16.10.2009 | 09:36
Greining á milli kjördæma
Þessi könnun er áhugaverð, eins og flestar kannanir. Mér þykir sérstakt að Framsóknarflokkurinn sé ekki að bæta við sig á kostnað Samfylkingarinnar eins og ég hef haft tilfinningu fyrir. Hafa ber í huga að í þessari könnun Fréttablaðsins var úrtakið aðeins 800 manns, og af þeim tóku 515 afstöðu. (2 með Hreyfingunni og 4 Borgarahreyfingunni)
En ég tók mig til og setti þetta upp miðað við hlutfallslegt fylgi á milli kjördæma í síðustu kosningum svo hægt sé að sjá breytingu á milli kjördæma. Samfylkingin tapar t.d. manni í NA-kjördæmi en fær í SV-kjördæmi í staðin. Hægt er að sjá samanburðinn í viðhengdri skrá hér fyrir neðan.
Takið svo endilega þátt í skoðanakönnun minni hér til hliðar og berið saman. Netkannanir eins og á þessari síðu eru ekki marktækar og eingöngu til gamans gerðar.
Ef þið viljið leika ykkur með fylgistölur þá er excel-skjal hér.
![]() |
Ríkisstjórnin rétt héldi velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 14:54
Framsóknarmenn lélegir í sögu
Mér sýnist famsóknarmenn ekki vera sleipir í sögu, en þeir halda því fram að Gros hafi aðstoðað Svartfellingum við einhliða upptöku evrunar. Upptaka evru í Svartfjallalandi gerðist þegar að þýska markið hætti að vera til, en Svartfellingar höfðu notast við markið frá því að ríkið sagði sig úr sambandsríkinu Júgóslavíu. Bankar Svartfjallalands sendu því mörkin til Þýskalands þar sem þeim var skipt yfir í evrur og komu þeim í umferð í sínu heimalandi. Evrulöndin 12 (á þeim tíma) horfðu í gegnum fingur sér við þetta við Svartfellinga og Kosovobúa sem gerðu slíkt hið sama.
Gros hefur kannski aðstoðað Svartfellinga við upptöku marksins, en umbreyting yfir í evru var tæknilegs eðlis en ekki hagfræðileg.
Að öðru leiti vil ég ekki tjá mig um þessa skipun fyrr en ég hef sé röksemdafærsluna fyrir henni.
![]() |
Daníel í bankaráð Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 14:07
Mikil mildi
Miðað við hvernig bifreiðin er farin þá er mesta mildi að allir skuli vera á lífi.
![]() |
Þrír á slysadeild eftir bílveltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 10:40
Ósanngjarnt kosningafyrirkomulag
Ég leit yfir skoðanakönnunina sem ég skrifaði um í gær og fannst mjög ósanngjant að tvö framboð sem voru að fá yfir 4% fylgi á landsvísu, en náðu ekki 5% þröskuldinum til að vera tekin til greina til úthlutunar jöfnunarsæta, fengu engan þingmann úthlutaðan.
Ég tók mig til og yfirfærði niðurstöðuna yfir á mína hugmynd að kosningafyrirkomulagi og þá kemur mun sanngjarnari niðurstaða.
Hérna fengu listar í landskjöri eftirfarandi þingsæti:
- VG = 8 þingmenn
- Samfylking = 11 þingmenn
- Hreyfingin = 2 þingmenn
- Samtök Fullveldissinna = 6 þingmenn
- Framsóknarflokkurinn = 9 þingmenn
- Sjálfstæðisflokkurinn = 13 þingmenn
- Kristin stjórnmálasamtök = 2 þingmenn
Þar að auki væru 38 persónukjörnir úr kjördæmum á þingi.
Úthlutun þingsæta af landslistum fer fram eftir d'Hondt úthlutunarreglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 20:47
Skoðanakönnun - Yfir 1.000 búnir að svara.
Núna eru 1.118 búnir að taka þátt í skoðanakönnun minni um fylgi stjórnmálahreyfinga.
- Framsóknarflokkur 16,28%
- Sjálfstæðisflokkur 23,43%
- Frjálslyndi flokkurinn 1,43%
- Hreyfingin 4,20%
- Kristin stjórnmálasamtök 4,29%
- Samtök Fullveldissinna 10,55%
- Borgarahreyfingin 1,25%
- Lýðræðishreyfingin 0,27%
- Samfylkingin 19,59%
- VG 13,69%
- Annað 5,01%
Ef við göngum út frá því að annað verði ekki í boði þannig að þessi 5,01% mæti ekki á kjörstað eða skili auðu yrðu úrslit eftirfarandi:
- Framsóknarflokkur 17,14% gildra atkvæða og 12 þingmenn
- Sjálfstæðisflokkur 24,67% gildra atkvæða og 18 þingmenn
- Frjálslyndi flokkurinn 1,51% gildra atkvæða og engan þingmann
- Hreyfingin 4,43% gildra atkvæða og engan þingmann
- Kristin stjórnmálasamtök 4,52% gildra atkvæða og engan þingmann
- Samtök Fullveldissinna 11,11% gildra atkvæða og 8 þingmenn
- Borgarahreyfingin 1,32% gildra atkvæða og engan þingmann
- Lýðræðishreyfingin 0,27% gildra atkvæða og engan þingmann
- Samfylkingin 20,62% gildra atkvæða og 15 þingmenn
- VG 14,41% gildra atkvæða og 10 þingmenn
Ég gef mér skiptingu atkvæða á milli kjördæma sem er byggð á hlutfallslegri skiptingu í síðustu kosningum, en gef mér mínar eigin forsendur fyrir skiptingu fylgis Samtaka Fullveldissinna og Kristinna stjórnmálasamtaka. Hreyfingin erfir skiptingu Borgarahreyfingarinnar.
Svona myndu þingsæti skiptast:
Fyrir áhugasama þá fylgir hér með töflureiknisskjal eftir Þorkel Helgason sem ég aðlagaði og uppfærði. Í því skjali er hægt að sjá atkvæðatölur hvers kjördæmis, útreikning jöfnunarsæta og samanburð við kosningarnar 25. apríl 2009. Upprunalega skjalið er hægt að nálgast á heimasíðu landskjörstjórnar.
11.10.2009 | 18:37
Fyrirsætur í "yfirstærð"
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fyrirsætur sem flokkast sem "yfirstærð" í fyrirsætubransanum.
Báðar þessar fyrirsætur eru taldar yfirstærð, en eru í kringum kjörþyngd, jafnvel örlítið undir kjörþyngd, og undir meðalþyngd vestrænna kvenna.
Þessar tvær síðustu voru notaðar í umdeildri auglýsingaherferð Dove.
Þessi mynd sýnir meðalstærð kvenna í Bretlandi til hægri, í hvaða stærð konur vilja vera í miðjunni og hvaða stærð af konum karlmenn vilja til vinstri. Fyrirsætur eru oftast í stærðum 4-6.
Persónulega er ég mikið hrifnari af þessum konum heldur en hinum venjulegu fyrirsætum, en finnst samt vanta meira hold á sumar þeirra. Allt eru þetta gullfallegar konur sem sóma sér vel sem fyrirsætur. Ég vil líka sjá fleiri fyrirsætur um og yfir þrítugt í stað þessara hálfþroskuðu stúlkna sem eru notaðar í dag.
![]() |
Enginn vill sjá þrýstnar konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2009 | 14:11
Alvarlegar ásakanir og reiður forsætisráðherra
Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór hafa komið fram með alvarlegar ásakanir á hendur sitjandi forsætisráðherra í formi sögusagna. Skiljanlega bregst forsætisráðherra illa við. Hún hefur sagst vera tilbúin til að gera opinber öll samskipti hennar og forsætisráðherra Noregs, en það skilur samt eftir möguleikann á því að þetta ætlaða bréf hafi ekki verið á milli tveggja forsætisráðherra heldur einkabréf tveggja einstaklinga. Á sama tíma hafa Höskuldur og Sigmundur engar sannanir fyrir sínum orðum.
Ef Höskuldur og Sigmundur hafa rétt fyrir sér mun það auka fylgi Framsóknarflokks og vera náðarhöggið fyrir núverandi stjórn ásamt hruni í fylgi Samfylkingar. Ef hvorugur aðilinn getur sannað mál sitt mun það leiða til þess að fylgi beggja flokka dali og auka enn á efasemdir fólks um heilindi Samfylkingar. Það verður erfitt fyrir Jóhönnu að þvo hendur sínar algerlega af þessu máli.
Hvað gerir spunadeild Samfylkingarinnar nú?
Munið að taka þátt í skoðanakönnun hér til hægri.
![]() |
Ummælin fráleitur þvættingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.10.2009 | 15:33
Hvað er annað í boði?
Fyrir utan hið augljósa; að setja af þingið og gera mig að einræðisherra.
Ég skrifaði færslu fyrir nokkrum dögum þar sem ég fór yfir hvaða möguleikar væru í boði við myndun meirihlutastjórnar óháð stefnum flokkana. Ef ekki er hægt að mynda nýja meirihlutastjórn ef þessi hrynur er bara eitt raunhæft stjórnarmynstur sem ég get séð: Minnihlutastjórn VG og framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks fram að næstu kosningum.
Lítið endilega á færslu mína um skoðanakönnun á fylgi flokkana.
![]() |
Upplausnin er okkur augljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Rauður vettvangur
-
Heimssýn
-
Vinstrivaktin gegn ESB
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Börn Íslands
-
Félag Fólksins
-
Vaktin
-
Nýja Lýðveldið Ísland
-
Samstaða þjóðar
-
Hreyfingin
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Kolbrún Hilmars
-
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Haraldur Hansson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Valgeir
-
Þórhallur Heimisson
-
Valan
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jón Lárusson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Ingi Þorvaldsson
-
Bjarni Harðarson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Jón Valur Jensson
-
Héðinn Björnsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
-
Braskarinn
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
-
Vilhjálmur Árnason
-
Björn Heiðdal
-
Haraldur Baldursson
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gregg Thomas Batson
-
Einar Björn Bjarnason
-
Guðni Karl Harðarson
-
Andrés.si
-
Rafn Gíslason
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
halkatla
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Umrenningur
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Guðmundur Karl Karlsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Vefritid
-
Birgitta Jónsdóttir
-
DÓNAS
-
Heimir Tómasson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurjón Páll Jónsson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Elle_
-
Himmalingur
-
Blogblaster
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Guðni Þór Björnsson
-
molta
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
GK
-
Arinbjörn Kúld
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Sævar Guðbjörnsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Baldur Hermannsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Ólafur Elíasson
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Sigrún Einars
-
Birgir R.
-
Jón Þór Ólafsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Grétar Eiríksson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy