. - Hausmynd

.

Bloggfrí

Vil bara láta ykkur vita að ég hef í hyggju að taka mér frí frá bloggskrifum um óákveðinn tíma, vonandi sem styst þó.

Ég svara engum athugasemdum, en ykkur er frjálst að skrifa hér rétt eins og venjulega.


Það kitlar

Já það kitlar að komast aftur í loðnu og hrognafrystingu.  Það er hörkupúl er væri eins og frí í samanburði við undanfarinn sólarhring.

Góða nótt kæra fólk.


mbl.is Loðnuhrognafrysting að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt mál

Það að reyna að rýra vinnu annara, þótt maður sé þeim ósammála er ekki hæfandi fólki.

Ég hef reyndar ekki tíma í að blogga, hvað þá svara athugasemdum þó ég muni reyna það.  En ég vil biðja fólk um að hætta múgæsingi og skítkasti þegar kemur að vinnu annara og best er að ætla að fólk vinni af heilindum þar til annað kemur í ljós.

 


mbl.is Vefsíðu til stuðnings Icesave var eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapphlaupið mikla

Ef þetta er rétt sem Þór Saari segir, að „ástæðan fyrir þessum asa er að menn vilja vera á undan undirskriftasöfnuninni sem er í gangi“ þá er ljóst að kapphlaupið mikla er hafið.  Allt hefur verið gert til að gera undirskriftasöfnunina á kjósum.is tortryggilega og orð sem hafa fallið um aðstandendur síðunar gætu flokkast sem rógburður og jafnvel meiðyrði, en samt heldur teljarinn áfram sinn gang.

Við lærðum nefninlega mikið af undirskriftasöfnun InDefence og viðbrögðum spunameistara og skítdreyfara við þeirri söfnun.  Þeir verða að nota einhverjar aðra rægingaraðferðir núna, við þekkjum trikkin.

 

kjósum.is


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefur sína skoðun

Það er ekkert nema gott um það að segja að stuðningsmenn Icesave samkomulagsins setji upp sína undirskriftasöfnun.  Ég vona bara að þeim gangi sem best í að verjast Mikka Mús og félögum.

 


mbl.is Icesave Já Takk opnar síðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin fréttaskýring

Internet Explorer 9 hefur verið fáanlegur í prufuútgáfu núna í einhverja mánuði og ég hef aðeins prófað hana heima við.  Persónulega er ég ekkert spenntur en ég lít á fullu útgáfuna þegar hún kemur út.  Þeir sem nota Windows XP eða eldri kerfi munu ekki geta sett upp IE9.

IE9 hefur sótt mikið í smiðju annarra vafraframleiðanda og útlitslega minnir hann á sambland Firefox, Chrome og Opera.  Mmesta vinnan hefur hinsvegar farið fram undir húddinu.  Sem dæmi keyrir JavaScript hraðar og kominn er stuðningur við html5.

Varðandi markaðshlutdeild vafra er staðan töluvert önnur hér innanlands en heimsmeðaltalið þar sem Firefox er mest notaði vafrinn samkvæmt statcounter með tæp 35% hlutdeild.  IE kemur þar á eftir með rúmt 31% og Chrome er með 22,6%.  Safari vafrinn sem er aðallega notaður af þeim sem eiga tölvur frá Apple kemur svo fjórði með tæp 10%, Opera með 1,4% og aðrir samtals með innan við 1%.


mbl.is Microsoft sviptir hulunni af Internet Explorer 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri flokksmenn en atkvæði

Merkilegt að það skuli vera á milli 50 og 60 þúsund einstaklingar skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, en í síðustu kosningum fékk hann 44 þúsund atkvæði.

Einhverntíman heyrði ég að það væru í kring um 600 skráðir í Frjálslynda flokkinn (sel það ekki dýrar en ég keypti það), en þó fékk hann rúm 4 þúsund atkvæði.


mbl.is „Engin flóðbylgja“ úrsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðrir í sókn

Mér finnst skoðanakannanir alltaf áhugaverðar, get ekki að því gert.  Ég tók mig til og reiknaði skiptingu sæta ef niðurstaða kosninga yrði sú sem kemur fram í þessari könnun.  Byrjum á að gefa okkur að "aðrir" með sín 6,8% skiptist þannig á milli minni framboða að þau nái ekki manni inn:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn - bæta við sig 8
  • Samfylkingin 16 þingmenn - tapa 4
  • VG 14 þingmenn - óbreytt á milli kosninga

Nú ef við gerumst örlítið skapandi og segjum að "aðrir" séu einn flokkur verður útkoman svona:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 23 þingmenn - bæta við sig 7
  • Samfylkingin 14 þingmenn - tapa 6
  • VG 13 þingmenn - tapa einum
  • Aðrir fá 4 þingmenn

Ef við gerumst aðeins meira skapandi og færum þröskuld til úthlutunar úr 5% og niður í 4% gerist þetta:

  • Framsóknarflokkurinn 9 þingmenn - óbreytt
  • Sjálfstæðisflokkurinn 22 þingmenn - bæta við sig 6
  • Samfylkingin 14 þingmenn - tapa 6
  • VG 12 þingmenn - tapa 2
  • Hreyfingin 2 þingmenn
  • Aðrir fá 4 þingmenn
Svo minni ég fólk í lokinn á yfirlit yfir heimasíður stjórnmálasamtaka hér til hægri á síðunni og svo mína eigin könnun. 

 

Uppfært klukkan 22:25.  Villa gerð varðandi fylgi Samfylkingarinnar í útfærslu 2 og 3 þar sem fylgið var ekki minnkað úr 16 í 14 og rangt tekið fram hve marga Sjálfstæðisflokkur bætir við sig.

 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þín skoðun?

  1. Alþingi skipar stjórnlaganefnd.
  2. Kosningin endurtekin.
  3. Hætta við allt heila klabbið.

Endilega setjið inn athugasemd og segið ykkar skoðun, og svo megið þið líka taka þátt í skoðanakönnun hér til hægri.

Þessi síða krefst ekki notendanafns, að fá að vita tölvupóstfangið þitt og IP-tala er ekki skráð.  Fólki er frjálst að skrifa undir dunefni.  Þótt þið setjið ekki inn meira en tölustafina sem eru hér fyrir ofan þá er það vel þegið. 

getfile 


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög sem standast ekki Stjórnarskrá

Eitt af því sem sárlega vantar hér á landi er sérstakur stjórnlagadómstóll sem gæti úrskurðað um lög sem hugsanlega samrýmast ekki Stjórnarskrá.

Ein af mínum uppáhaldsgreinum í núverandi Stjórnarskrá er 65.gr sem hljómar svo:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Hér undirstrika ég „jafnir fyrir lögum‟.  Þessu hefur hinsvegar ekki verið farið eftir við setningu ýmisa laga þar sem erlendir ríkisborgarar hafa misjafnan rétt eftir þjóðerni.  Í flestum tilfellum er það þannig að Evrópubúar og norðurlandabúar sérstaklega hafa mun meiri rétt en fólk frá öðrum hlutum heimsins.  T.d. geta ríkisborgarar norðurlandana kosið til sveitastjórna eftir að hafa búið hér í þrjú ár á meðan aðrir fá þau réttindi lögum samkvæmt fyrr en eftir fimm ár.  Eins er hægt að benda á innflytjendalöggjöfina og svo EES-lög sem gefur ríkisborgurum EES-svæðisins meiri réttindi til búsetu og atvinnu hér á landi en fólki af öðrum þjóðernisuppruna.

Miðað við minn skilning hefur Alþingi því sett ýmis lög sem brjóta í bága við Stjórnarskrá.  Þegar farið verður í það að endurskoða Stjórnarskrána næst, hvenær og hvernig það svo verður, er eitt það mikilvægasta að skoða samhliða hvernig löggjafarvaldið virðir Stjjórnarskrána að vettugi við setningu nýrra laga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband