. - Hausmynd

.

DV

Er ekki einu sinni hægt að nota sem skeinipappír.  Það er mitt álit á þeim „fjölmiðli“.  Hafa þeir ekki bara ljósritað þetta sjálfir til að búa til frétt?  Það væri ekki í fyrsta skipti.

Ef einhver annar hefur ekki fengið samskonar bréf ætla ég að trúa því.


mbl.is Hótaði fyrrverandi ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður III

Hræðsluáróðurinn fyrir samþykkt nýjustu Icesave-samninganna við Breta og Hollendinga að undanförnu hefur varla farið framhjá neinum. Eins og við var að búast er hann nokkurn veginn sá sami og okkur var boðið upp á þegar reynt var að fá okkur til þess að samþykkja Icesave II samningana og þar á undan Icesave I.

Það er kannski kaldhæðni að Icesave samningarnir núna eru nánast þeir sömu í aðalatriðum og hafnað var í þjóðaratkvæðinu fyrir ári síðan fyrir utan lægri vexti. Eins og áður er ætlast til þess að við samþykkjum að bera alla ábyrgð á málinu og tökum á okkur alla áhættu vegna þess. Var það vegna lægri vaxta sem Icesave II var hafnað?

Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fá okkur til þess að samþykkja að borga Icesave og verður reynt. Þáverandi viðskiptaráðherra hótaði okkur því til dæmis fyrir rúmu ári síðan að ef við samþykktum ekki Icesave II myndi Ísland einangrast og verða Kúba norðursins. Háskólakennari nokkur í hagfræði hótaði okkur því af sama tilefni að engin lán fengjust til Íslands yrði Icesave II hafnað, krónan myndi hrynja niður í áður óþekktar lægðir og „lífskjör hrynja gjörsamlega“.

Ekkert hræðilegt gerðist hins vegar í kjölfar þess að Icesave II var hafnað sem rekja má til þess. Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið hefur lækkað mikið síðan, íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli getað fjármagnað sig erlendis á hagstæðum kjörum og skilningur á afstöðu okkar Íslendinga hefur stöðugt orðið meiri utan landssteinana.

Hræðsluáróðurinn fyrir ári rættist ekki og mun ekki heldur rætast nú.

 

Birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. mars


Vídeoblogg

Nokkur gullkorn frá síðustu árum

...Og að lokum skilaboð frá almenningi


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6,4% styðja annað

Það væri gaman að fá að vita hvaða flokka/framboð þeirra 6,4% sem nefna annan valkost en þá fimm sem minnst er á í fréttinni og hver hlutföllin eru þar.  Líklegast er hér stuðningur við Frjálslynda flokkinn, Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn sem vegur þyngst, en hvað veit ég.

4,9% fylgi Hreyfingarinnar er næstum nóg til að þau haldi þrem þingmönnum og líklegt að ef þessi skoðanakönnun kæmi rétt fyrir kosningar að það myndi hvetja óákveðna til að kjósa þau.

Annars minni ég fólk enn og aftur á lista yfir heimasíður stjórnmálasamtaka hér til hægri ef það hefur áhuga á að vita hvað fleira er í boði en það sem kemst í fjölmiðla.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn minnkar

Hérna er línurit yfir þróun skoðanakannana Capacent um Icesave.

cap_1074351.png

Lítið á síðustu tvær færslur mínar ef þið viljið vita hvaðan þessar tölur koma.

Öllum er frjálst að nota þetta línurit svo fremi sem þeir geti þess að tölurnar eru fengnar úr skoðanakönnunum Capacent.


mbl.is Meirihluti ætlar að segja já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilið er ekki að aukast

Eins og ég tók saman í gær í pistli mínum Epli og appelsínur er ekki rétt að bera saman niðurstöður frá tveim mismunandi fyrirtækjum.  Ef teknar eru einungis skoðanakannanir Capacent sést að Nei-hliðin er að auka fylgi sitt á kostnað Já-hliðarinnar, en svipað margir eru ennþá óákveðnir.  Þetta sést líka í niðurstöðum Áfram hópsins, en þar eru teknar fyrir tvær vikur.

Hjörtur J. Guðmundsson skoðar þetta út frá sömu forsendum og ég og kemst að sömu niðurstöðu.

 

En eins og ég sagði í gær er ekkert mál að ljúga með tölum og því hvet ég fólk til að reikna þetta sjálft.


mbl.is 42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Epli og appelsínur

Það er eins og að bera saman epli og appelsínur að ætla að bera saman niðurstöður skoðanakannana tveggja mismunandi fyrirtækja.  Vissulega eiga epli og appelsínur meira sameiginlegt en ekki, en til þess að fá réttan samanburð er rétt að bera saman tvö epli eða tvær appelsínur.

Þessvegna er réttara að bera saman núverandi skoðanakönnun Capacent við þá síðustu sem sama fyrirtæki gerði um sama málefni.

9. mars birtust í fjölmiðlum niðurstöður kannanar sem Capacent gerði um hvað fólk hefði í hyggju að kjósa í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.  Í þeirri skoðanakönnun kom fram að 63% ætluðu sér að kjósa með lögunum, 34% á móti og 3% að skila auðu.  Ef svörin í þeirri skoðanakönnun sem Áfram lét gera eru borin saman við kemur eftirfarandi fram:

capacent.png

Stuðningur við Icesave-lögin hefur minnkað úr 63% niður í 55% og andstaðan hefur aukist úr 34% í 43,2%.  Glöggir lesendur taka líklega eftir spurningamerkinu við liðnum vika 7, en það er vegna þess að ég er ekki viss hvenær nákvæmlega þessi spurning er spurð í þjóðarpúlsinum.  Vika 7-8 er á réttu róli.  Vikur 9 og 11 koma fram í því skjali sem Áfram hópurinn dreifði.

Ég tek s.s. saman þá sem ætla örugglega og líklega að segja já/nei og hef þá sem ætla að skila auðu sér og útiloka óákveðna þar sem sú tala kemur ekki fram í þjóðarpúlsinum.

 

Ekki gleyma því svo að það er ekkert mál fyrir hvern sem er að ljúga með tölum.  Farið og reiknið þetta sjálf.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóni Kaldal svarað

Jón Kaldal fer mikinn í ritstjórnargrein sinni í Fréttatímanum í dag og lofsamar Áfram-hópinn, en um okkur sem stöndum í farabroddi þeirra hópa sem berjast fyrir Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl hefur hann þetta að segja:

Nei-megin eru í farabroddi margir þeirra sem voru með beinum eða óbeinum hætti höfundar Icesave-vandans.

Ef ritstjóri blaðs sem vill láta taka sig alvarlega hefur ekki fyrir því að kynna sér hverjir standa að þeim hópum sem helst tala fyrir Nei-inu áður en hann afgreiðir okkur á þennan hátt er ekki mikið varið í þann miðil.  Sjálfur kom ég hvergi nærri Icesave óskapnaðinum, né nokkru öðru sem snýr að bankastarfsemi yfir höfuð.

Annars er það ekki virði þeirra bita sem svona rafrænt svar felur í sér að svara þessu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband