. - Hausmynd

.

Jóni Kaldal svarað

Jón Kaldal fer mikinn í ritstjórnargrein sinni í Fréttatímanum í dag og lofsamar Áfram-hópinn, en um okkur sem stöndum í farabroddi þeirra hópa sem berjast fyrir Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl hefur hann þetta að segja:

Nei-megin eru í farabroddi margir þeirra sem voru með beinum eða óbeinum hætti höfundar Icesave-vandans.

Ef ritstjóri blaðs sem vill láta taka sig alvarlega hefur ekki fyrir því að kynna sér hverjir standa að þeim hópum sem helst tala fyrir Nei-inu áður en hann afgreiðir okkur á þennan hátt er ekki mikið varið í þann miðil.  Sjálfur kom ég hvergi nærri Icesave óskapnaðinum, né nokkru öðru sem snýr að bankastarfsemi yfir höfuð.

Annars er það ekki virði þeirra bita sem svona rafrænt svar felur í sér að svara þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Já, þau eru hrædd og þar með vilja þau frekar ásaka okkur sem erum á móti Icesave, að við séum sökudólgar Icesaves... Enn eru þau þá ekki aðal sökudólgarnir fyrir Icesave spillingunni og vilja þar með að við borgum upp þeirra skaðræði??? Maður bara spyr!!!

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 29.3.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tók ekki þátt í fjármálum eða pólitík á Íslandi fyrir hrun. Ég forðaðist slíkt meira að segja þó ég hefði vissulega mínar skoðanir.

Auglýsing Áfram-hópsins með 20 fyrrverandi ráðherrum og hrunkvöðlum segir allt sem segja þarf um hverjir vilja samþykkja IceSave.

Þeir sem hafa mest beitt sér fyrir NEI-inu eru hinsvegar flestir einstaklingar sem hafa lítið verið áberandi á sviði þjóðfélagsumræðu fyrr en ef til vill eftir hrun.

Þó vissulega sé þetta einföldun þá eru breiðu línurnar augljósar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband