. - Hausmynd

.

Afnám réttinda

Að afnema lögleg réttindi einstaklinga og félagasamtaka er slæmt, hvaða skoðun sem fólk hefur á deilunni sjálfri.  Förum við að sjá "neyðarlög" sem afnema önnur þau réttindi sem barist var fyrir á síðustu öld?
mbl.is Stefnt að flugi síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hjartanlega sammála hér hugsar enginn um annað en rassgatið á sjálfum sér mér finnst sorglegt að sjá hvað margir sýna rafvikjum mikið virðingarleysi hefði viljað sjá okkur á þessu landi standa samana einu sinni ,en nei eins og alltaf hver um sitt,

xxx 22.3.2010 kl. 14:10

2 identicon

Ég er sammála því að verkfallsrétturinn er dýrmætur en einmitt þess vegna má ekki misnota hann - eins og mér finnst flugvirkjar vera að gera núna. Í mínum huga þá tengist verkalýðsbarátta verkalýðnum, meirihluta landsmanna sem vinnur verkamannavinnu á lágum launum (been there, done that), en mér finnst fáránlegt þegar að hálaunastéttir berja sér á brjóst og grenja undan óréttlæti heimsins. Er þetta fólk ekki með ágætis laun fyrir? Er þetta ekki bara spurning um að mikill vill meira? Það getur vel verið að þeir vinni vaktavinnu o.s.fr. en það gera margir aðrir án þess að launin séu í námunda við laun flugvirkja.

Guðrún 22.3.2010 kl. 14:39

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Guðrún.  Verkfallsrétturinn er réttur allra stéttarfélaga nema þeirra sem hafa afsalað sér honum, óháð starfsheiti eða launum.  Hvort kröfur flugvirkja séu réttlætanlegar eða ekki get ég ekki tekið afstöðu til, þar sem ég þekki ekki þeirra aðstöðu.  En ég var töluvert viðloðandi verkalýðssamtök í byrjun aldarinnar og get sagt það að ef það hefði verið bein í nefunum á verkafólki og leiðtogum verkalýðsfélaga þá væru laun verkafólks mun hærri en þau eru í dag, í það minnsta hærri en hámarks atvinnuleysisbætur.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.3.2010 kl. 14:46

4 identicon

Byrjunarlaun flugvirkja eftir margra ára og milljóna nám er mun lægra en fólk heldur. Burt með þessa ríkisstjórn-leysingja

Davíð 22.3.2010 kl. 17:31

5 identicon

Afhverju er ekki stofnað svipað átak og indefence um að skora á forsetann að leysa upp þingið og mynda utanþingsstjórn eða eitthvað annað, þingið og ríkisstjórnin eru bara ekki að virka sem skildi þessa dagana og eru bara að gera illt verra.

Geir 22.3.2010 kl. 20:39

6 identicon

Satt og rétt. Verkfallsrétturinn er heilagur - hann fékkst ekki baráttulaust. Það ber að virða hann og það ber að virða þá sem beita honum - menn beita honum ekki nema þeir telji nauðsyn bera til þess. Fólki væri nær að standa með flugvirkjum; félög ættu að álykta þeim til stuðnings.

Það er ekki annarra að gjamma um hvort og hvenær einstaka stéttir eiga eða eiga ekki að reyna að bæta kjör sín. Heldur eiga allir með samtakamætti að reyna að bæta sýn kjör og það næst ef fólk stendur saman stétt með stétt.

Guðmundur Brynjólfsson 23.3.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband