18.4.2011 | 08:44
Hvar er félagshyggjan?
Stjórnmálaumhverfið á Íslandi er orðið virkilega undarlegt. Þegar ríkisstjórn sem samanstendur af fólki sem hefur til þesa kallað sig sósíalista, félagshyggjufólk og jafnaðarmenn gæla við hugmyndir um að auðvæða samfélagsþjónustu enn meir en hefur verið gert - og þetta fólk gagnrýndi mikið - er eitthvað mikið að. Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu hefur tekið upp að hluta baráttu fyrir velferð og félagshyggju í orði.
Á félagshyggja, umhyggja fyrir samfélaginu og mennska bara heima í stjórnarandstöðu?
200 króna veggjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2011 | 13:48
Áróðursrit
Undanfarnar vikur hef ég kynnst fréttamiðlum landsins og hvernig þeir vinna, og mér finnst eins og Fréttatíminn, Fréttablaðið, DV og Eyjan vera rekin meira sem áróðursrit fyrir ákveðinni pólitískri skoðun frekar en fréttamiðlar.
Nú á einhver eftir að koma hér inn og spyrja hvort Morgunblaðið/mbl.is sé ekki rekinn á samskonar forsendum og því vil ég svara því áður. Morgunblaðið/mbl.is litast af ákveðnum pólitískum skoðunum en frá mínum bæjardyrum séð rekið meira sem fréttamiðill. Þar komast andstæð sjónarmið að í meira mæli og minna um að ekki sé haft samband við alla þá sem fréttin fjallar um.
Þetta er mín skoðun.
Sigmundur Davíð gerir grein fyrir námsferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2011 | 12:43
Vá!
Þetta jaðrar við ofsafengin viðbrögð. Hvað næst? Óska eftir því að 60% þjóðarinnar vinni kauplaust vegna þess að þau töldu betri kost að fella lögin úr gildi?
Að tala um samstöðu í öðru orðinu en ýta undir sundrungu í hinu er orðið aðalsmerki íslenskra krata.
Vinni án launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2011 | 08:27
Bjarni Ben?
Ekki getur verið að gróusögurnar sem maður hefur heyrt undanfarnar vikur séu sannar? Boðið verði upp á þjóðstjórn sem stærri hluti Sjálfstæðisflokks muni ganga inn í og mögulega tveir þingmenn Framsóknarflokks. Hljómar það spennandi?
Með sterkari stjórn þarf aðhald almennings að vera enn meira en það hefur verið.
Styrkur ríkisstjórnar metinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2011 | 18:44
Þróunin
Hér er línurit sem sýnir þróun afstöðu fólks miðað við kannanir Capacent
52% segjast ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2011 | 13:14
Hræðsluáróður III
Hræðsluáróðurinn fyrir samþykkt nýjustu Icesave-samninganna við Breta og Hollendinga að undanförnu hefur varla farið framhjá neinum. Eins og við var að búast er hann nokkurn veginn sá sami og okkur var boðið upp á þegar reynt var að fá okkur til þess að samþykkja Icesave II samningana og þar á undan Icesave I.
Það er kannski kaldhæðni að Icesave samningarnir núna eru nánast þeir sömu í aðalatriðum og hafnað var í þjóðaratkvæðinu fyrir ári síðan fyrir utan lægri vexti. Eins og áður er ætlast til þess að við samþykkjum að bera alla ábyrgð á málinu og tökum á okkur alla áhættu vegna þess. Var það vegna lægri vaxta sem Icesave II var hafnað?
Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fá okkur til þess að samþykkja að borga Icesave og verður reynt. Þáverandi viðskiptaráðherra hótaði okkur því til dæmis fyrir rúmu ári síðan að ef við samþykktum ekki Icesave II myndi Ísland einangrast og verða Kúba norðursins. Háskólakennari nokkur í hagfræði hótaði okkur því af sama tilefni að engin lán fengjust til Íslands yrði Icesave II hafnað, krónan myndi hrynja niður í áður óþekktar lægðir og lífskjör hrynja gjörsamlega.
Ekkert hræðilegt gerðist hins vegar í kjölfar þess að Icesave II var hafnað sem rekja má til þess. Skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið hefur lækkað mikið síðan, íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli getað fjármagnað sig erlendis á hagstæðum kjörum og skilningur á afstöðu okkar Íslendinga hefur stöðugt orðið meiri utan landssteinana.
Hræðsluáróðurinn fyrir ári rættist ekki og mun ekki heldur rætast nú.
Birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. mars
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 19:39
Ástæða þess að þingkosningar verða ekki fyrr en fyrsta lagi í haust
Þetta er lengri titill á bloggi en ég er vanur. Ég hef séð fólk vera að velta fyrir sér þingrofi og kosningum ef Nei-ið verður ofaná á laugardaginn. Egill Helgason held ég að hafi alveg rétt fyrir sér um það að ekki verði kosningar fyrr en fyrsta lagi í haust og það sama hef ég sagt við fólk frá áramótum, og ástæðan er einföld:
Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og VG hafa sína landsfundi í haust og munu því reyna að komi því þannig fyrir að ekki verði gengið til kosninga fyrr en eftir þá. Framsókn heldur sinn landsfund núna um helgina og á því ásamt smáflokkunum eftir að þrýsta á um kosningar sem fyrst á meðan þeir þrír stóru eru laskaðir.
6.4.2011 | 19:02
9,5% vantar
Ætli þessi 9,5% skiptist á milli annara smáflokka sem eru ekki nefndir? Fremstir eru líklega Frjálslyndi flokkurinn, Borgarahreyfingin og Besti flokkurinn. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér hvaða fleiri stjórnmálafélög eru starfandi getur þú litið yfir listan hér til hægri.
Ekki gleyma að taka þátt í minni skoðanakönnun.
Stjórnarflokkarnir tapa fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 18:49
Hvað sögðu stjórnarþingmenn um Icesave II?
Ég mæli með því að þið horfið á þetta:
57% ætla að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 17:17
Innanríkisráðherra var sendur tölvupóstur 16. mars
Samstaða þjóðar sendi út yfirlýsingu til allra alþingismanna, innanríkisráðherra, velferðarráðuneyti, hagsmunasamtaka í sjávarútvegi og til fjölmiðla þann 16. mars þar sem óskað var eftir því að allir gætu nýtt sér sinn rétt til að kjósa. Þessi vandkvæði komu fyrst upp núna fyrir stjórnlagaþingskosningar og ég var viss um að sjómenn myndu leggja fram kæru þá.
Sjáum til hvað gerist í framhaldinu.
Óttast að fá ekki að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy