingi.

Úthlutun þingsæta af landslistum fer fram eftir d'Hondt úthlutunarreglunni.


Skoðanakönnun - Yfir 1.000 búnir að svara.

Núna eru 1.118 búnir að taka þátt í skoðanakönnun minni um fylgi stjórnmálahreyfinga.

  • Framsóknarflokkur   16,28%
  • Sjálfstæðisflokkur   23,43%
  • Frjálslyndi flokkurinn   1,43%
  • Hreyfingin   4,20%
  • Kristin stjórnmálasamtök  4,29%
  • Samtök Fullveldissinna   10,55%
  • Borgarahreyfingin  1,25%
  • Lýðræðishreyfingin   0,27%
  • Samfylkingin 19,59%
  • VG  13,69%
  • Annað  5,01%

Ef við göngum út frá því að annað verði ekki í boði þannig að þessi 5,01% mæti ekki á kjörstað eða skili auðu yrðu úrslit eftirfarandi:

  • Framsóknarflokkur   17,14% gildra atkvæða og 12 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur   24,67% gildra atkvæða og 18 þingmenn
  • Frjálslyndi flokkurinn   1,51% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Hreyfingin   4,43% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Kristin stjórnmálasamtök  4,52% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samtök Fullveldissinna 11,11% gildra atkvæða og 8 þingmenn
  • Borgarahreyfingin  1,32% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Lýðræðishreyfingin 0,27% gildra atkvæða og engan þingmann
  • Samfylkingin 20,62% gildra atkvæða og 15 þingmenn
  • VG  14,41% gildra atkvæða og 10 þingmenn

Ég gef mér skiptingu atkvæða á milli kjördæma sem er byggð á hlutfallslegri skiptingu í síðustu kosningum, en gef mér mínar eigin forsendur fyrir skiptingu fylgis Samtaka Fullveldissinna og Kristinna stjórnmálasamtaka.  Hreyfingin erfir skiptingu Borgarahreyfingarinnar.

Svona myndu þingsæti skiptast:

sk1.png

Fyrir áhugasama þá fylgir hér með töflureiknisskjal eftir Þorkel Helgason sem ég aðlagaði og uppfærði.  Í því skjali er hægt að sjá atkvæðatölur hvers kjördæmis, útreikning jöfnunarsæta og samanburð við kosningarnar 25. apríl 2009.  Upprunalega skjalið er hægt að nálgast á heimasíðu landskjörstjórnar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrirsætur í "yfirstærð"

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fyrirsætur sem flokkast sem "yfirstærð" í fyrirsætubransanum.

sy6xvo

Báðar þessar fyrirsætur eru taldar yfirstærð, en eru í kringum kjörþyngd, jafnvel örlítið undir kjörþyngd, og undir meðalþyngd vestrænna kvenna.

erika_elfwencrona

alg_dove-ad

img-ad-campaign

Þessar tvær síðustu voru notaðar í umdeildri auglýsingaherferð Dove.

53666

Þessi mynd sýnir meðalstærð kvenna í Bretlandi til hægri, í hvaða stærð konur vilja vera í miðjunni og hvaða stærð af konum karlmenn vilja til vinstri.  Fyrirsætur eru oftast í stærðum 4-6.

 

Persónulega er ég mikið hrifnari af þessum konum heldur en hinum venjulegu fyrirsætum, en finnst samt vanta meira hold á sumar þeirra.  Allt eru þetta gullfallegar konur sem sóma sér vel sem fyrirsætur.  Ég vil líka sjá fleiri fyrirsætur um og yfir þrítugt í stað þessara hálfþroskuðu stúlkna sem eru notaðar í dag.

 


mbl.is Enginn vill sjá þrýstnar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegar ásakanir og reiður forsætisráðherra

Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór hafa komið fram með alvarlegar ásakanir á hendur sitjandi forsætisráðherra í formi sögusagna.  Skiljanlega bregst forsætisráðherra illa við.  Hún hefur sagst vera tilbúin til að gera opinber öll samskipti hennar og forsætisráðherra Noregs, en það skilur samt eftir möguleikann á því að þetta ætlaða bréf hafi ekki verið á milli tveggja forsætisráðherra heldur einkabréf tveggja einstaklinga.  Á sama tíma hafa Höskuldur og Sigmundur engar sannanir fyrir sínum orðum.

Ef Höskuldur og Sigmundur hafa rétt fyrir sér mun það auka fylgi Framsóknarflokks og vera náðarhöggið fyrir núverandi stjórn ásamt hruni í fylgi Samfylkingar.  Ef hvorugur aðilinn getur sannað mál sitt mun það leiða til þess að fylgi beggja flokka dali og auka enn á efasemdir fólks um heilindi Samfylkingar.  Það verður erfitt fyrir Jóhönnu að þvo hendur sínar algerlega af þessu máli.

Hvað gerir spunadeild Samfylkingarinnar nú?

 

Munið að taka þátt í skoðanakönnun hér til hægri.


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er annað í boði?

Fyrir utan hið augljósa; að setja af þingið og gera mig að einræðisherra. Wink

Ég skrifaði færslu fyrir nokkrum dögum þar sem ég fór yfir hvaða möguleikar væru í boði við myndun meirihlutastjórnar óháð stefnum flokkana.  Ef ekki er hægt að mynda nýja meirihlutastjórn ef þessi hrynur er bara eitt raunhæft stjórnarmynstur sem ég get séð:  Minnihlutastjórn VG og framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks fram að næstu kosningum.

 

Lítið endilega á færslu mína um skoðanakönnun á fylgi flokkana.

 


mbl.is „Upplausnin er okkur augljós“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband