. - Hausmynd

.

Hvar nákvæmlega?

Má ég biðja um ítarlegri frétt.  Hvaða staðir hafa helst verið skoðaðir?  Barðaströndin og Gilsfjörður?  Hversu mikla orku er áætlað að hægt sé að framleiða?

Ég þoli ekki svona stríðnisfréttir sem gera ekki neitt annað en að æsa upp í manni forvitnina.


mbl.is Japanar skoða sjávarfallavirkjun á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt línurit

Ég tók saman þróun kaupmáttar frá 1979 í desember síðastliðnum og bjó til auðskiljanlegt línurit.  Smellið hér til að skoða það.
mbl.is Kaupmáttur hefur aukist um 9% frá árinu 2000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifrétt dagsins

Þetta er líklega besta frétt dagsins, ef ekki mánaðarins.  Gæti varla ratað á betri stað.
mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór fyrirtæki og smá

Andrés Magnússon talar um aukna uppgjöf hjá atvinnurekendum og talar um að fyrirtæki séu sífellt að verða gjaldþrota, en tölur um þróun atvinnuleysis undanfarið styðja ekki við þessi orð hans.  Skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr 9,1% í apríl niður í 7,7% í ágúst.

Töluvert er um að stærri fyrirtæki á landinu séu í erfiðleikum sem og fyrirtæki í ákveðnum geirum t.d. fjármálageira og byggingariðnaði.  Minni fyrirtæki virðast hinsvegar allt að blómstra.  Mikið er að gera hjá bifreiðaverkstæðum og í öðrum þjónustufyrirtækjum, ný fyrirtæki eru að spretta upp í stað þeirra sem hafa farið á hausinn, oft vegna lélegrar stjórnunar og vafasamra ákvarðana.

Það er nefninlega þannig í markaðskerfi að ef það er markaður fyrir ákveðna vöru eða þjónustu þá eru til fyrirtæki sem framleiða þá vöru eða flytja hana inn eða veita viðkomandi þjónustu.  Ef eitt fyrirtæki rúllar kemur annað eða önnur í þess stað og læra vonandi af mistökum forvera þeirra.


mbl.is Uppgjöf meðal atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótt dæmt

Ég henti inn smá svari á bloggsíðu Jennýar Önnu sem ég held að megi hreinlega standa sem sjálfstæð færsla við þessa frétt.

Mér finnst fólk vera óttalega fljótt að dæma.  Kristilegir flokkar í Evrópu eru stórir og áhrifamiklir í flestum löndum, og þá er ég bara að miða við kristilega demókrata.  Stærsti stjórnmálahópurinn á Evrópuþinginu, EPP, er meir að segja samansafn af kristnum demókrötum og hófsömum íhaldsmönnum.

Einnig virðist fólk vera fljótt að tengja öfga-hægrimennsku við kristilegt framboð, sem sýnir mér að fólk fái megnið af sinni vitneskju úr brandararískum sjónvarpsþáttum.  Sannleikurinn er hinsvegar sá að til eru hópar kristinna sósíalista, kristinna demókrata, kommúnista, anarkista og allt þar á milli, þótt kristnir demókratar séu stærstir og eru venjulega flokkaðir sem mið-hægri flokkar með íhaldssamar áherslur.

Nú er ég ekki að lýsa yfir stuðningi mínum við þennan flokk umfram það að óska þeim góðs gengis, né myndi ég ganga í þann flokk þar sem ég játa ekki kristni.  En ég bið fólk um að vera aðeins víðsýnna.

Svo er skoðanakönnun hér til hliðar sem fólk getur tekið þátt í.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af ókostum Evrópusamstarfsins

Einn af fylgifiskum Evrópusamstarfsins er frjálst flæði fólks á milli landa.  Þetta hefur því miður leitt til þess að auðveldara er fyrir glæpasamtök að vinna með öðrum á milli landa og jafnvel halda úti starfsemi í fleiri löndum.  Ekki það að þetta hafi ekki þekkst fyrir tíma Schengen/EES eða annars Evrópusamstarfs, en óhjákvæmilega hefur þetta auðveldað málin fyrir þessi samtök.

Nú hef ég alltaf verið fylgjandi Schengen, án þess að hugsa út í málin.  Schengen hefur hentað mér mjög vel þegar ég hef verið að ferðast innan Evrópu, en stóra spurningin hlýtur að vera:  Vega kostirnir meira en gallarnir?


mbl.is Margir glæpahópar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri valmöguleikar í skoðanakönnun

Ég bætti við tveim valmöguleikum í skoðanakönnun mína:  Hreyfingin og Kristin stjórnmálasamtök.

Þá ættu allir möguleikar að vera í boði sem eru á þingi eða hafa áhuga á að bjóða sig fram.  Látið mig vita ef fleiri eiga heima í þessari könnun.


Hvað þýðir þetta fyrir þingmannafjölda.

Ég hef alltaf jafn gaman af því að leika mér.

Ég tók mig til og reiknaði fjölda þingmanna út frá þessum tölum.  Í fyrri myndinni hef ég alla valkostina með.

k4a.png

Talið frá vinstri, núverandi þingmannafjöldi í sviga:

  • VG 13 (14)
  • Samfylking 15 (20)
  • (Borgara)Hreyfingin 2 (4)
  • Annað 3 (0)
  • Framsókn 10 (9)
  • Sjálfstæðisflokkur 20 (16)

Ef við svo tökum út þau framboð sem eru að fá minna en 5% og skiptum þingsætum eftir því væri útkoman svona:

k4b.png

  • VG 13 )14)
  • Samfylking 17 (20) 
  • Framsókn 11 (9)
  • Sjálfstæðisflokkur 22 (16)

Sama hvernig litið er á þetta, þá væri núverandi stjórn fallin.  Mér þykir athyglivert að annað er að auka fylgi sitt; stígur úr 2,8% upp í 4,8% og vantar því lítið upp á að vera með öruggann mann.

Ég hefði ekkert á móti því að Samtök Fullveldissinna fengu þessi 4,8% og tvöfallt það.

Takið þátt í skoðanakönnuninni minni hér til hliðar.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

No bacalao salado para usted

hardfiskur.jpg

Þetta er að sjálfsögðu saltfiskur en ekki harðfiskur eins og blaðamaður mbl.is hélt.


mbl.is Ræddu hagsmuni í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guernsey er ekki í EES

Síðast þegar ég athugaði var Guernsey ekki aðilli að EES og ennþá síður í ESB.  Guernsey er ekki einu sinni hluti af Stóra-Bretlandi þótt eyjan sé verndarríki bresku konungsfjölskyldunar.  Ég er ekki einu sinni viss um að breskir dómstólar hafi lögsögu þar.
mbl.is Íhuga málssókn á hendur íslenskum stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband